Ákveðinn ungur drengur

Smá saga um minn sjálfstæða 5 ára dreng

Við fórum saman í Bónus áðan og ég fór til að finna eitthvað í matinn og kaupa mjólk í kælirinn og hann ætlaði að skoða í einhverja hillu nálægt. Svo þegar ég kem út úr kælinum þá finn ég stráksa hvergi, ég leitaði eins og geðsjúklingur og var farin að hugsa ýmislegt skrítið og fannst á tímabili að ég hefði bara haldið að hann hefði verið með mér. Ég skildi kerruna eftir og kíkti út að bíl og inn á klósett en hann gufaði upp. Ég þorði ekki að fara heim, því ef hann væri fastur eða hefði falið sig. Svo ég beið og hélt áfram að rúnta um og þá kemur hann inn með pabba sínum, þá hafði hann bara hlaupið heim því hann fann ekki mömmu. Mamman var ekki með gsm símann sinn.  Það er svaka hvasst hérna og ég í raun hissa að hann hefði þorað.  Hann sagði við pabba sinn: mamma var að kaupa mjólk og ég fann hana ekki, en hann var ekki grátandi eða hræddur. ég hef ekki taugar í svona drengi....úff, ég er enn að jafna mig.

Mamma Emils í Kattholti


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð hvað ég á frábæran bróðir :)

Andrea (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband