Ekki fólkið á bak við tjöldin

Nýjustu fréttir úr svarta húsinu á horninu sem átti að vera hvítt  Cool

Við erum ekki lengur fólkið á bak við tjöldin, við erum FLUTT í næstu álmu, sem sagt eigum svefnherbergi núna, við erum búin að sofa í þrjár nætur, prinsinn okkar sefur eins og hetja í sínu herbergi í nýja rúminu, loksins laus við þessa truflandi foreldra, mér leið eins og ég væri á fínu hóteli fyrstu nóttina sem við sváfum í okkar herbergi,  jiii hvað þetta var allt flott og fínt, ég skellti í gardínur og alles á no time, nú er svaka spenningur hjá prinsinum að vita hvað jólasveinninn setur í skóinn, vaknar eldsnemma og er svo hissa á þessum sveinum hvað þeir eru nú góðir. Við vorum í dag að klára smá í unglingsins herbergi og fer hún fljótlega að flytja í sitt endanlega herbergi, því Gullrassinn okkar fer að koma "heim" í jólafrí og fær þá sitt nýja herbergi sem hefur verið notað sl. mánuði, það verður gaman að fá hana og hafa alla fjölskylduna samankomna undir sama þaki, mér líður alltaf svo vel í hjartanu þegar allir ungarnir mínir eru í hreiðrinu.

Ég fór í Laugardalshöllina í gær með "fína fólkinu" Errm  að sjá og hlusta á Frostrósir, það var æðislegt að heyra goðið mitt hana Margréti Eir syngja með sinni kraftmiklu og hrífandi rödd, vá hvað hún er langbest af þeim sem voru þarna, ég bý til sér færslu um þetta kvöld, ég skal ekki gleyma því.

Styttist í jólin og ég er ekki búin að baka eitt korn, vegna þess að ég á ekki (jú ég á en hann er ennþá í umbúðunum) bakaraofn, og ég á eftir að skrifa á öll jólakortin líka, vona að ég neyðist ekki til að sleppa þeim í ár. Þetta reddast allt saman. Koma tímar, koma ráð.

Gullrassinn okkar náði öllum prófunum í skólanum og er laus við stærðfræði að mér skilst, vá hvað það hlýtur að vera mikill léttir.

Jæja best að fara að halla sér á Hótel Klöpp hehe Joyful.

Knús til þín frá mér.

Blomst

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Með "fína fólkinu" áttu náttúrlega við mig er það ekki !! hahaha , eða ertu kannski bara að tala um þessa fatalausu .

Hilsen 

Dizzy

Dizzy (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 09:03

2 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

H ha ha ha.... ég fór auðvitað með þér og fleirum en ég var ekki að meina það að þið væruð "fínar"  sko þið eruð fínar á annan hátt, en það sem ég átti við var einmitt  þessi fatalausa og hin ógreidda og allir hinir fínu jakkafatagaurarnir sem voru að kæfa mig úr dýra rakspíranum sínum, ég sé svo sjaldan svona týpur, við sem búum á "landsbyggðinni" þá tekur maður meira eftir hvað það er mikill munur á standard og útliti á fólki.

Öskubuska

Arndís Baldursdóttir, 15.12.2008 kl. 11:29

3 identicon

Til hamingju með að vera flutt inn í svítuna Addý mín , auðvitað gefur jólasveinninn góðar gjafir fyrir duglegann strák. (íþróttaálf).  Það verður æðislegt hjá ykkur að vera með alla ungana undir sama þaki um jólin, Við verðum líka með alla okkar bæði jól og áramót núna, en Óli er búinn að vera í Norge síðustu 2 áramót og var bæði jól og áramót í fyrra og var mömmuhjartað ekki alveg sátt, en hlakkar mikið til núna :O)

 kveðja frá firðinum með vindinn (núna)

Hanna Mjöll (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband