24.2.2008 | 00:49
Eurobandið fer til Serbíu í maí : )
Skipuleggjendur Laugardagslaganna í Sjónvarpinu mega ver stolt af þættinum í kvöld, opnunaratriðið var STÓRKOSTLEGT, ég hélt ég myndi missa húðina, svo mikil var gæsahúðin þegar Páll Óskar og co. komu með lögin okkar í syrpu, vá hvað sviðsmyndin var flott, hreint út sagt æðislegt.
Ég var nú frekar sannspá fyrir úrslitunum í hugleiðingum mínum hér fyrir neðan. Ég er sátt við úrslitin, Eurobandið stóð algjörlega upp úr og gott að náðu sigri, þó fannst mér allir mjög góðir nema Dr. Spock og Merzedes Club, þetta sándaði ekki nógu vel hjá þeim því miður. Ragnheiður Gröndal var æði og líka Davíð Olgeirs. algjört æði, vel flutt hjá þeim.
Algjör veisla fyrir íslenskt söng- og tónlistaráhugafólk.
Takk fyrir mig
Athugasemdir
Hæ Addý
ég er algjörlega sammála þér með þetta allt saman stórkostlegt sjóv
kv Hrafnhildur grasekkja
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 10:17
Algjörlega sammála með medley-ið í byrjun.. Getum við ekki bara sent það til Serbíu
Bið að heilsa prinsinum
Tinna (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 13:57
Ég kættist mjög þegar tilkynnt var að Hó hó hó væri í öðru sæti, svo mikið að mér var eiginlega bara sama um restina. Það vann allavega ekki. Eurobandið valtaði yfir þau á endanum með miklum stigamun skilst mér.
Hilzen
Dizz
Dizzy (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.