Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Heilsufréttir

Gullfiskurinn,  framhald:   ótrúlegur þessi litli (stóri) fiskur, nú er hann enn á gjörgæslu og er hyper hress, hann er svo hress að hann hoppar nærri upp úr vatninu, hann er kannski að reyna að komast upp úr hehe.  Hann er farinn að borða og getur endalaust borðað, nú þarf ég að herða upp hugann og reyna að setja hann í hina kúluna, og sjá hvort hann verður aftur þunglyndur, ég er farin að halda að vatnið hér í húsi sé kannski eitthvað öðruvísi, hann virðist hressast eftir rúman sólarhring í vatninu, sjáum til.

Takk fyrir frábær komment stelpur, gaman að þessu.

Úff hvað það er heitt úti, við erum að flísaleggja inn á litla baði og erum að kafna, feðgar fóru í útisturtu bak við hús í gærkvöldi, alveg frábært, vonandi að það styttist í að hægt verði að komast í sturtuinnandyra hér á þessu heimili. Ég er búin að vera hrikalega slæm að frjókornaofnæmi í u.þ.b. viku og er þetta mjög slæmt ef það er smá vindur og ég hef komist að því að ég er með ofnæmi fyrir frjókornum af gras-stráum sem vaxa villt hér og þar. Ég hnerra og hnerra og það lekur úr nefinu og klæjar í háls og augu. Crying

Annars er veröldin dásamleg.

Obbnæmis-blómið


Fugl eða fiskur ?

Það er eitthvað búið að vera að angra gullfiskinn á heimilinu sem er orðinn sex ára, eftir að við fluttum hefur hann verið mjög daufur, það byrjaði nú þannig að ég braut kúluna hans, en ekki með honum innanborðs, hann er ekki mjög sáttur við nýja lífið í stærri kúlu, hann hefur verið fluttur á gjörgæzlu þrisvar sinnum síðan þá (fluttur í minni punch skál he he), hann tók gleði sína á ný þegar hann var í pössun hjá Herdísi á síðustu helgi og kom svo heim á föstudag og var settur í stóru flottu glerkúluna og viti menn, hann verður þunglyndur af að koma í þessa kúlu, hann hættir að vilja matinn, lítur ekki við honum og hefur nú verið settur aftur á gjörgæzlu og er ekkert að hressast, ég er búin að vesenast þvílíkt með þennan blessaða fisk að ég er að hugsa um að hætta þessu bara, hann er kannski orðinn svona gamall greyið eða eitthvað veikur, ég kaupi bara nýjan og sprækari ef hann gefur upp öndina. Við vorum að grínast með að hann væri bara vatnshræddur í stóru kúlunni Crying.

Að öðrum dýrum sem eru ekki sæt, við höfum  tvisvar sinnum vaknað við það að morgni að það er búið að rífa upp ruslapoka og dreifa um á lóðinni, við héldum í sakleysi okkar að þetta væri kannski villiköttur eða tófa, en svo sá ég í gærmorgun að það sat pattaralegur mávur á ljósastaur og beið eftir meiri mat Sick, oj, ef það eru einhverjir fuglar sem eru ljótir og tilgangslausir, þá eru það mávar, þeir eru svo svangir núna að þeir eru farnir að rífa upp ruslapoka hjá fólki. Þannig að nú er næsta mál á dagskrá að fá sér ruslatunnu í nýja húsið.  

Kveðja frá Mávaskógum Shocking                               

 


Home sweet home

Ég er komin heim, eftir æðislega viku með frumburðinum, takk elsku Andrea og allir sem við hittum, þetta var skemmtilegt sumarfrí. Cool

Heyrumst seinna.


Ég er á leiðinni.....

Jæja þá er allt að verða klárt fyrir sumarferðina í fjörðinn góða, allir orðnir voða spenntir og nú á bara eftir að vinna í nokkra tíma og skella svo töskum og golfsetti í skottið á Suber bílnum og bruna af stað. Gelgjan alveg að deyja úr spenningi að hitta vinina gömlu og allt það.

Það verður sko gaman að hitta Andreu okkar, við höfum ekki sést síðan 24. maí, hún er heldur betur búin að standa sig vel  stelpan, svona ung og búin að búa án foreldra í eitt ár Errm.  Það getur eiginlega ekki verið að ég eigi svona stórt barn Tounge, held frekar að hún sé systir mín, segjum það bara, enda ætlum við líklega saman á ball á laugardagskvöldið Joyful.

Dizzy mín átti afmæli í gær, og nú erum við jafn gamlar eða ungar Woundering, við fórum í Magalandið í fjölskyldu-ammælis-grill í gær og var frábær matur nammmmmmm....... og ís í eftirrétt, mæli með Skafís frá Emmess ís sem heitir Cappuccino að mig minnir, hann er æði, ekkert mikið kaffibragð bara snilld.

Úje

Blómálfurinn

OrangeFlower_sm


Fjörðurinn góði á fimmtudag

Skemmtilegt Smile þetta líf. 

Þá er það smá pása frá öllu daglegu amstri á fimmtudag eftir vinnu ætlum við fjögurra manna far að bruna vestur í fjörðinn góða, bóndinn ætlar að stoppa fram á sunnudag en ég og börnin tvö ætlum að vera lengur, það er vonandi að mér takist að tolla í viku. Þannig að þeir sem eru heima í fríi endilega bjóðið mér í heimsókn, svo mér leiðist ekki, því stóra duglega stelpan mín sem ég er aðallega að koma að heimsækja er að vinna allan daginn, þannig að ég hitti hana bara eftir vinnu.

Já Hanna Mjöll mikið líst mér vel á Euro-bandið, það  er einmitt svo mikið ég, lögin sem þau spila, svo er nú þokkalega komin tími til að vökva aðeins blómið, það hefur ekkert verið vökvað að ráði síðan í nóvember 2007, þá fékk það líka góða vökvun. Skellum okkur saman í Edinborg og tjúttum aðeins. Ertu að vinna þessa dagana eða ?

Þannig að eiginlega vantar mig pössun fyrir 4 ára gullmolann minn á laugardagskvöldið Halo.

Já Sóley, þú færð sko að sjá mig, engin friður verður fyrir mér á Urðarveginum, skilst að við séum að fara að hittast sumarstúlkurnar úr model ´70 Tounge.

Ég er svo spennt að koma...................í heimsókn vestur.Sideways

Ég og Dizzy áttum frábæran dag í gær, skelltum okkur í nokkrar búðir og á kaffihús á eftir, algjör lúxus, ég keypti mér föt Cool, sem gerist ekki oft og er svo þakklát fyrir það að framleiðendur "Peysunnar" minnar síðu, gömlu góðu, ákváðu að framleiða hana aftur bara fyrir mig og ég hitti akkúrat á þegar hún kom í búðina, þvílík hamingja, ég keypti sko tvær, þannig að nú á ég eina til vara næstu árin. Svo keypti ég mér líka skó, sem hefur ekki gerst síðan haustið 2007. Svo keypti ég fleira dót sem ég er ekkert að segja ykkur frá hvað ég get eytt miklu á stuttum tíma. Nú er ég fær í flestan sjó. Takk fyrir skemmtilegan dag Dizzy.

Svo ætla ég að grafa upp Brazilian Tan kremið mitt og tana mig aðeins, svo ég verði nú fokking gordjöss í fríinu, (ekki lítandi út eins og fölur húsbyggjandi). Verð nú að líta vel út á Eurobands-ballinu.

Blómið sem er að lifna við.

    

Lifandi

Ég er lifandi, í sumarfríi, á ættarmóti, að mála, sofa, borða, og hafa það virkilega gott á milli þess sem ég vinn í húsinu. Smá innlegg.

Ísafjörður á fimmtudaginn !!!!   Cool

Góðar stundir.

Blómið


Fyrsta nóttin á Klöpp

Jæja vinir mínir, við sváfum fyrstu nóttina í nótt í húsinu (eða hluta af því ), þetta var hin ágætasta nótt, gott að komast í sitt rúm, þetta er eins og góð lúxus útilega. Við tengdum WC og vask, þannig að við erum með rennandi vatn og allt það, nú á eftir að klára loftin og svo fljótlega að flísaleggja svo hægt verði að tengja sturtu. Þvottahúsið á bara eftir að fá fúgu í flísarnar, þá getum við hent inn þvottavél og þurrkara og sett það í gang.

Ég held að ég sé að breytast í væluskjóðu, mér hefur nú ekki liðið neitt sérlega vel líkamlega í öllum þessum átökum og áfalli. Núna er ég til dæmis með verki af og til í fingrum og fæ svona dofa-tilfinningu í varir, fingur og tær,  öðru hvoru. Svo er bakið bólgið og vöðvabólgan í hámarki, og svo er það svefntruflanirnar og svefnleysið,  ég held að ef ég færi til læknis myndi hann samstundis segja mér að fara í veikindafrí og reyna að slaka á.  Sjáum til hvort ég fer. Ég verð í sumarfríi í næstu viku, fer svo að vinna í viku, og fer svo í frí í tvær vikur og barnið byrjar á mánudag í 4 vikna sumarfríi.

Stuð

Írskir dagar að byrja hér á skaganum í dag, veit ekki hversu mikið við tökum þátt í þessari skemmtun.

Eitt enn, ég er komin með einkanúmerið mitt aftur á nýja bílinn, þannig að nú getið þið farið að þekkja mig aftur á bíl.

Blomst


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband