Nú er frost á Fróni

Hæ hó, holtakex

Gleðilegan bóndadag, þorrinn er mættur í öllu sínu veldiWoundering Og Ísfirðingar til hamingju með Sólarkaffi daginnSmile.

Já í dag vöknuðu íslendingar við það í útvarpinu að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bað fólk að halda sig heima fyrri part dags vegna ófærðar og veðurs, já mér skilst að það sé meiri snjór í Reykjavík heldur en hér, en auðvitað er þetta meiri snjór en oft áður á þessu svæði.  Mér finnst þetta fyndið að sjá alla þessa smábíla (oft illa búna). Þetta er nú ekki svona slæmt eins og fólki hér finnst, allavega finnast okkur Vestfirðingum þetta ekki vera neitt, ég er í vinnunni í dag á mínum Nike íþróttaskóm og ekki þurfti ég að klofa snjóinn, snjórinn nær rétt upp að skóm. Subaru-inn minn stendur sig vel í þessari færð (ekki ófærð) en ég verð að segja að Skagamenn eiga ekki til nein tæki til snjómoksturs, það finnst mér leiðinlegt, því maður þarf að keyra í þessum þæfingi í marga daga og svo hef ég þá grunaða um að salta í súpuna og þá versnar það um helming og verður einhvern veginn erfiðara að stjórna bílunum. Menn segja mér að þetta hafi ekki gerst í 10-15 ár að snjór sé svona mikill og lengi hér á Skaganum. Ég sakna STÓRU snjómoksturstækjanna frá Ísafirði, gæti alveg þegið eitt stykki hingað. En það er ekki á allt kosið í þessari veröld, og bara gaman að þessu öllu saman. Það hlýtur að fara að vora, ég var allavega ekki að panta þennan snjó, mér væri sama þó ég sæi hann aldrei afturWhistling, hann má vera í fjöllum fyrir skíðafólkið en í byggð, NEI TAKK. Úrkomu hlé takk fyrir, nóg komið af því.

Gluggar og hurðir komu í hús á miðvikudag og er verið að undirbúa ísetningu, og þegar veðrið batnar þá verður hafist handa við það. Svo er einangrunin í loftið komin í hús líka og er húsið fullt af ull.  Meee.

Góða helgi

M.K


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ, þið fáið greinilega snjóinn þarna fyrir sunnan! Hér er bara temmilegt, mætti alveg vera meira! Góða skemmtun á sólarkaffinu í kvöld.

Kveðja af Engjaveginum

Sirrý (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 11:24

2 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Já það er greinilegt, ég sprakk úr hlátri þegar ég sá tækin sem eru að "hefla" ha ha ha götuna hér fyrir framan. Gamall hefill er betra en ekkert . Skaga menn eiga bara stórar vélar til að grafa fyrir holum og grunnum, en ekki til að skafa.

Arndís Baldursdóttir, 25.1.2008 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband