Systurnar sorg og gleði

Elsku vinir, ekki hafði ég hugmynd um hvað er mikið til af samúð og fallegum kveðjum, ég hef sem betur fer ekki oft þurft að kveðja mitt nánasta fólk en nú þurfti ég að taka það próf í lífinu, ég veit ekki alveg hvar ég stend í ferlinu, hef dáldið verið á fullu við að framkvæma og skipuleggja og svo að huga að ástvinum, það mun þá bara koma í ljós.

Já takk fyrir allar fallegu kveðjurnar ykkar og knúsin frá þeim sem ég hef hitt og sms-in, útförin fór fram á föstudag og var falleg.

Við höfum nú verið minnt á það að við ráðum engu í þessu lífi og um að gera að njóta hverrar mínútu, við skulum vera góð við hvort annað og ekki eyða mínútu í það að pirrast yfir smámunum eða dauðum hlutum. Ég hélt að ég væri nokkuð vel að mér í því að vita hvað lífið er dýrmætt, en svo mætir maður þessu einn daginn öllum að óvörum,  þá er um að gera að halda vel utan um hvort annað og fara vel með sig.

Þetta er rosalega skrítinn tími núna frá 16. maí, við vorum á fullu að hugsa um innréttingar og hluti í nýja húsið og unnum öllum stundum þar, svo var eins og maður keyrði á vegg Undecided og allt í einu skiptir það ekki neinu máli svona hlutir eins og hús og innréttingar. En staðreyndin er samt sú að eftir 36 daga verðum við að vera búin að skila leiguíbúðinni og verðum því að "skíta í lófana" (eins og Heiða greiða segir) og bretta upp ermar og vera rosalega dugleg að vinna í húsinu.  Þetta líf er endalaust af áskorunum og verkefnum sem við verðum að leysa, og guð gefi okkur styrk og þrek til að takast á við það sem framundan er.........úfff.        Við getum þetta með hjálp jákvæðni og æðruleysi,  ég hef komist að því í þessu stóra verkefni sem lífið færði mér fyrir rúmri viku að ég hef erft æðruleysið frá mínum elskulega föður, það er stór gjöf.

Frumburðurinn okkar flaug vestur í gær, og fannst okkur mjög tómlegt í kotinu, en æðislegt að fá að hafa hana hjá okkur.

Takk enn og aftur, knús og kossar og munið að halda vel í fólkið ykkar og vera góð við allt og allaHeart.

Afskorna blómið sem festir brátt rætur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Addýanna (þ.e. Pollýanna)

Þú ert engum lík. Þú segir svo sannarlega satt um æðruleysið. Það mættu margir taka sér þig til fyrirmyndar. Það er ekki öllum gefið að líta á svona erfiða reynslu sem verkefni sem manni ber að leysa en það er alveg ljóst að öll verkefni styrkja okkur á þeirri vegferð sem við erum á leið okkar að betri manneskjum. Ég hugsa endalaust til þín enda kannast ég aðeins við sporin sem þú ert í núna.

Bestu kveðjur frá Urðarveginum.

Sóley Vet (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 20:42

2 identicon

Bara að kvitta Addý mín.  Þú varst rosalega dugleg og yfirveguð á föstudaginn, en mundu bara að hlúa að þér líka kæra vinkona koss og knús til þín.

kveðja Hanna Mjöll 

Hanna Mjöll (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 23:05

3 Smámynd: Heiðrún Björk Jóhannsdóttir

Elsku Addý mín, þú ert fallegt blóm á sterkum stilk sem aðeins bognar undan þunganum. Það sem ekki brýtur þig, styrkir þig. Mundu bara að vökva og næra og horfa til sólar. Stundum dregur fyrir sólu, stundum rignir og jafnvel með þrumum og eldingum.

 En eins og afi minn sagði við mig á einni erfiðustu stund lífs míns, "öll él birta um síðir" og það er alveg satt. Og einn dag styttir upp hjá þér og blómið mun dafna eftir sem áður.

Því dýpra sem sorgin ristir í hjarta þitt, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. Hafðu það alltaf að leiðarljósi kæra vinkona.

Heyrumst fljótlega

Heiða

Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 25.5.2008 kl. 23:36

4 identicon

Hæ elsku mamma mín :) Það var líka alveg yndislegt að vera hjá ykkur og við hjálpuðum hvor annari mikið á þessum erfiða tíma. Þú ert einstök!

 Kossar og knús til ykkar frá mér, kveðja Andrea :)

Frumburðurinn (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband