Önnur verk og annir, allt og ekkert

Já ég er hér enn.

Fyrirgefið hvað ég er óvirk þessa dagana, nýtt ár og mikil bloggleti hefur geysað hér um slóðir. Það er allt fínt að frétta, allir þræl hressir og kátir. Við erum byrjuð að vinna í húsinu aftur eftir smá jólafrí, sem var alveg nauðsynlegt og gott. Við erum að taka restina af húsinu þ.e.a.s. aðal salina, eldhúsið og stofuna, þegar þessi orð eru skrifuð er búið að klæða restina af veggjum þar og þá er eftir loftið. Við mæðgur erum orðnar þreyttar á eldhúsleysinu og langar okkur svo að geta bakað kökur, það þokast.

Sonurinn er komin á kúk og piss aldurinn, ó mæ hvað orðaforðinn verður skrítinn, þið vitið vonandi hvaða aldur ég er að tala um.

Ég var að leika mér að skoða raftækjasíður um daginn og komst þá að því að raftækin í eldhúsið hafa síðan í mars-apríl 2008, hækkað um nærri helming (heildarpakkinn) frá því verði sem við keyptum það á þá. Vaaá ísskápurinn og frystiskápurinn fóru úr 116.000 kr. og kosta núna 299.900 stykkið,  mikið sem við erum fegin að hafa keypt flest af þessu öllu inn í húsið í fyrra. Þetta verðlag er bara bilun.

Ég er farin að hvíla mig á þessu mánudagskvöldi, hafið það gott.

Blómið í skammdeginu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband