Meira...........um mig

Aðalnafn og miðnafn:  Arndís, það þarf ekkert ekkert með því, en ég var oft fúl af því að systkini mín hétu bæði tveimur nöfnum (þegar ég var yngri)

Ertu skírður í höfuðið á einhverjum? Já, móðurömmu minni.

Hvenær gréstu síðast? Mjög stutt síðan, hef aðeins verið í þeirri iðju sl. mánuði

Myndir þú vera vinur sjálfs þíns? Jahá, ég held að það sé gott og gaman að vera vinur minn

Áttu dagbók? nei

Beitirðu oft kaldhæðni? Það hefur komið fyrir, en ég er að venja mig af öllum svona vitlausum hegðunum

Færir þú í teygjustökk?  Aldrei fyrir mitt litla...ekki einu sinni þó ég fengi borgað

Uppáhalds morgunkorn: Jarðarberja Herbalife shake

Losar þú reimarnar áður en þú ferð úr skónum? Nei, ekki heldur þegar ég fer í, nota skójárn

Finnst þér þú sterk? Já ég er bæði nautsterk líkamlega og svo er ég rosalega sterk andlega þegar ég þarf á því að halda.

Hver er uppáhalds ísinn þinn? Emmess ís er góður, en bleikur í dollu með heitri karamellusósu

Skóstærð? 41

Rautt eða bleikt? Bleikt auðvitað, þeir sem þekkja mig vita að það er dagsatt

Hvað kanntu síst að meta í fari þínu? Hvað ég er feimin og ómannblendin

Hvað kanntu mest að meta í fari þínu? Innæið, ég er rosalega næm. Svo er ég fjallmyndarleg

Hvers saknar þú mest? Dánir: Pabba míns og ömmu Rögnu. Lifandi: Andreu og vinanna minna á Ísafirði

Hvernig eru buxur þínar og skór á litinn?  Svart.........kemur það á óvart ?

Hvað borðaðir þú síðast?  Bland í poka

Á hvað ertu að hlusta núna? Pál Óskar

Ef þú værir vaxlitur, hvernig værir þú á litinn? Bleikur með jarðarberjalykt ef það væri hægt

Uppáhaldslykt? Pink sugar

Hver síðasta manneskjan sem þú talaðir við í síma?  Andrea

Hvað er það fyrsta sem þú tekur eftir hjá manneskju sem þú laðast að? Tennur, hárlitur

Eftirlætisdrykkur? Egils appelsín

Eftirlætisíþrótt? Ha ha......íþróttir og ég, nei

Hryllingsmyndir eða "happy ending"? Algjörlega Happy ending, ég er svo væmin.

Hvernig er skyrtan þín á litinn? Oft hvít, en stundum svört.

Faðmlög eða kossar?  Fer eftir aðstæðum

Hvernig vaknaðiru í morgun?  Við faðmlag frá einum sætum fjögurra ára

Eftirlætis eftirréttur?  Frönsk súkkulaðikaka með rjóma og jarðarberjum

Hvaða bók ertu að lesa? Bíbí

Hvað horfðiru á í sjónvarpinu í gær? Singing Bee, á Skjá einum, mjög skemmtielgur þáttur

Uppáhalds hljóð? Rigningarhljóð í logni í tjaldi eða húsi

Rolling Stones eða Bítlarnir? Bítlarnir

Hvert er það lengsta sem þú hefur farið frá heimilinu?  St. John´s í Canada
 

Átt þú sérstakan hæfileika? Já hugsanir mínar eru sterkar og ég get dregið að mér hluti og aðstæður, og svo get ég sungið

Trúiru á ást við fyrstu sýn? Já, hef trú á að hugurinn sé þar að verki frekar en einhver sýn

Hvenær roðnaðiru síðast?  Man það ekki


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Las einmitt Bíbí í haust og var alveg heilluð.....

Marta (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband