Gleðileg jól allir saman, það er komin jólastund

Jæja þá er jólahátíðin alveg að ganga í garð, bara einn jólasveinn eftir að koma til byggða.  Nú er tíminn til að njóta þess sem eftir er af aðventunni og ljósanna og friðarins á jólunum. Það þýðir ekkert að vera með stress yfir þessum stutta en góða tíma, það koma  jól þrátt fyrir allt,  hvort sem árinu hjá  okkur var sorg eða gleði, eða hvort sem við náðum þeim árangri sem við ætluðum eða hvort sem við náðum að þrífa eða baka eins mikið og okkar mæður og ömmur sem töldu það vera nauðsyn að það yrði allt að vera tandurhreint og nánast fullkomið fyrir jólin. Ekki er það alveg það sem gildir,  heldur frekar hvernig manni líður og að maður nái að hvíla sig og slaka á og eiga góðar stundir með fjölskyldunni. Allt þetta stress fyrir jólin er í raun bara óþarfa álag sem tekur svo enda á aðfangadagskvöld og þá er fólk oft svo þreytt að það nær ekki að njóta. Það var ekkert bakað á mínu heimili núna, og ekki er mikið þrifið, reyndar er allt nýtt en það er töluvert smíðaryk svífandi yfir ennþá og það er bara allt í góðu. Frumburðurinn komst fljúgandi til okkar í gær og fórum við mæðgur í jólaverslunarleiðangur í borginni í gær, svaka gaman, en hamingjan hjálpi mér hvað umferðin var þung, ég gæti ekki búið við þetta. Nú eru bara nokkrar jólagjafir eftir, ég er að vinna í dag Þorláksmessu og líka á morgun aðfangadag til hádegis svo er það jólafríið. Dejligt.

Jólakveðjurnar farnar að hljóma í útvarpinu og skötufnykurinn fer um allt þangað til hangikjetið tekur yfir og jólatréð verður skreytt og jólaísinn búinn til .......... nammm.

Njótið kæru vinir.

pink-christmas-tree

Kæru vinir, ég og fjölskylda mín óskum ykkur gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs og þakka ykkur fyrir að lesa bloggið mitt og vona að þið haldið því áfram og hafið það gott. 

Jólablómið

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísbjörn

Elsku Addý. Þetta er svo alveg rétt sem þú skrifar. Þér tekst svo vel að koma orðum að því sem brýst um í kollinum á manni en maður kann ekki að koma frá sér. Ætli það sé ekki þess vegna sem svona margir lesa bloggið þitt.

Njóttu hátíðanna kæra vinkona. Jól í skugga sorgar eru öðruvísi, einhvern ljúfsárari en eru samt gleðiðleg eins og öll jól eiga að vera. Njóttu þess að hafa fjölskylduna í kringum þig og eigið þið góðar stundir saman.

Með jólakveðju frá Ísó, Sóley Vet og fjölsk.

Ísbjörn, 23.12.2008 kl. 14:05

2 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Gleðileg jól mín kæra.

Kveðja

Þórdís

Þórdís Einarsdóttir, 25.12.2008 kl. 19:52

3 identicon

Gleðileg jól kæra frænka.

Hafðu það gott yfir hátíðarnar.

Jólakveðja Unnur

Unnur Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband