Blóðbanka- bíllinn og stóri vinningurinn

Vertu hetja, gefðu blóð, stendur utan á Blóðbankabílnum, sem var staddur hér nærri í dag. Ég hef svo lengi ætlað að gefa blóð en ekki komist nálægt Blóðbankanum vegna búsetu.

Og viti menn, ég skellti mér inn í bílinn og fékk far, reyndar bara í reynsluakstur, því fyrst þarf að rannsaka hvort ég sé hæf, og ef ég reynist í lagi þá má ég gefa blóð  eftir tvær vikur,  mjög skemmtilegt.

Ég var einhverju sinni búin að fleygja því fram að ef vinir mínir sæju mig aka um á Nissan Pathfinder á götum bæjarins, þá hefði ég unnið stóra vinninginn. Ég keyri um á svona jeppa í dag góðir hálsar, en bara þangað til á morgun, því fíni bíllinn minn fór í smá heimsókn til vina okkar hjá Ingvari Helgasyni, að láta laga þéttilista og þeir lána fólki eins og mér bíl í staðinn,   en boj ó boj, að lána svona bíladellufólki draumabílinn, það getur ekki lofað góðu, ég verð úti að aka í dag Blush.

Arndíz Pathfinder

nissan_pathfinder2006_003_250


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðrún Björk Jóhannsdóttir

Alltaf úti að aka....

sjáumst í "strætó" á morgun

Ég veit ekki hvort ég get boðið þér í Terrano eftir þetta..?

Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 2.4.2008 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband