Hafa skal það sem hendi er næst....

......Og hugsa ekki um það sem ekki fæst.

Mig langar samt að geta bakað köku, ég er búin að hugsa um það að í dáldið langan tíma að það eru forréttindi að geta eldað og bakað og að geta hent í uppþvottavélina. Ég er búin að vera núna án þessara hluta í 89 daga. Ég er ekki að kvarta eða vorkenna mér yfir þessu því þetta er sjálfvalið, en þetta átti að vísu ekki að vera svona langur tími.

Ég er að vonast til að geta bakað jólasmákökurnar "heima".

christmas-cookies

Ég bakaði reyndar pönnukökur í gær fyrir heimilisfólkið mitt, þær eru alltaf fínar, upprúllaðar með sykri, og rjómapönnukökur líka meira að segja.

Við höfum lifað á of miklu skyndifæði á þessum tíma, ég ætla ekki einu sinni að reikna út hvað þetta hefur kostað að vera svona án eldhúss Blush.

Í bökunarham Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 vinkona ég er ekki búin að gleyma þér. Það er langt síðan ég kíkti hingað inn,,,,,,ég er svo bissý skólastelpa þessa dagana.  Kossar og knús til þín og vonandi getur þú nú farið að baka fljótlega

Kveðja að vestan

Gabríela (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband