Eurovision vangaveltur Arndízar

Árviss færsla hjá mér fyrir íslenska Eurovision þáttinn, ég er svo mikill aðdáandi svona söngvakeppna.

Nú er alveg að koma að því að við veljum "The song"  fyrir okkur Íslendinga, við erum alltaf minna og minna sigurviss finnst mér, og margir hafa talað um að lögin hafi verið eitthvað óspennandi í ár. Þau eru reyndar bara ferlega flott nokkur, allavega þegar maður hefur heyrt þau tvisvar. Mér finnst þetta allavega spennandi, þó ég sé nú á því að við ættum að spara frekar heldur en að eyða í þetta, en þetta var undirbúið fyrir löngu og ekkert hægt að hætta við.

Þau sem keppa á laugardagskvöldið 14. febrúar 2009, eru:

Got no love Flytjendur: Elektra,  Höfundur lags: Örlygur Smári

Hvað finnst mér um: Got no love?    Grípandi og nýtískulegt lag með flottri tónlist, en æji ég veit ekki með þær Hara systur, þó væri ég alveg sátt við að senda þær út, það er stemming í kringum þær, gætu alveg unnið.Smile

Is it true Flytjandi: Jóhanna Guðrún Jónsdóttir
Höfundur: Óskar Páll Sveinsson

Hvað finnst mér um: Is it true?    Já þetta er ofsalega mikið heimsklassalag og Jóhanna Guðrún alveg hrikalega flott sönkona, samt spurning um hvort það sé of rólegt, en ég er hrædd um að það fái mörg stig, ég yrði alveg sátt við  að senda hana.Cool

 Easy to fool Flytjendur: Arnar, Edgar, Sverrir og Ólafur  Höfundur: Torfi Ólafsson

Hvað finnst mér um:  Easy to fool?    Mjög grípandi og sígilt lag, vel flutt hjá þeim, ég er alveg til í að senda þá í keppnina.


Vornótt  Flytjandi: Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm  Höfundur: Erla Gígja Þorvaldsdóttir

Hvað finnst mér um: Vornótt?   Vá hvað er mikil rómantík og gamalt yfirbragð á þessu lagi, fallegt lag en þetta er ekki það sem við erum að leita að í keppnina.

Lygin ein Flytjandi: Kaja Halldórsdóttir Höfundur: Albert G. Jónsson

Hvað finnst mér um: Lygin ein?    Töff atriði, og töff söngkona og dansarar, en æji, lagið er....töff tónar í því en textinn er fokk, algjörlega passar ekki við lagið. Þetta mundi vekja athygli sem atriði en ekki sem eitthvað gott lag. Ég verð svekkt ef þetta lag fer út.


I think the world of you Flytjandi: Jógvan Hansen  Höfundur: Hallgrímur Óskarsson

Hvað finnst mér um: I think the world of you?    Heillar mig alls ekki, alltof stolið, vekur litla athygli, sorry því miður

Undir regnbogann Flytjandi: Ingó   Höfundur: Hallgrímur Óskarsson

Hvað finnst mér um: Undir regnbogann   Ég var alveg ferlega neikvæð yfir þessu lagi og fannst það lummó og svo fannst mér Ingó ekki ná að klára tónana nógu vel, en svo breyttist það við frekari hlustun. Það er svona danskur bragur yfir flytjendunum sem er svona afslappað og heillandi og ég er nú bara komin á þá skoðun að ég ætla að kjósa þetta lag, ef það verður vel flutt á laugardaginn. Sjá hér frábæra æfingu hjá þeim: http://www.youtube.com/watch?v=bVaPiQSNL04


The kiss we never kissed Flytjandi: Edgar Smári     Höfundur: Heimir Sindrason

Hvað finnst mér um: The kiss we never kissed?    Ofsalega hrein og tær ballaða, vel flutt, en þetta er eina lagið í úrslitunum sem hefur ekki vakið athygli mína, ég var eiginlega hissa að þetta hefði verið kosið áfram, því ég sá ekki þáttinn þegar þetta var sýnt. En ég held að það verði ekki í toppbaráttunni.

Spurningin er þá hvaða lag frá okkur fer til Moskvu í maí ?

Koma svo með skoðanir og comment...........og ég vil vita hver þið eruð sem eruð að lesaBandit, ég bít ekki.

Yfir og út

Euro-blómið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

elektra,jóhanna og ingó verða á topp 3 og ingó vinnur :)

Gummi Helga (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 00:04

2 Smámynd: Ísbjörn

Æ Addý. Ég treysti á að þú myndir segja mér hvaða lag ætti mestu möguleikana svo ég gæti kosið af (þínu) viti. Þú gerðir það í fyrra og ég fór alveg eftir þinni tillögu og það gekk svona líka ljómandi vel. Ég er nefninlega alveg lost í ár. Finnst öll lögin frekar svona glötuð og hef ekki kosið í neinum þætti. Finnst þetta vera minnst spennandi júróvisjon ever.

KV Sóley

Ísbjörn, 13.2.2009 kl. 18:19

3 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Hæ Sóley, kjóstu Undir regnbogann, með Ingó, ef hann flytur það vel á morgun.

Arndís Baldursdóttir, 13.2.2009 kl. 22:39

4 identicon

Hæ hæ mín kæra

ég held að Jóhann Guðrún vinni þetta, en ég mundi samt vilja að Ingó færi áfram

kv Hrafnhildur

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband