Bjór eða bakkelsi - Hendur óskast

Þá er að koma að því að lokaspretturinn á ferðalagi okkar um húsið fari að hefjast, þ.e.a.s við erum að verða tilbúin til að setja kerfi og gipsplötur í loftið í stofunni og eldhúsinu, þetta eru stórir fletir en bara venjuleg lofthæð (niðurtekið). Þó við Gylfi séum rosalega dugleg og vinnum vel saman þá er það ekki nóg til þess að þetta gangi sem hraðast. Við þurfum því að biðja um hjálp frá þér kæri vinur eða ættingi. Við þurfum að fá hendur til að stilla, mæla, handlanga og skrúfa og halda við plötur (verðum með plötulyftu). Í verðlaun verða: bakkelsi eða bjór eftir óskum sjálfboðaliða, auk þess matarboðs-loforð hjá okkur sem gildir út lífið og boð í innflutningspartýið sem verður með vorinu. Vonandi ekki slæmt það.  Líklegt að þetta verði um næstu helgi.

plotulyfta1

Hver er til ?   Svara með commenti (athugasemd) eða á Facebook

Allir á Skagann sem eiga hendur Grin, það verður stuð.

600px-Working_Together_Teamwork_Puzzle_Concept


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er til!  Alltaf gaman að kíkja á Skagan í smá vinnutörn! Kannski ég nái að draga Dízu með líka.. :-Þ

Ingimar (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 10:02

2 identicon

Ég væri sko alveg til í að hjálpa ykkur ef ég væri aðeins nær.....

Var að skoða myndirnar hjá þér af húsinu og vá hvað allt er orðið flott, hlýtur að vera gaman að sjá þetta verða að veruleika!

Kærar kveðjur til ykkar allra, sérstakt knús til "stóra" bróður.

Sirrý (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 10:05

3 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Sjhúkkk...... ég hélt að við ættum enga vini. Takk Ingimar, þú verður orðin þekktur sem farandverkamaðurinn í Skógarhverfinu po Skagen, brátt rignir inn tilboðum í þig. Við látum vita, já og Díza getur komið með og við kælum bjórinn og réttum ykkur  hehe. Nei nei við  sjáum um að rétta réttar græjur.

Takk Sirrý mín, já þetta er gaman að sjá þetta koma allt saman í höndunum á okkur.

Arndís Baldursdóttir, 3.2.2009 kl. 12:06

4 identicon

Auðvitað verður Dizzy á staðnum . Ég þarf líka aðstoð við að ákveða hvað ég á að gera við þessi Iceland Express gjafabréf mín, þau gilda nefnilega bara til 28. febrúar!!!

Dizzy (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 08:32

5 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Þá er þessi helgi rétti tíminn til að við getum sett gjafabréfin í tætarann , eða ákveðið eitthvað skemmtilegra , við þurfum að skoða þetta mál, líklega bara í köben eða eitthvað, en það eru ekki alltaf jól, allavega ekki á Íslandi með Davíðs-sálmana í Seðlabankanum og Jóhönnu guðspjallið í Stjórnarráðinu. Holy moly.

Arndís Baldursdóttir, 4.2.2009 kl. 23:15

6 Smámynd: Ísbjörn

Sæl Addý. Ég væri sko alveg til í að koma. Veit að það yrði bara gaman að vera með ykkur. Ég skal senda ykkur allan minn móralska stuðning héðan að vestan og jafnvel opna einn bjór og vera með ykkur í anda (vínanda).

Gangi ykkur vel!!!

Ísbjörn, 6.2.2009 kl. 09:21

7 identicon

Æ hvað ég vildi búa nær þá væri það svo lítið mál og koma að hjálpa ykkur okkur hefði bara fundist það skemmtilegt.  En þar sem helgin er full bókuð í önnur góðgerðamál þá verðum við að afboða okkur 

Knús

Ella og Bikki

Gabríela (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband