Herðapúðapopparar Arndízar

Hljómsveitin A-HA

aha

Hljómsveitin frá Noregi sem er skipuð Morten Harket, Paul Waaktaar-Savoy og Magne Furuholmen. Þeir voru æðislegir og flott lögin þeirra.

Morten er fæddur 14. september 1959.

Take on me var held ég fyrsta lagið þeirra sem þeir slógu í gegn með. Svo fær maður svona kitl í magann þegar maður heyrir nafnið: The Sun Always Shines on T.V. Ég man nú ekkert sérstaklega eftir lögum með þeim en vissi alltaf af þeim. Og ég hef sko nokkrum sinnum sungið Take on me í Sing Star og náð öllum tónunum, því þetta er furðu erfitt lag, bæði farið hátt og lágt.

Rosalega flott myndbandið við það lag http://www.youtube.com/watch?v=RMWXyEHoN88

Maður fær plastbak af þessu myndbandi: http://www.youtube.com/watch?v=B1pb1IZcaiQ

Ekki má gleyma laginu Hunting High and Low, yndislegt lag.

Mér finnst Ingó í Veðurguðunum frekar líkur Morten.

a-ha

morten

Svona lítur Morten út í dag, flotturCool

Þá er þessu lokið vona að þið hafið haft gaman að.

Tónlistarplantan

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

OMGOMGOMG!! Þeir voru sko æði. Missti næstum því meðvitund þegar ég sá Morten Harket niðri í bæ þegar þeir héldu tónleika í Höllinni 87 (eða 88). Ég fór að sjálfsögðu á báða tónleikana.

En ég fór svo á tónleika úti í Noregi með Harketnum 96. Hann var einn með gítarinn og tónleikarnir voru alveg ágætir alveg. Og hann náttla rosa flottur sjálfur.

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 8.10.2008 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband