10.5.2009 | 18:48
Ný færsla
Ég var komin með samviskubit yfir færsluleysinu og ákvað að skella í eins og eina færslu, en hún verður nú ekki löng, því andleysið er algjört þessa dagana, er að stíga upp úr flensu og þrekið ekki komið alveg.
Mæðradagur í dag, til hamingju mamma og allar mömmur.
Allt fínt að frétta annars, nú er maður farin að telja niður í sumarfrí, mikið verð ég glöð þegar sá tími kemur, ég ætla svo sem ekkert sérstakt að fara, því það er svo gott að vera heima.
Smá viðbót, nú er Eurovision tíminn hjá Eurovision aðdáendum, ég er ein af þeim, ég les Eurovision fréttir og fylgist með.
Þvílíkt stuð hjá Íslenska hópnum, ég væri sko til í að vera í þeirra hópi, sjá þetta myndband, algjört æði: http://www.youtube.com/watch?v=CW7SVsOwDio&eurl=http%3A%2F%2Fwww%2Edv%2Eis%2Ffrettir%2F2009%2F5%2F9%2Fsong%2Dit%2Dtrue%2Drussnesku%2Dmyndbond%2F&feature=player_embedded
svooooo gaman að syngja þessi lög. Ég var nú ekkert sérstaklega ánægð með að senda Is it true, og er því ekki með miklar væntingar, en ég hef gaman að því að fylgjast með Jóhönnu og dáist að henni og óska henni góðs gengis. Ótrúlega stór hópur sem fer fyrir Íslands hönd, Kræst hvað ætli þetta kosti?, snuff....allt of miklum peningum varið í þetta.
Íslenska bjartsýnin borgar sig, við erum að fara að vinna þetta eins og alltaf ha ha ha.
Blomst
Athugasemdir
Jahá, íslenska bjartsýnin borgar sig greinilega. Frábær flutningur hjá stúlkunni í gær og glæsilegt að komast áfram. ÁFRAM ÍSLAND!
Ísbjörn, 13.5.2009 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.