Fjörðurinn góði á fimmtudag

Skemmtilegt Smile þetta líf. 

Þá er það smá pása frá öllu daglegu amstri á fimmtudag eftir vinnu ætlum við fjögurra manna far að bruna vestur í fjörðinn góða, bóndinn ætlar að stoppa fram á sunnudag en ég og börnin tvö ætlum að vera lengur, það er vonandi að mér takist að tolla í viku. Þannig að þeir sem eru heima í fríi endilega bjóðið mér í heimsókn, svo mér leiðist ekki, því stóra duglega stelpan mín sem ég er aðallega að koma að heimsækja er að vinna allan daginn, þannig að ég hitti hana bara eftir vinnu.

Já Hanna Mjöll mikið líst mér vel á Euro-bandið, það  er einmitt svo mikið ég, lögin sem þau spila, svo er nú þokkalega komin tími til að vökva aðeins blómið, það hefur ekkert verið vökvað að ráði síðan í nóvember 2007, þá fékk það líka góða vökvun. Skellum okkur saman í Edinborg og tjúttum aðeins. Ertu að vinna þessa dagana eða ?

Þannig að eiginlega vantar mig pössun fyrir 4 ára gullmolann minn á laugardagskvöldið Halo.

Já Sóley, þú færð sko að sjá mig, engin friður verður fyrir mér á Urðarveginum, skilst að við séum að fara að hittast sumarstúlkurnar úr model ´70 Tounge.

Ég er svo spennt að koma...................í heimsókn vestur.Sideways

Ég og Dizzy áttum frábæran dag í gær, skelltum okkur í nokkrar búðir og á kaffihús á eftir, algjör lúxus, ég keypti mér föt Cool, sem gerist ekki oft og er svo þakklát fyrir það að framleiðendur "Peysunnar" minnar síðu, gömlu góðu, ákváðu að framleiða hana aftur bara fyrir mig og ég hitti akkúrat á þegar hún kom í búðina, þvílík hamingja, ég keypti sko tvær, þannig að nú á ég eina til vara næstu árin. Svo keypti ég mér líka skó, sem hefur ekki gerst síðan haustið 2007. Svo keypti ég fleira dót sem ég er ekkert að segja ykkur frá hvað ég get eytt miklu á stuttum tíma. Nú er ég fær í flestan sjó. Takk fyrir skemmtilegan dag Dizzy.

Svo ætla ég að grafa upp Brazilian Tan kremið mitt og tana mig aðeins, svo ég verði nú fokking gordjöss í fríinu, (ekki lítandi út eins og fölur húsbyggjandi). Verð nú að líta vel út á Eurobands-ballinu.

Blómið sem er að lifna við.

    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli Gylfi hleypi þér nokkuð aftur í bæjarferð með mér , hahaha . Við stóðum okkur vel í leiðangrinum, fyrir utan smá óákveðni á tímabili. En það rættist nú úr því, við enduðum á rétta staðnum á endanum og tókst þess vegna að versla meira . Sko okkur !!

Hilsen

Dizzy

Dizzy (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 11:40

2 Smámynd: Ísbjörn

Hlakka til að sjá þig Addý mín og ég er á fullu að draga stelpur á ball á laugard. Sigga Ragna og að öllum líkindum Marta ætla líka á ball þannig að það verður bara fjör. Svo hittumst við í vikunni á eftir, höfum kósý um miðjan dag, allir í sumarfrí og þannig.

Sjáumst, Sóley

Ísbjörn, 15.7.2008 kl. 22:48

3 identicon

Blessuð Búin að panta miðana þannig að við erum öruggar  Hlakka til að sjá þig er að vinna ennþá en er alltaf komin heim um kl. fjögur, það er ekki spurning að það verður skellt á klúbbi er þú kemur á svæðið kæra fallega Blóm Frábært að þú gast verslað þér eitthvað fallegt, Hlakka til að sjá þig.  Akið varlega heim í fjörðin fallega

kveðja

Hanna M.

Hanna Mjöll (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 08:58

4 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Vúhú....  Já það væri æðislegt að komast í klúbb með ykkur gellunum, ég verð örugglega í firðinum til 24. júlí ca.  Já gott að búið er að tryggja miðana, þetta verður stuð hjá okkur, og alltaf gaman að hittast, ég er svo spennt að koma .

Arndís Baldursdóttir, 17.7.2008 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband