Ef þú ert súr, vertu þá sætur

Mér hefur aldrei líkað við skápa þar sem eldhúss ruslið er geymt og ég lærð það á minni dvöl í bílskúrnum þar sem engir voru skáparnir að lífið er fínt án ruslaskápa, ég keypti stóra fötu/tunnu sem er bleik úr plasti, og reyndist svona líka vel, keypti poka á rúllu í Rekstrarvörum og var laus við að passa upp á fullar litlar ruslatunnur og skápa sem verða skítugir. Nú erum við með í nýja eldhúsinu tvær litlar tunnur og finnst mér þær alltaf vera fullar. Er að spá í að reyna að fá mér

poubelle-brabantia-design-touch-bin-50-450Svona Brabantia tunnu, en læt örugglega þessa bleiku duga að sinni.

Ýmislegt hefur drifið á daga okkar m.a. tannlæknaferðir og bæði sonur og yngri dóttir fengu bólusetningu 14 ára og 5 ára, drengurinn verður 5 ára á morgun 7. apríl og er það mikil tilhlökkun. Við héldum veislu fyrir fjölskyldu og vini hans sem eru ekki á deildinni hans á leikskólanum, svo er afmæli fyrir 12 krakka af deildinni á morgun, það verður stuð.

 

Annars er verið að plana ýmislegt skemmtilegt um Pauskana.

 Annars heyrði ég lag í útvarpinu áðan, gamalt lag með Olgu Guðrúnu Árnadóttur, frábær texti sem á vel við í okkar þjóðfélagi í dag, við megum ekki gleyma okkur og verðum að hugsa jákvætt.

Ef þú ert súr
vertu þá sætur
sjáðu í speglinum hvernig þú lætur
ekkert er varið í sút eða seyru
teygðu á þér munnvikin út undir eyru

Galdurinn er að geta brosað
geta í hláturböndin tosað
geta hoppað hlegið sungið
endalaust

Ef þú ert fýldur þá líkistu apa
eða krókódíl sem er af fúll til að gapa
ekkert er varið í sút eða seyru
teygðu á þér munnvikin út undir eyru

Galdurinn er að geta brosað
geta í hláturböndin tosað
geta hoppað hlegið sungið
endalaust

Lag: Ólafur Haukur Símonarson
Texti: Ólafur Haukur Símonarson

Hláturblómið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband