Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
19.4.2009 | 16:18
Ákveðinn ungur drengur
Smá saga um minn sjálfstæða 5 ára dreng
Við fórum saman í Bónus áðan og ég fór til að finna eitthvað í matinn og kaupa mjólk í kælirinn og hann ætlaði að skoða í einhverja hillu nálægt. Svo þegar ég kem út úr kælinum þá finn ég stráksa hvergi, ég leitaði eins og geðsjúklingur og var farin að hugsa ýmislegt skrítið og fannst á tímabili að ég hefði bara haldið að hann hefði verið með mér. Ég skildi kerruna eftir og kíkti út að bíl og inn á klósett en hann gufaði upp. Ég þorði ekki að fara heim, því ef hann væri fastur eða hefði falið sig. Svo ég beið og hélt áfram að rúnta um og þá kemur hann inn með pabba sínum, þá hafði hann bara hlaupið heim því hann fann ekki mömmu. Mamman var ekki með gsm símann sinn. Það er svaka hvasst hérna og ég í raun hissa að hann hefði þorað. Hann sagði við pabba sinn: mamma var að kaupa mjólk og ég fann hana ekki, en hann var ekki grátandi eða hræddur. ég hef ekki taugar í svona drengi....úff, ég er enn að jafna mig.
Mamma Emils í Kattholti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.4.2009 | 20:06
Ef þú ert súr, vertu þá sætur
Mér hefur aldrei líkað við skápa þar sem eldhúss ruslið er geymt og ég lærð það á minni dvöl í bílskúrnum þar sem engir voru skáparnir að lífið er fínt án ruslaskápa, ég keypti stóra fötu/tunnu sem er bleik úr plasti, og reyndist svona líka vel, keypti poka á rúllu í Rekstrarvörum og var laus við að passa upp á fullar litlar ruslatunnur og skápa sem verða skítugir. Nú erum við með í nýja eldhúsinu tvær litlar tunnur og finnst mér þær alltaf vera fullar. Er að spá í að reyna að fá mér
Svona Brabantia tunnu, en læt örugglega þessa bleiku duga að sinni.
Ýmislegt hefur drifið á daga okkar m.a. tannlæknaferðir og bæði sonur og yngri dóttir fengu bólusetningu 14 ára og 5 ára, drengurinn verður 5 ára á morgun 7. apríl og er það mikil tilhlökkun. Við héldum veislu fyrir fjölskyldu og vini hans sem eru ekki á deildinni hans á leikskólanum, svo er afmæli fyrir 12 krakka af deildinni á morgun, það verður stuð.
Annars er verið að plana ýmislegt skemmtilegt um Pauskana.
Annars heyrði ég lag í útvarpinu áðan, gamalt lag með Olgu Guðrúnu Árnadóttur, frábær texti sem á vel við í okkar þjóðfélagi í dag, við megum ekki gleyma okkur og verðum að hugsa jákvætt.
Ef þú ert súr
vertu þá sætur
sjáðu í speglinum hvernig þú lætur
ekkert er varið í sút eða seyru
teygðu á þér munnvikin út undir eyru
Galdurinn er að geta brosað
geta í hláturböndin tosað
geta hoppað hlegið sungið
endalaust
Ef þú ert fýldur þá líkistu apa
eða krókódíl sem er af fúll til að gapa
ekkert er varið í sút eða seyru
teygðu á þér munnvikin út undir eyru
Galdurinn er að geta brosað
geta í hláturböndin tosað
geta hoppað hlegið sungið
endalaust
Lag: Ólafur Haukur Símonarson
Texti: Ólafur Haukur Símonarson
Hláturblómið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)