9.5.2008 | 07:26
Snúrustaur réttu nafni
Ég fann út þetta með hringsnúrurnar í morgun með hjálp góðra vina og vinnufélaga. Það er fyrirtæki á Akureyri sem heitir Sandblástur og málmhúðun www.sandblastur.issem framleiðir þær, frétti reyndar líka að það væri fyrirtæki í Hafnarfirði sem annast sölu á vörum fyrir þá, ég googlaði þetta og fann það og það heitir Ferro Zink www.ferro.is. Ég hringdi þangað til að spyrja, af því að ég gæti auðveldað flutning og flutningskostnað með því að sækja til þeirra með kerru, ég kynnti mig: Góðan dag ég heiti Arndís og mig vantar þvottasnúrur, já segir strákurinn, en ég á bara snúrustaur (í eintölu) ég hugsa ó shit, ég er ekki á réttum stað, sá fyrir mér svona T snúrur, og ég fer að reyna að lýsa þessu fyrir honum og hann segir alltaf nei, ég á bara snúrustaur, og ég hélt áfram að spyrja: ertu að meina svona sem þú strengir band á milli tveggja staura ? Hann segir nei, þetta er bara eitt unit og efst á staurnum er króna , ég skildi ekki það sem hann var að lýsa og hann skildi ekki það sem ég var að lýsa, ég sagði, þetta eru svona hringsnúrur, og hann sagði aftur nei, ég er ekki með neinar hringsnúrur. Ok viltu lýsa þessum snúrustaur nánar fyrir mér segi ég og hann segir þetta vera fyrir eina holu en séu samsettir hlutir, já þá förum við að nálgast.......svo segir hann að það séu fjórir armar efst, og ég spyr hvort það séu strengd bönd eða snúrur á milli þeirra á mörgum hæðum og hann segir já og ég segi BINGO, þá eru þetta þessar snúrur sem ég var að leita að, en hjá þeim heitir þetta snúrustaur. Það er ekki til nein mynd af þessu hjá þeim en ég er viss um að þetta sé málið. Kostar 27.000 krónur. Þá vitum við það. Og ég ætla að kaupa eitt stykki snúrustaur seinna í sumar.
Góðar stundir
Athugasemdir
Snúrustaur, schgnúrusmaur... þetta eru fávitar!
En fínt að þú ert búin að finna þetta, ég er nefnilega sjálf að fara í lóðaframkvæmdir! Takk fyrir upplýsingarnar.
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 9.5.2008 kl. 09:30
Addý mín það er mikill munur á þvottasnúrum og snúrustaur...... DA
það sér nú hver ólitblind manneskja
Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 9.5.2008 kl. 09:43
Ha ha ha ha já stelpur, en eitt er ég viss um, að þessi gaur sem ég talaði við hefur aldrei þurft að hengja út fyrir mömmu sína eða kærustu eða konu . Vissi ekkert um þvottasnúrur, eða er þetta bara munurinn á konum og körlum ?
Arndís Baldursdóttir, 9.5.2008 kl. 10:38
Ég held að þetta sé sko pottþétt munurinn á strákum og stelpum (eða konum og körlum ef þú vilt gera okkur eitthvað eldri en við unglingarnir erum haha ).
Ég var einu sinni í Pictionary spilinu, strákar á móti stelpum. Upp kom orðið "vél". Stelpurnar (ég ) teiknuðu þvottavél og svo þvott og mínus yfir þvottinn. Strákarnir teiknuðu auðvitað bíl og teiknuðu ör ofan í húddið!
En hvað hefði Addý gert!!!! Hún elskar bíla OG þvottavélar!!!!!
Hilsen
Dizzy
Dizzy (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 11:19
Ef ég á að vera alveg hreinskilin, þá hefði mér ekki dottið í hug að þvottavél væri vél í mínum huga, held að ég hefði teiknað vél í bíl og ég elska bæði tækin.
Arndís Baldursdóttir, 9.5.2008 kl. 11:34
Ég hefði líka teiknað bíl. Alls ALLS ekki þvottavél þó þvottavélin sé góð til síns brúks. Maður fer að minnsta kosti ekkert í "þvottavélatúr" og kaupir sér ís!
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 9.5.2008 kl. 14:17
Alltaf gaman að lesa bloggið hjá þér. Þeir geta verið erfiðir þessir snúru-gaurar, einn staur sem er ekki hringsnúra, hvernig snúra er það, gaur? Hann er nú eitthvað yngri en við þessi...
Kv. Stóra systir.
Guðrún Baldursdóttir (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 22:24
Ha ha ha Þórdís, maður getur kannski búið til shake ofan á þvottavélinni....
Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 12.5.2008 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.