Eurovision vangaveltur Arndízar

Ég verð alltaf jafn spennt á hverju ári þegar kemur að því að velja "The song"  fyrir okkur Íslendinga, við erum auðvitað alltaf jafn sigurviss. Ég man í fyrra að ég var svo reið og ákvað að hætta að horfa á þetta helv......Angry,  ég sagði þá að við ættum að hætta að ausa peningum í þetta, við hefðum engan séns í þessi austantjaldslönd, þeir kjósa bara þá sem eru "nágrannar" þeirra, eins og reyndar okkur hættir til að gera líka, alveg furðulegt og sama hvað söngvararnir eru lélegir. Þetta snýst ekki lengur um sönghæfileika því miður, ég er svo mikill söngfugl og hef svo gaman að þessu. Nú verður þetta með öðru sniði skilst mér, þrjú kvöld  18 eða 19 lög  í einu og 10 komast áfram í tveimur undanþáttum (vona að ég fari með rétt), tölfræðilega ættum við að komast upp úr undanúrslitunum, við bara verðum Happy.

Lögin 8 sem hafa verið að koma út úr Laugardagslögunum í vetur eru misjöfn og ólík, en mörg hver af öllum lögunum sem komu fram í þáttunum eru mjög flott.

Þau sem keppa á laugardagskvöldið 23. febrúar 2008, eru:

Gef mér von Flytjandi: Páll Rósinkrans
Höfundur: Guðmundur Jónsson

Hvað finnst mér um: Gef mér von?    Ofsalega fallegt og flott lag eins og lagasmíðar Gumma Jóns eru, en þetta lag hentar ekki í þessa keppni.Blush

Núna veit ég Flytjandi: Magni Ásgeirsson
Höfundur: Hafdís Huld Þrastardóttir

Hvað finnst mér um: Núna veit ég?    Mmm...Ljúft lag en á ekki heima í svona keppni, held að Magni hafi fengið stigin en ekki lagið.Woundering

In your dreams Flytjandi og höfundur: Davíð Þorsteinn Olgeirsson

Hvað finnst mér um: In your dreams?    Davíð Olgeirs finnst mér svo mikið krútt, ég heyri mikla Bítlatóna í þessu lagi,  mjög gott lag en held að við vinnum ekki út á það.Joyful


Hvað var það sem þú sást í honum? Flytjandi: Baggalútur
Höfundur: Magnús Eiríksson

Hvað finnst mér um: Hvað var það sem þú sást í honum?    Töff lag en hittir ekki í mark hjá mér, ég er ekki hrifin af svona kántrý lögum.Blush


Fullkomið líf Flytjandi: Eurobandið
Höfundur: Örlygur Smári

Hvað finnst mér um: Fullkomið líf?    Vá, hafið þið heyrt byrjunina á laginu, alveg eins og eitthvað rosalega Austur-Evrópulag, ég er bara nýbúin að fatta þetta. Þau ætla að vinna þessa keppni, svo er Palli sæti víst komin í lið með þeim og lagið komið yfir á ensku og búið að bæta meira techno í það. Ég spá alveg eins þessu lagi sigri hér á laugardaginn, Regína Ósk og Friðrik Ómar eru líka með bestu söngvurum landsins, ef það skiptir máliCool. Glæsilegt lag og verður pottþétt vel flutt.

Hvar ertu nú? Flytjandi: Dr. Spock
Höfundur: Dr. Gunni

Hvað finnst mér um: Hvar ertu nú?    Heillar mig alls ekki, en margir gárungar þarna úti eru hrifnir af húmornum, en hey.........þetta er söngvakeppni. Ekki dýragarður.


Ho, ho, ho, we say hey, hey, hey Flytjandi: Merzedes Club
Höfundur: Barði Jóhannsson

Hvað finnst mér um: Ho, ho, ho, we say hey, hey , hey?    Töff lag, ég var alveg viss þegar ég heyrði það fyrst í laugardagslögunum að þarna væri komið sigurlagið okkar, en skipti svo snarlega um gír á laugardagskvöldið þegar þau fluttu það aftur, það var komið svo mikið óöryggi í lagið, söngkonan ekki lengur með effect í mike-inum og komin bakrödd, þetta hljómaði ekki alveg nógu vel, því miður. Þau bæta vonandi úr því, því þetta er svaka töff atriði, svo er Barði svo skemmtilega aulalegur. Það gæti unnið.Happy 

Don't wake me up Flytjandi: Ragnheiður Gröndal
Höfundur: Margrét Kristín Sigurðardóttir

Hvað finnst mér um: Don´t wake me up?    Ofsalega hreint og tært lag og líkt öðrum  lögum sem Margrét Kristín hefur samið, ég er ekki að falla fyrir stílnum hennar, og þó að Ragnheiður Gröndal sé æði hér á Íslandi held ég að við gætum ekki sent hana, það er samt eitthvað í þessu lagi og atriði sem er heillandi, og flottustu bakraddir á landinu. Þetta lag gæti komið okkur á óvart.Wink

Spurningin er þá hvaða lag frá okkur fer til Belgrad í Serbíu í maí ?

Koma svo með skoðanir og comment...........og ég vil vita hver þið eruð sem eruð að lesaBandit, ég bít ekki.

Yfir og út

Euro-blómið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl, ég bara varð að commenta hjá þér og segja þér að ég er alveg sammála með lagið sem Eurobandið flytur, og þau Regína og Ómar eru æðisleg. Vona að þau slá í gegn og taki þetta svo endanlega úti..það yrði bara glæsó....;) kv Gunna

Gunna (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 23:35

2 identicon

Ég er bra að commenta fyrir að hafa lesið þessa færslu  ég verð að viðurkenna það að ég horfi ekki á laugardagslögin og er eiginlega bra alveg slétt sama hvað lag við sendum út því eins og þú sagðir þá eigum við engan séns í þessi austantjaldslönd

Rúna (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 08:44

3 identicon

Ég er með skoðanir á þessu, heldðanú!

Þar sem þessi technó lög verða pottþétt í efstu sætunum hérna heima þá vona ég að Friðrik og Regína vinni. þau geta sungið. (Ég dett reyndar alltaf inn í lagið hans Páls Óskars, Allt fyrir ástina, þegar ég heyri Fullkomið líf).

Þó að Merzedes Club sé svo sem ágætis skemmtiatriði þá er þetta jævlans trommudæmi orðið úrelt..... það er búið að ofnota svoleiðis atriði eftir að Ruslana vann árið 2004 og ég er sammála með sönginn síðast, langt frá því að vera góður. Og ég get varla minnst ógrátandi á þessi appelsínugulu vöðvabúnt...kommon!!!! Barði Jóhannsson sannaði samt að hann er með húmor og að hann getur hrist júróvision lög fram úr erminni eins og ekkert sé. Mér finnst hann fyndinn.

Annars finnst mér lagið sem Ragnheiður Gröndal syngur alveg indælt og það er svo sem aldrei að vita hvernig því lagi gengi úti. Held samt að það sé ekki nógu sterkt lag. Kannski eru samt margir komnir með nóg af þessum lögum sem allir halda að vinni!

Hin lögin.... Gef mér von með Páli: fínt lag og mér finnst Palli Rós alltaf með ææðislega rödd. Núna veit ég með Magna: líka fínt lag og betra eftir að það var rokkað aðeins upp með gítarnum. In your Dreams með Davíð Olgeirs.... eitt orð "MIKA". Alltof Mika eftirhermulegt finnst mér. Baggalútur og Maggi Eiríks..... skemmtilegt finnst mér, enda fíla ég kántrí og enn meira Baggalút, en ekki til að senda út. Hvar ertu nú með Dr. Spock...jahá allt er nú til, húmor í þessu kannski en pleh... það er allt sem ég hef um það lag að segja.

Þaðernebbnilegaþað!

Hilsen

Dísa Euro

Dizzy (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 10:15

4 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Vei vei vei, takk fyrir commentin stelpur, já Dizzy-Euro-rað, manstu ? Gott að fá viðbrögð við þessu. Áfram með hina .

Arndís Baldursdóttir, 20.2.2008 kl. 10:37

5 identicon

Þú ert nú bara snillingur. Ekki hef ég pælt mikið í þessu og verð að segja eins og er að ég vissi ekki einu sinni hvaða lög voru komin í úrslit. Mitt lag komst ekki áfram svo ég hef lítið fylgst með. Ég er svo væmin að ég hélt með lullaby for Peace (eða hvað það heitir nú). Svona fjölþjóðlegt lið að syngja um frið, flaug beint í mína friðelskandi sál. EN komst ekki áfram. En ég ætla að halda með Regínu og Ómari af því þau eru frábær (er reyndar ekki alveg viss um hvernig lagið hljómar en það er allt í lagi).

Bestu kveðjur að Westan (er sem sagt orðin tengd á ný, jibbí)

Sóley Vet (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband