Sakna Ísafjarðar og þín

Nú fer í hönd mikil veisla á Ísafirði á morgun þegar Skíðavikan verður sett, þetta er án efa skemmtilegasti árstíminn fyrir vestan, og eftir að Aldrei fór ég suður hátíðin bættist við þá er þetta þvílíkt gaman. Það er á svona tímum sem hugurinn reikar "heim" og maður finnur smá saknaðarsting í maganum, ekki það að ég sé ósátt við lífið hér á Vesturlandinu,  þetta er bara einstök upplifun að taka þátt í þessu, þó við höfum nú ekki verið á skíðum fjölskyldan þá er stemmingin bara slík að horfa á allt mannlífið. Flest allir á Ísafirði fá gesti um páskana, það er svo gaman. Við komumst því miður ekki sem gestir þetta árið því við verðum að vinna í húsinu næstu mánuði í frítíma. En við látum okkur ekki vanta á næsta ári ég lofa því hér og nú og bið ég fyrir kveðju til fjarðarins Ísa þessa páska. Reyndar er stóra stelpan okkar fyrir vestan og ætlar sko að njóta þess í botn.

Fermingin hennar Fríðu gekk alveg æðislega vel, þetta var svo skemmtilegur dagur, við tókum daginn snemma við stelpurnar sú fyrsta vaknaði kl. 06:00 og svo koll af kolli, þannig að þegar klukkan var orðin hálfníu vorum við allar tilbúnar, komnar í sparifötin og svo sykursætar mæðgur, fermingarbarnið fór í greiðslu og Baldur fór í pössun, svo fórum við fjögur í kirkjuna og vorum þar með ömmum og öfum. Fríða var svo glæsileg, hárið á henni  svo gullfallegt, glæsileg greiðsla hjá henni Marín hjá Hárhúsi Kötlu. Þetta gekk allt upp, veislan var svo vel heppnuð þó fólk hafi mætt misjafnlega stundvíslega Errm. Maturinn var æðislegur og líka kökurnar á eftir Tounge. Mestu þakkirnar fær Gestur VINUR okkar sem fórnaði sér algjörlega fyrir okkur og bjó hjá okkur í tvær vikur og milli þess sem hann vann í húsinu með Gylfa og sveiflaði hamri eða sög þá sat hann og föndraði með mér bæði skraut og kökur, algjör gullmoli þessi drengur. Takk Hrafnhildur fyrir lánið á honum.Smile Svo fá ættingjarnir okkar líka þakkir fyrir hjálpina, Andrea, Pabbi og Herdís, Árni og Hrefna, Dísa og Ingimar mamma og Gunnar og Gunni, Geiri og Bóel. Og svo auðvitað fermingarbarnið, við töldum nöfnin í gestabókinni áðan og með þeim sem gleymdu að skrifa vorum við með veislu fyrir 77 manns, við erum rosalega ánægð með hvað var góð mæting.  Og kærar þakkir fyrir góðan dag og þakkir frá fermingarbarninu fyrir fallegar og rausnarlegar gjafir og óskir.

Annars er allt bara frábært að frétta af okkur, við verðum með einn gest um páskana, eina 13 ára vinkonu að vestan, gaman fyrir Fríðu.

Maður er hættur að þora að skoða fjölmiðla, það eru eintómar fréttir af hækkunum á eldsneyti og krepputalið alltaf að verða meira, shitt........   og við sem erum að byggja.....hvar endar þetta?

KnúsCool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það var sko ekkert að þakka Addý mín gott að hann gat hjálpað ykkur

ég hlakka til að hafa ykkur hér um næstu páska

kv Hrafnhildur

Hrafnhildur vinkona (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 10:01

2 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Gangi þér vel í húsbyggingum um páskana. Ég öfunda þig sko ekki að eiga þetta allt eftir. En það er rosalega gaman þegar maður er fluttur.

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 19.3.2008 kl. 13:23

3 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Takk fyrir það Þórdís, ég er svo sem ekkert mikið farin að púla ennþá, en ég skal verða flutt eftir 103 daga.

Arndís Baldursdóttir, 19.3.2008 kl. 13:41

4 Smámynd: Heiðrún Björk Jóhannsdóttir

103 dagar eru ekkert svo lengi að líða Addý mín... Ótrúlegt en satt.

Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 19.3.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband