Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Reykskynjarar ekki á öllum heimilum :(

Mér finnst þetta sorglegt, að fólk skuli ekki huga betur að sér og sínum, allavega hef ég þá reglu að leita að reykskynjara á heimili áður en ég fer að sofa ef ég er gestkomandi þar á bæ. Þetta var eitt af því sem pabbi lagði mikla áherslu á, á mínum uppvaxtarárum. Hjá mér er,  og verður reykskynjari í hverju herbergi.

Reyklausa blómið


mbl.is Brunavörnum verulega áfátt á heimilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mini pops og aftur til fortíðar

Herðapúðapopparar enn á ný 

2ut2mc5

Ég fór allt í einu að hugsa um þessa plötu í dag, vá hvað maður hlustaði á hana.

Sjá hér Abba Medley syrpu af plötunni http://www.youtube.com/watch?v=JE_b5YQ-u1A&feature=related

OG

Michael Jackson fallegi

Michael_Jackson_Thriller-front

Michael_jackson_bad_1

 

Smá í viðbót, munið þið eftir þessum ?  The Art Company. Þeir áttu frábærlega vinsælt lag í kringum fermingu minnir mig. Hvaðan voru þessir gaurar ? Ég held frá Hollandi.

the_art_company-susanna_s

Lagið er hér http://www.youtube.com/watch?v=PMmwJr9ghZY&feature=related

Af hverju eru ekki til tímavélar ?

Og eitt enn, ég er á flippi hérna, fæ fiðring í magann og allt, minningar eru frábærar tilfinningar.

Cutting Crew- (I Just) Died In Your Arms

http://www.youtube.com/watch?v=7iWIITLKEMM

740539_356x237

 Og eitt eitt enn:   

Eurythmics-Sex Crime (1984)

http://www.youtube.com/watch?v=zT1H9gafkfE

eurythmics_revenge

 

Fermingarbarnið  1984


T & T = Törn & Takk

Jæja það kom að því að gamla konan ég hrykki í gírinn eins og gömul Lada. Núna sl. þrjá daga hefur verður rótgangur á Klöpp. Svefnherbergin þrjú sem eftir eru eru óðum að taka á sig mynd, og er vonandi bara eftir síðasta umferðin á þau, búin að mála loftin og þá er hægt að fara að leggja parket og svo fataskápar góðan daginn InLove.

Loksins gat ég skitið í lófana eftir langa tregðu Crying, ha ha ha ha ha.

Nú er það bjartsýnis blómið sem skrifar hér inn.

Það sem er hægt að gera á nokkrum dögum er ótrúlegt, en þetta er allt mínum laghenta og þúsundþjala eiginmanni mínum að þakka, þvílíkur dugnaður og agi á einum gaur Heart.

Á meðan við erum í stuði þá situr annað á hakanum eins og t.d. þvottur og uppvask ofl á heimilinu, það reddast.

Nú verð ég að fara að sofa kl. er 01:04 og vinna í fyrramálið, vonandi vakna ég Wizard.

TAKK fyrir allt sem ég hef og á, verum þakklát og bjartsýn og þá gengur allt betur, ég er að reyna að venja mig á að segja takk út í loftið oft á dag, því það er svo margt sem við getum þakkað fyrir.

 

 

Hégómastrumpur

 


Meinhorn og Buff

Stöðvið tímann........Sick

Ég skil þetta ekki, klukkan er á hraðspóli alla daga, sérstaklega klukkan í vinnunni, ég vann aðeins lengur í dag og fór svo aftur að vinna í tvo tíma í kvöld, til að ná upp tíma.

Ég er ekkert sérstaklega mikil Pollýanna í dag, frekar í meinhorni Matthildar eða eitthvað svoleiðis.

Ég er svartsýn á að við náum langt inn í hús næstu 44 dagana.

Ég er ógeðslega svekkt út í stjórnendur landsins okkar, getum við ekki sett þessa stjórn af ?Crying , ég sé ekki að þeir hafi staðið við neitt af því sem þeir lofuðu þann 6. okt. Undecided Allt er þetta eitt stórt samsæri og allir búnir að kúka upp á bak.

Nei nú ætla ég að hætta, nenni ekki að vera svartsýn.

Eins og segir í laginu með Buff:

Hættu að væla reyndu að herða upp þinn hug

Vísa skaltu biturð og bölsýn á bug

Engan trega þú munt ná alla leið

því að fara Þrengslin ef að heiðin er greið

Hættu að vaska upp og gráta um leið

sérðu ekki að þetta er breytingarskeið

Engan trega þú munt ná alla leið

því að fara Þrengslin ef að heiðin er greið

Ég skal reyna....Pouty

Amen


Bloggleti í nóvember byrjun

Takk fyrir að kvitta hjá mér, alltaf gaman að fá smá hint um hver er að lesa. Ég hvet ykkur til að halda áfram að kvitta því þá fáið þið löngu bulluræðurnar frá mér.

Héðan er allt fínt að frétta allir ferskir og mér sýnist að þessi mánuður ætli að hlaupa hratt eins og hinn á undan, skil þetta ekki, það er nóg að gera í vinnunni og heima og mér finnst ég vera í endalausu  kappi við klukkuna, hún gengur alltof hratt. Bara 49 dagar til jóla og pressan eykst,  ég ætla ekki að vera með neinar yfirlýsingar um hvenær við náum að klára húsið að innan, við erum að vinna bæði inni og úti og reyna að klára bæði,  það er nefnilega líka pressa úti,  því fokheldisvottorð fæst ekki fyrr en allar flísar eru komnar á, ég er búin að læra það að það er ekki hægt að setja tíma á svona byggingaferil, ég hef náð þroskanum sem húsbyggjandi eða einyrki eins og við erum með okkar fjórar hendur við hjón.

Mig dreymir um að baka og elda, ég sem hef alltaf fullyrt að ég eigi bara heima í þvottahúsinu ekki eldhúsinu, að nú verð ég að éta það ofan í mig að ég sakna eldhússins, hugsa um þvílíka rétti og kökur sem ég þykist ætla að elda og baka eftir að við fáum eldhús. Sideways

Sonurinn og dóttirin hafa verið dugleg að heimsækja fína bókasafnið sem er hér í bæ og er Fríða örugglega langt komin með að lesa allann bókaflokkinn sem hún les og Baldur tekur líka bækur með heim og við lesum á hverju kvöldi allavega eina bók, mér finnst það yndisleg stund að lesa fyrir hann, það er sko beðið eftir því að hann fái loksins alvöru rúm og stóra sæng, barnið sem er orðið 4ra og hálfs árs gamalt, ekkert grín að búa í bílskúr Woundering, hann sefur sjaldan í litla rimlarúminu sem hann á að sofa í, heldur er betra pláss í mömmu og pabba rúmi InLove. Þetta styttist allt saman.

Við erum að sparsla loftin og pússa í herbergjum og þvottahúsi og svo fer málun í gang vonandi fljótlega. Ég þarf að setja inn myndir fljótlega.

Þetta er allt saman æðislegt Cool, á maður ekki að vera bjartsýnn á þessum síðustu og verstu tímum, munum líka að það eru allir á lífi þ.e.a.s. eftir kreppu og við eigum að vera þakklát fyrir það sem við höfum, sérstaklega heilsu og fólk, hitt eru eins og ein fyrrverandi samstarfskona mín sagði alltaf: GERVIÞARFIR.

Munið þetta Wink

Ég hef ekki enn fundið fyrir blómaeinkennunum en þau koma kannski þegar snjórinn kemur Sick, ef hann vogar sér að láta sjá sig á mínu svæði.

Græna þruman


Aftur helgarlok

Nei hættu nú, tíminn líður of hratt núna, aðeins að hægja ferðina takk.

Ég fer í blogg frí ef ég fæ ekki kvitt frá þér Shocking

Mig dreymdi að tennurnar mínar væru allar að brotna upp, ekki í stórum heldur smáum brotum hægt og hægt. Hvað getur það merkt ??? Er ekki einhver draumaráðningarséní sem les ?

Var á frábærri árshátíð um helgina, og ætla að fara snemma að sofa.

Blómið


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband