Fastir liðir eins og venjulega og umpottun fólksins nálgast

Eða ekki, ég hef nú ekki verið dugleg að blogga undanfarið, ástæðan er líklega bæði andleysi og annir. Ég fæ mörgum sinnum á dag hugmyndir að efni til að setja hér inn til að skemmta mér og öðrum, en svo man ég ekki alveg hvað ég ætlaði að hafa þetta sniðugt þegar ég loksins sest svo við tölvuna, þetta gæti verið gleymska, eða einhvers konar brestur?

Ég er rosalega stolt af manninum mínum, hann er svo mikill dugnaðarforkur, vinnur í húsinu öllum lausum stundum og gerir þetta allt sjálfur, hann er svona þúsundþjalasmiður, ég reyni að hjálpa eftir bestu getu, ásamt því að sinna börnum og heimili. Við vorum að tala um það í dag hvað það verður gaman að komast í sitt eigið húsnæði aftur, þokkalega sitt eigið þar sem við vinnum þetta sjálf flest allt, og ég tala nú ekki um að verða líka í fyrsta skipti í einbýlishúsi, það var gott að búa í raðhúsi, en örugglega ennþá betra að vera í einbýli. Við vorum líka að spá í að það eru 10 mánuðir síðan við fluttum frá firðinum góða og þó að við séum í rosalega fínni íbúð, þá höfum við verið í nokkurs konar útilega þessa mánuði. Við höfum bara tekið upp úr kössum þetta alnauðsynlegasta og ekki viljað hengja myndir á veggi til að þurfa ekki að sparsla mikið í leiguíbúðinni, ég hef t.d. ekki fundið mig hvorki í þessu eldhúsi eða þvottahúsi, við erum svona eins og blóm sem verið er að umpotta, þ.a.e.a.s erum geymd í vatni á meðan verið er að græja pottinn. Eins og ég elska vinnuna í þvottahúsinu, mér finnst það skemmtilegasta húsverkið ef aðstaðan er góð, og það verður hún í nýja húsinu. Veit einhver hverjir selja góðu sterku járn-hringsnúrurnar, eins og margir eru með í garðinum ?   Annars sagði sniðugur maður einu sinni við mig að til að láta þvottinn tolla á snúrunum hér í bæ, þá þyrfti að sauma þær fastar við snúrurnar,  hehe, ég er líka fín saumakona.

Einkasonurinn er á þvílíku sjálfstæðistímabili og óþekktarskeiði, vá, hvort það er aldurinn eða annríki foreldranna eða spilling í ömmu og afa landi, veit ég ekki, ég vona að þetta sé ekki komið til með að vera, hann sem hefur alltaf verið eins og ljós og verið svo rólegur. En hann er samt dásemd og er ekkert að hafa áhyggjur af því að eiga ennþá rimlarúm inni hjá mömmu og pabba (fær herbergi í nýja húsinu og rúm líka)Wink.

Stúlkukindurnar okkar eru í og að klára próf og hefur það allt gengið stórslysalaust fyrir sig vona ég.

Við erum svo oft spurð að því af alls konar fólki, hvernig okkur líki hér á skaganum?   Hvort við séum ánægð?  Fínt að svara þessu bara hér og nú: Cool    Ég segi alltaf við alla, við vorum ánægð í firðinum góða, og erum ánægð hér líka, hér er gott að búa og erum við sérstaklega ánægð núna að vera nálægt foreldrum okkar.  Og ég held í alvöru að við yrðum ánægð hvar sem við myndum ákveða að búa. Við erum ekki týpur sem erum að velta okkur upp úr hlutum og ákvörðunum, við lifum fyrir daginn í dag og mín lífsspeki er:  Lífið er lotterí, og ég tek þátt í því.

Ég fór með bílinn minn í ungbílaeftirlit í dag hjá www.ih.is  bara verið að tékka á hvort hann þroskist ekki eðlilega og gefa honum smá olíur. ég fékk annan bíl í staðinn á meðan http://www.nissan.is/nissan/bilar/x-trail/, maðurinn minn var hrifinn, en ég var ánægðust þegar Super bíllinn minn varð tilbúinn, hann er nefnilega æði.

Við erum búin að ákveða og panta flest inn í húsið, versluðum eldhústækin hjá Rafha, frábær þjónusta hjá þeim, völdum allt í Electrolux sem er sami framleiðandi og AEG, parket og hurðar frá Harðviðarval, mjög góð þjónusta hjá þeim líka, innréttingar og skápa kaupum við hjá Kvik. Gaman gaman.

Þeir sem kíkja inn á þessa síðu eru yfirleitt í kringum svona frá 15 - 18 gestir, sem mér finnst bara fínt, en þið mættuð nú alveg segja hæ eða kvitt, svo ég viti hverjir eru að lesa mínar hugrenningar, ekki vera feimin eða hrædd við mig, ég er svo langt frá því að vera gribba. Er það ekki annars ?Blush

Takk fyrir mig og loksins kom skrifandinn yfir migLoL

Blómið sem lifir í vatni "ennþá"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Ég er ekkert hrædd við þig svo ég skal kvitta fyrst!

Og ég horfi yfir sundin til ykkar á kvöldin!

Kveðja 

Þórdís 

Þórdís Einarsdóttir, 8.5.2008 kl. 00:13

2 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Huguð ertu Þórdís mín, takk fyrir og já gott að vita að það sjáist á milli okkar ljósin í bænum á kvöldin yfir sundin.

Arndís Baldursdóttir, 8.5.2008 kl. 08:00

3 identicon

Nenni sjaldnast að kvitta í gestabækur svo við skulum líta á þessa færslu sem kvittun fyrir öllum eldri færslum og einhverjum framtíðarfærslum líka. :-)

Það verður gaman þegar umpottun líkur og þið getið haldið áfram að blómstra á nýju heimili!

Ingimar (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 11:52

4 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Takk Ingimar, þetta er sko tekið gilt, aftur í tímann og fram í tímann, þú ert hér með laus allra mála.  Já við eigum sko eftir að blómstra .

Arndís Baldursdóttir, 8.5.2008 kl. 12:15

5 identicon

Ég kíki nú ansi oft inn hér þó ég nenni ekki að kvitta í hvert sinn þannig að ég á eitthvað af þessum færslum ...

Gréta (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 15:22

6 identicon

Kvitti kvitt. Alveg sammála um nauðsyn þess að kvitta annaðslagið fyrir innlitið.

Bíð spennt eftir að sjá herlegheitin þegar umpottun er lokið. En þú verður að muna að jurt sem nýverið hefur verið umpottuð þarf góða vökvun, þ.e. eftir að í endanlegan og nýjan pott er komið. Annars ná ræturnar ekki festu. Vertu því dugleg að skála fyrir þér og hinum duglegu jurtunum þínum þegar í endanlega búsetu er komið.

Bestu kveðjur af Urðarveginum.

Sóley Vet (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 20:30

7 identicon

Ég kíki á þig af og til!! kvitt kvitt

Helga Bryndís (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 22:11

8 identicon

Sama hér kvitt kvitt kíki reglulega, og var farin að sakna þess að fá fréttir af ykkur Addý mín gangi ykkur áfram vel með allt saman. 

Bestu kveðjur úr firðinum góða

 Hanna Mjöll

Hanna Mjöll (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 23:04

9 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Takk elskurnar,  það er ekkert smá gaman að sjá nöfnin ykkar Gréta, Sóley, Helga Bryndís og Hanna Mjöll, takk fyrir að vilja fylgjast með mér.

Þið eruð frábærar

Arndís Baldursdóttir, 8.5.2008 kl. 23:14

10 identicon

Jeminn eini, bara allt í einu tvö blogg, ég hélt að ég kíkti hingað inn á hverjum degi. Hlýt að hafa gleymt því í gær.

Eníhá, varð að kvitta áður en ég les nýjustu færsluna. Kannski ég kvitti bara þar líka. Þú færð engan frið hér eftir:)

Dizzzzz

Dizzy (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband