Sumarfrí og fleira

Hér hefur allt verið steindautt eins og mörgum öðrum bloggsíðum síðan Fésbókin hóf að tröllríða landanum. En það gengur ekki.

Sumarfríið mitt hófst 6. júlí og alla dagana er búið að vera frábært veður, eiginlega of heitt að mínu mati, ég pantaði ekki spánarfrí frekar en venjulega af því að ég er ekki hrifin af miklum hita, maður er sveittur daga og nætur, ég er ekki að fíla það, en sumir elska þetta og ber ég virðingu fyrir því og reyni að þegja. Ég fór keyrandi með soninn og yngri dótturina á Ísafjörð 8. júlí og heim aftur 10. júlí, heimsóttum við eldri dóttur í þennan stutta tíma, sú eldri fékk svo far með mér í Búðardal til að fara með kærastanum á ættarmót, en sú yngri varð eftir á Ísó til að hjálpa til við barnapössun hjá bróður mínum. Það var fínt að koma heim aftur þó stutt væri. Mér finnst æðislegt að dúllast með einkasyninum í fríi, við sofum út og tökum tarnir í dugnaði t.d. gerðum slátur, sultu ofl.

Þetta er ljúft, heimilið okkar er alltaf að taka á sig meira heimilisbrag og er blómið að róta sig vel hér í þessu húsi, á þessum stað Smile.

Ég elska að vera svona heima og þurfa ekki að hugsa um vinnuna, fer að vinna aftur 4. ágúst Angry, er ekki að nenna því.

Kveðja

Blómið í blóma


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband