Mig langar í hlýjan bílskúr

 

Ég hef verið það heppin í gegnum tíðina að ég hef nánast alltaf átt bílskúr, sem ég hef getað sett bílinn minn inn og farið á hlýjum bíl út í kuldann. Þennan vetur reynir á þolinmæði mína, þar sem við búum í blokk og þar er enginn bílskúr og bílskúrinn í nýja húsinu ekki tilbúinn. MÉR ER SVO KALT, hvenær tekur þetta enda þessi snjó-kulda tíð, ég átti satt að segja ekki von á þessu, hélt í sakleysi mínu að það væri mildari vetur hér sunnar á landinu, allavega ekki veturinn 2007/2008, hvað sem verður meira. Veðurfræðingar segja að á sunnudag sjáist koma smá heitara loft í kortin. Ég er greinilega kuldaskræfa þó ég telji mig vera hraustan Vestfirðing. Andrea keyrði vestur í dag með Kára sínum og gekk ferðin vel hjá þeim, veðrið var gott og fallegt. Baldur minn er með kvef, hósta og smá hita. Annars er lítið að frétta héðan frá Suðurpólnum, allt við það sama, við Zíamz systur Dizzy og ég erum að skipuleggja fermingarferðina okkar með fermingarbarnið í skemmtilegu borgina í apríl, erum að reyna að fá vinkonur með okkur í þessa ferð, sjáum hvernig það gengur. En spennandi er það. Ég er svo löt núna, langar mest að skríða undir sæng, kannski maður geri það bara. Góða nótt kæru vinir. 

M.K

garage-toit-2pans-logo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ hvað ég skil þig varðandi þetta bílskúrsleysi Ég vildi líka að ég ætti hlýjan bílskúr 

Þolinmæði!!!!

Gabríela (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 09:15

2 identicon

Sko, þetta veður er bara til að venja þig við suðurpólinn og svo að þú saknir ekki æskuslóðanna á westurpólnum of mikið.

En ég vona að okkur takist að plata liðið með okkur til Køben. Það yrði nú aldeilis sérdeilis dejligt. Helv... hafmeyjan bíður okkar.

Bølle Bob

Dizzy (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 10:18

3 identicon

Bara að kvitta fyrir mig. Fylgist orðið reglulega með blogginu. Takk fyrir skrifin í gestabókina. Já það var margt brallað í den.  Ætla að flýja kuldann og skella mér til Flórída á eftir.  Njóttu frostsins á meðan. :)  Kveðja, Lilja Dóra

Lilja (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 13:17

4 identicon

Skil þetta með bílskúrinn, get ekki beðið eftir að nota minn nýja, 2 dagar í flutninga. Urðavegurinn mokaður og fínn en Engjavegurinn eins og léleg Rallýbraut. Kem ekki flutningabíl hingað eins og færðin er núna!

Bestu kveðjur í snjóinn úr snjónum.

Sóley Vet (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 14:55

5 identicon

hæhæ, bara að kvitta fyrir innlitinu.  Kíki reglulega á þig.

Biðjum kærlega að heilsa og sérstakar kveðjur til Baldurs stóra frænda. 

Sirrý (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband