28.5.2008 | 23:58
Alltaf er leið
Þessi texti hefur hjálpað mér í lífinu, ég er svo hrifin af honum, þetta er svo satt , og þetta er samið fyrir börn en ég tek þetta mikið til mín. Ég er svo mikið fyrir að tjá mig í gegnum texta og tónlist.
Ef eitthvað reynist ómögulegt
fyrst um sinn
aftur skaltu reyna
kæri vinur minn
Ei þýðir að gráta,
þú verður að játa
að með því að halda áfram
þú alltaf finnur
einhverja leið,
já treystu því að þú finnir
alltaf einhverja leið,
trúðu á þinn eigin mátt
ef vopnið er vilji,
þá ég vil að þú skiljir
á endanum
finnur þú farsæla leið
Texti: Máni SvavarssonErtu ekki sammála mér ? Og veistu hvaðan þessi texti kemur ?
Blómið
Athugasemdir
Ég er sammála!! en hvaðan kemur textinn?
Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 29.5.2008 kl. 11:42
Hann kemur sko úr smiðju íþróttaálfsins og félaga í Latabæ. Algjört æði textarnir hjá þeim á flestum lögunum, þeir ná því að vera svo uppbyggjandi.
Arndís Baldursdóttir, 29.5.2008 kl. 12:51
Hæ hæ alveg sammála :O) knús til þín frá mér.
kveðja Hanna Mjöll
Hanna Mjöll (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 18:15
þegar ég sá nafn mána svavars...sá ég fyrir mér hljómsveitina pís of keik.
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 1.6.2008 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.