Sumar og yndislegheit

Gleðilegt sumar 

Jæja, loksins hef ég tíma og krafta til að skrifa hér inná. ég er búin að vera nánast alveg uppi í húsi að byggja, hef verið að skrúfa upp gipsplötur og veggi, svaka gaman, svo er komin hiti í húsið, það munar strax sérstaklega núna þegar það hefur kólnað aðeins aftur. Ég er búin að vera dauð í fótunum þegar ég hef skriðið hérna inn á kvöldin, að standa lengi er ekki alveg fyrir mig, ég er vön að nota afturendann í það hlutverk, sérstaklega í vinnunni Grin.

Ég skulda enn ferðasögu frá Köben, hún kemur einhvern tímann,  svo erum við búin að fá ælupest í heimsókn inn á heimilið, prinsinn litli byrjaði að æla, húsbóndinn fékk svo leiðindi í magann en ældi ekki, svo er það táningurinn frá Akureyri, hún og kærastinn komu í heimsókn á síðustu helgi, gaman að hafa þau og þau hjálpuðu mikið til í byggingunni, en fóru svo heim með hluta af fjárans ælupestinni, lögðust bæði, þessi grey.  Svo byrjaði unglingurinn  að æla aðfararnótt föstudagsins, og ég krossa fingur um að ég sleppi, ég skal.

Ég er með svona letidag í dag, en þó með smá tiltektarskömmtum, setja í eina og eina þvottavél og undirbúa unglinginn undir prófaviku. Gott að vera í rólegheitum.

Það eru nýjar myndir  af húsinu inni á síðunni sem prinsinn á LoL.

Mér finnst æðislegt að sjá grasið grænka hér í bæ, það er orðið fallega grænt.

Lifið heil, og muna að kvitta fyrir innlit Blush.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kvitt kvitt

Gréta (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 18:56

2 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Takk Gréta mín, gaman að fá kvitt frá þér, bestu kveðjur til þín og þinna.

Arndís Baldursdóttir, 27.4.2008 kl. 19:31

3 identicon

Má til með að kvitta. Gangi ykkur vel með húsið og batnið.

Sóley Vet (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 12:55

4 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Til hamingju með hitann í kofann!

Við vorum einmitt að skrúfa gifsplötur í loftið hjá okkur, reyndar í bílskúrnum enda þótti okkur ekkert nauðsynlegt að klára hann áður en við fluttum inn.

Ekki það að ég gerði minnst sjálf... rak inn nefið og hjálpaði til við tvær plötur, passaði börn og bakaði svo bara vöfflur!

Gangi ykkur vel með áframhaldið og batnið.

ÞE 

Þórdís Einarsdóttir, 28.4.2008 kl. 13:52

5 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Takk elzkurnar, you light up my life, gaman að fá comment.

Arndís Baldursdóttir, 28.4.2008 kl. 13:56

6 Smámynd: Heiðrún Björk Jóhannsdóttir

Kvitt kvitt. Ég hlakka til að lesa ferðasöguna thíhíhí...

Verst að geta ekki notað afturendann til að skrúfa upp gipsplöturnar

Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 28.4.2008 kl. 14:24

7 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Ðá ðá, þá myndu gipsplöturnar (sagt með sama talanda og nefmælta flóddelteppid góða) fljúga upp, ég tala nú ekki um ef ég fengi mér Tópas, þá þyrfti ekki einu sinni að skrúfa þær í .  Ha ha ha ha sælla minningar um flugdólgana sem flissuðu vegna ferðaspennunnar .

Arndís Baldursdóttir, 28.4.2008 kl. 15:28

8 identicon

Sæl Addý mín, kíki alltaf reglulega á bloggið þitt..... reyndar er ég ekki nógu dugleg að kvítta lofa að bæta mig í því

Leitt að ná ekki að hitta þig þegar ég kom suður, en þú fóst akkúrat til köben og ég var önnum kafin í vinnu

Vonandi heyrumst við bráðum....bestu kveðjur að vestan.

Gabríela Aðalbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 21:40

9 identicon

hæ elsku vinkona..

Ég er nú ekki dugleg að kvitta.  En gaman að fylgjast með ykkur.  Alltaf sami dugnaðurinn.  Allt fínt af okkur hér í borginni.  Förum til nepal á fimmtudaginn.

Verðum að reyna hittast í sumar þegar við komum aftur.  gangi ykkur vel og njótið sumarsins.

knús guðrún Anna

Guðrún Anna (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 15:53

10 identicon

kvitt kvitt :) knús á liðið:)

Anna Lóa (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband