Ég er á leiðinni.....

Jæja þá er allt að verða klárt fyrir sumarferðina í fjörðinn góða, allir orðnir voða spenntir og nú á bara eftir að vinna í nokkra tíma og skella svo töskum og golfsetti í skottið á Suber bílnum og bruna af stað. Gelgjan alveg að deyja úr spenningi að hitta vinina gömlu og allt það.

Það verður sko gaman að hitta Andreu okkar, við höfum ekki sést síðan 24. maí, hún er heldur betur búin að standa sig vel  stelpan, svona ung og búin að búa án foreldra í eitt ár Errm.  Það getur eiginlega ekki verið að ég eigi svona stórt barn Tounge, held frekar að hún sé systir mín, segjum það bara, enda ætlum við líklega saman á ball á laugardagskvöldið Joyful.

Dizzy mín átti afmæli í gær, og nú erum við jafn gamlar eða ungar Woundering, við fórum í Magalandið í fjölskyldu-ammælis-grill í gær og var frábær matur nammmmmmm....... og ís í eftirrétt, mæli með Skafís frá Emmess ís sem heitir Cappuccino að mig minnir, hann er æði, ekkert mikið kaffibragð bara snilld.

Úje

Blómálfurinn

OrangeFlower_sm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég hlakka rosalega til að hitta ykkur á morgun

kv Hrafnhildur og co

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 11:14

2 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Hey Dæs, til hamingju með afmælið!

Og Addý, góða skemmtun í firðinum fallegasta.

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 17.7.2008 kl. 18:07

3 identicon

Hej og takk fyrir síðast, ég er þá loksins búin að ná þér unglingasíamstvíbbi. Vona að þið hafið það gott á Ísó, allt of langt síðan maður hefur komið þangað. Bið að heilsa liðinu þar.

Takk fyrir afmæliskveðjuna Þórdís . Aldeilis fínt að fá kveðjur í gegnum  blogg annarra fyrst maður er svo lummó að vera ekki með sitt eigið blogg haha. En við Addý erum náttúrlega síamstvíbbar þannig að ég á nú dálítið í hennar bloggi.

Hilsen úr sól og sumaryl í löndunum í Mosó (heitu löndunum).

Dizzy

Dizzy (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband