Aftur helgarlok

Nei hættu nú, tíminn líður of hratt núna, aðeins að hægja ferðina takk.

Ég fer í blogg frí ef ég fæ ekki kvitt frá þér Shocking

Mig dreymdi að tennurnar mínar væru allar að brotna upp, ekki í stórum heldur smáum brotum hægt og hægt. Hvað getur það merkt ??? Er ekki einhver draumaráðningarséní sem les ?

Var á frábærri árshátíð um helgina, og ætla að fara snemma að sofa.

Blómið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kann því miður ekkert að ráða drauma, mig dreymir yfirleitt tóma steypu. Gott að það var gaman hjá ykkur á árshátíðinni .

Hilsen schmilsen

Dizzy

Dizzy (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 08:39

2 identicon

Kvitt!  (ekki samt Quit!!)

Held að þessir draumar séu ekki framtíðarpælingar heldur ertu komin með flísar á heilann og hefur greinilega einhverjar (óþarfa) áhyggjur af þeim. :-)

Ingimar (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 15:21

3 identicon

Vá hvað ég nenni ekki að blogga þessa dagana.. samt er ég ekki að byggja hús!

Marta (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 17:20

4 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Er líka í bloggleti, hef heldur ekkert að segja. Og ekki kann ég að ráða drauma heldur.

Ætla samt að kvitta. 

Þórdís Einarsdóttir, 3.11.2008 kl. 18:14

5 Smámynd: Ísbjörn

Ég held að bloggletipestin sé alveg bráðsmitandi.

Veit ekki hvað það er að dreyma að tennurnar brotni. Dreymdi svipað fyrir nokkrum árum. Þá brotnuðu þær allar í einu og ég spýtti brotunum í lófann. Man ekki eftir neinu sem sá draumur gæti hafa þýtt.

Bestu kveðjur, Sóley V.

Ísbjörn, 3.11.2008 kl. 22:28

6 identicon

Mig minnir að það að missa tönn í draumi sé fyrir vinamissi veit ekki með brotnar

Tinna (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 21:42

7 identicon

Kvitti kvitt

Les alltaf bloggið þitt ;)

Unnur Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 22:02

8 identicon

Hæ hæ, ég kem stundum við hjá þér, kvitt kvitt :)

Anna Málfríður (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband