4.12.2008 | 23:15
Veljum íslenskt við getum ekki annað
Jerimías og jólaskór hvað allt er orðið dýrt í dag, ég var að fletta í gegnum jólagjafa handbækur Kringlunnar og Smáralindar og guð minn hjálpi mér, er ég orðin svona mikil nánös eða eru þetta bækur "ríka" fólksins, allavega er það stefnan hjá mér og minni fjölskyldu að kaupa litlar jólagjafir þessi jólin (ennþá minni en venjulega) vegna þess hve allt hefur hækkað. Tökum dæmi sem var reyndar ekki í þessum bókum: af hverju eru ekki framleidd íslensk dömubindi ? Ég þurfti að kaupa svoleiðis í gær og fór í Samkaup Strax, mjög fín hverfisbúð hér, því klukkan var orðin átta, vitið þið hvað einn venjulega einfaldur pakki af dömubindum með vængjum kostaði ? 650 - 700 kr. kostaði áður innan við 500 kr. Svo var ein vinkona að segja mér frá því að verkjatöflur svona venjulegar Panodil eru núna helmingi dýrari en Paratabs sem eru framleiddar hér á Íslandi, svo ef þið þurfið verkjalyf, veljið Paratabs. Svona mætti lengi telja, mér finnst sorglegt hvað við erum háð innfluttu vörunum og í raun svo fátt sem við framleiðum sjálf.
Það komu hérna skilaboð um daginn, Gilmar takk fyrir skilaboðin, gaman að þú skildir snusast hérna inn á, það var nú oft gaman hjá ykkur Hylfa og mér hérna í gamla daga, og hann þakkar fyrir myndbandið, hafðu endilega samband næst þegar þú ert að snusast á Skaganum .
Ég hef verið löt að blogga vegna anna, þetta er rosalega gaman að sjá húsið verða húslegra, búið að mála og parketleggja öll herbergin komin svaka skápur í hjónaherbergið og skápurinn hjá einkasyninum er að koma líka, svo vantar dósir og innstungur og ljós, svo er það sjónvarpsholið, á leiðinni í að parketleggja það, þetta kemur allt saman.
En ég er í vandræðum með gardínustangir, var búin að ákveða að kaupa ódýrar í Ikea en vegna þess að þær eru innfluttar þá eru engar stangir til í Ikea, hvar á ég að kaupa þær ? Ég tími ekki að kaupa dýrar þetta eru svo margir gluggar. Einhverjar hugmyndir og reynslusögur??
Blómið
Athugasemdir
Hæ og takk fyrir síðast... Mikið er ég sammála með verðhækkanirnar. Þetta er alveg útí hött
Gréta (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 11:49
Hæ, hæ
Vildi bara kvitta fyrir innlitið. Kíki hingað reglulega.
Kveðja, Lilja
Lilja Dóra (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 14:59
Sammála þessu með hvað allt er orðið dýrt. Enda reynir maður eftir fremsta megni að velja íslenskt.
Bestu kveðjur í bili, Sóley Vet
Ísbjörn, 5.12.2008 kl. 22:46
Já bara til að koma með innlegg hérna, var í Hamraborg um daginn og þar var erlendur snakkpoki sem kostaði 899 KRÓNUR? Hvað á það að þýða? Mér blöskraði og lagði pokan frá mér eins varlega og ég hugsanlega gat!
Andrea (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 02:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.