Páskarnir góðu

Á föstudaginn langa hefur verið sú hefð hjá okkur að halda matarboð með tilheyrandi páskamat (alltaf sömu réttirnir), í fjöldamörg ár voru þetta mjög fjölmenn matarboð og partý, allt upp í 15-20 manns, heilu hljómsveitirnar hafa verið í mat hjá okkur þegar við bjuggum í Pólgötunni. Eftir því sem við verðum eldri og settlegri, þá hefur þetta verið að breytast, fórum m.a. út að borða á föstudaginn langa í hitti fyrra, en í fyrra lá hluti af fjölskyldunni í ælupest þannig að ekki var hægt að fara. Í ár erum við á nýjum stað með nýju fólki, og vorum við í allan gærdag að vinna í byggingunni okkar og ætluðum ekki að gera neitt sérstakt, en það finnst "aðdráttaraflinu ekki ganga"  það æxlaðist þannig að til okkar kíktu kunningjafólk í bygginguna í gær og svo þurfti maðurinn að hringja í Gylfa seinna um daginn, og þá var ákveðið að þau kæmu í mat til okkar, sem var frábær hugmynd, Gylfi setti upp kokkahúfuna og töfraði fram karrý-rækju-hörpudiska réttinn góða sem öllum finnst svo góður, þannig að kvöldið endaði óvænt með góðu fólki á spjalli við kertaljós og hvítvín, alveg meiriháttar að breyta aðeins til, flest öll kvöldin í vikunni höfum við verið dauðþreytt og hálf sofandi á kvöldin.

Við hugsum mikið til allra vinanna okkar fyrir vestan þessa dagana og sendum ykkur knús, taki til sín sem vilja Kissing.

Að lokum ætla ég að játa ást mína á Páli Óskari Hjálmtýssyni bæði honum og tónlistinni hans, gvöð hvað hann er fokking gordjöss, fullkominn náungi, algjör snilli. Hann átti afmæli 16. mars sl. þessi elska, er fæddur sama ár og ég Joyful. Hann var vel að verðlaununum kominn sem hann fékk á Íslensku tónlistarverðlaununum. Hann syngur líka á íslensku, i love it.Cool

 getImg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mmmmm.... karrýrækjurétturinn og nautapottrétturinn hans Gylfa!!! Ekkert annað fullkomnar pauskapartýi . Bestu pauskapartýin voru í Pólgötunni....sjaaaaat hvað var nú alltaf gaman hjá okkur . Við ákváðum að vera nú ekkert að trufla ykkur þessa pauskana, enda nóg að gera hjá ykkur. En við höldum bara pauskapartý á næsta ári, nema við skellum okkur bara hele húbben á Aldrei fór ég suður, ég á alveg eftir að prófa þá hátíð.

En ég er sko algjörlega 120 prósent sammála þér með Pál Óskar, heiðursfélaga í Hannó West. Hann ER fokking gordjöss eins og hann sagði sjálfur . Mér fannst hann æði þegar við vorum saman í fermingarfræðslu á hanabjálka í Dómkirkjunni veturinn '83 til '84 og það álit hefur ekkert breyst öll þessi ár. Hann var sá eini sem var duglegur og lærði eitthvað fyrir tímana, allavega rétti hann oftar upp hönd en nokkur annar. Svo fermdumst við 1. apríl 1984 og hann sagði mér, þegar ég hitti hann fyrir einhverjum árum í partýi á Akureyri, að hann hefði aldrei sótt fermingarhópmyndina sem var tekin í kirkjunni. Ég sótti hana heldur aldrei. (Ég man reyndar fyrst eftir Palla þegar ég sá hann í leikritinu Gúmmí Tarzan, þá var hann mjög ungur, ætli hann hafi ekki bara verið 12 ára).

Eníhá, hilsen á Skagann.

Dizzy

Dizzy (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 10:54

2 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Já Gylfa fannst bara eitt vanta þegar hann var að elda núna á föstudaginn langa, það vantaði Dízu, að sniglast í kringum mig, eins og hann orðaði það. Paul Simon á fóninum.

Arndís Baldursdóttir, 25.3.2008 kl. 11:09

3 identicon

OMG, sakna ekkert smá pauskapartýanna og ekki síst matarins. Var einmitt að segja frá þessum föstu liðum um helgina og ég fékk hreinlega gæsahúð við upprifjunina. Ég djammaði ekkert um páskana, fór ekki neitt, fór ekki á Aldrei fór ég suður og ekki á SSSól ballið. (Held það vanti alveg Hannó West til að maður geri eitthvað svoleiðis) en fór hins vegar tvisvar á skíði, ég af öllum!

Bið kærlega að heilsa ykkur öllum.

Sóley Vet (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband