27.3.2008 | 23:00
Hæðin og birtan
Ég horfði á Hæðina á stöð 2, fyrsta þáttinn á Skírdag og svo annan þáttinn í kvöld, mér fannst eftir fyrsta þáttinn, hvað voru þeir að velja Begga og Pacas í þennan þátt?, þvílík athyglisýki ó mæ, ég þekkti nú Begga hérna í gamla daga þegar ég var að alast upp þá bjó hann í húsinu við hliðina á okkur og við vorum vinkonur systir hans og ég, ég tek það fram að ég hef ekkert á móti samkynhneigðum í þessu tilfelli og ekkert sérstaklega á móti þeim Begga og Pacas, en ég held að þessi þáttur hefði verið meira svona "ekta" ef það hefði verið bara svona normal íslendingar í öllum tilfellum, því hin eru ósköp fín. Reyndar mega þeir eiga það að svefnherbergið hjá þeim var stílhreint og flott og þeir eru greinilega smekkmenn, en að mínu mati alltof ýktir, svo var í fyrsta þættinum verið að blanda því inn í að þeir hafi verið látnir fara úr vinnunni sem þeir unnu saman hjá. Það fannst mér líka svo ó-ekta eitthvað, en þetta verður gaman að fylgjast með þessu næstu vikurnar, sérstaklega af því að maður er nú að byggja, gaman að sjá hvað er í gangi við val á öllu inn í húsin.
Það er svo frábært hvað það er farið að vera bjart á morgnana þegar maður fer í vinnuna, og eins langt fram yfir kvöldmat. Það er að vora elskurnar, þó að það snjói akkúrat núna.
Athugasemdir
Sæl..... og fyrirgefðu framhleypnina...... en mig langar svo að vita.... Hvað eru "Normal" Íslendingar.....og hvernig í ósköpunum eru "Ónormal" Íslendingar...???
Fanney Björg Karlsdóttir, 27.3.2008 kl. 23:11
Sæl Fanney, það sem ég meinti er að mér finnst normal Íslendingar bara venjulegt fólk sem sker sig ekki mikið úr og er ekki fullt af athyglissýki, svo er ég ekki að segja að einhver sé "ónormal". Þetta er eflaust allt hið vænsta fólk og var ætlunin aldrei að gera lítið úr neinum. Þetta er bara mín skoðun .
Arndís Baldursdóttir, 28.3.2008 kl. 08:13
Ómæ, nú ætla ég að vera ósammála síamstvíbbanum mínum . Ég skil svo sem alveg hvað þú ert að meina, en mér finnst einmitt gaman að hafa fólk eins og Begga og Pacas í þættinum, þeir lífga bara upp á hann. Það fer svo sem ekki mikið fyrir Pacas og mér finnst Beggi bara vera hann sjálfur! Þættirnir verða bara meira ekta ef eitthvað er því svona eru Íslendingar, allskonar fólk . Það held ég nú.
En já, það er aldeilis orðið bjart á morgnana. En ég vona að það verði komið aðeins meira vor í Köben. Veðrið þar þessa vikuna hefur nú ekki verið merkilegt.
Hilsen
Dizzy
Dizzy (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 09:55
Já sem betur fer erum við ekki öll með sömu skoðanir í þessu blessaða lífi. Bara hið besta mál.
Jiii já það styttist í vorið okkar í Köben, æði .
Arndís Baldursdóttir, 28.3.2008 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.