Þó allt sé breytt.....þá koma jól

Jólin og aðventan eru gleðitímar en þeim fylgir líka mikill söknuður, en við verðum að læra að njóta þrátt fyrir aðstæður. Ég setti DVD disk í tækið áðan með  5 ára afmælistónleikum Frostrósa,  Dívurnar og Tenórarnir, svo ofboðslega fallegt og vel flutt, ég fór á tónleika með þeim fyrir jólin 2008, þá heyrði ég lag eftir Connie Harrington sem Hera Björk og Margrét Eir flytja en Hera er textahöfundur, þetta er svona jóla söknuður þess sem hefur misst ástvin og jólin koma hvort manni líkar það betur eða ver, þetta er einmitt árið 2008 sem ég fór á þessa tónleika og árið sem pabbi dó. Lagið heitir Það koma jól og ég set hér link neðst á síðu sem ég fann á netinu fyrir þá sem vilja hlusta.  Sem betur fer hefur árið verið gott hjá mér, en ég þekki fólk sem á um sárt að binda núna þessa aðventuna og ég hugsa mikið til þeirra, einhvern veginn yljar þetta lag manni og gefur manni orku og kemur fram með þá staðreynd að þó allt sé breytt...... þá koma jól.

Knús á liðið

Jóla blómið sem er að vekja upp bloggið sitt :)

http://listen.grooveshark.com/#/s/+a+Koma+J+l/2uW7xb

 


Korter í Eurovision, áfram Ísland

Já góða kvöldið, hér er enn smá líf, ég gat nú ekki sleppt því að setja inn eins og eina færslu þegar það fer að nálgast evróvision keppnina í Oslo.

Gullfiskurinn okkar hann Majas á einmitt afmæli í dag, er orðinn 8 ára og er stór, syndir í krukku og er mjög mannblendin og skemmtilegur fiskur. Það hafa verið skiptar skoðanir með aldurinn á honum, en hann er allavega 8 ára, ég fann mynd sem var tekinn af honum í ágúst 2002, þá var hann hjá okkur, kannski er hann eldri.

Ég er komin í Eurovision gallann.

 Jæja ég skrifa þetta í áföngum og get ekki dregið þetta lengur því forkeppnin er í kvöld, við erum nr. 17 og síðasta landið sem stígur á svið.

Ég var ekkert yfir mig hrifin af laginu okkar þegar það vann forkeppnina hér, en ég veit að Hera Björk er stórgóður flytjandi, það er spurning hvað það fleytir okkur langt. Ég var ekki bjartsýn í fyrra ef ég man rétt þegar Jóhanna Guðrún söng Is it true, ég var persónulega ekkert hrifin af því lagi, en hún kom okkur alla leið í annað sætið. Svo ég verð að segja að það getur allt gerst miðað við vinsældir íslenska hópsins og mikla landkynningu með ís og elda.

Tek það fram að ég hef ekki séð neina veðbankaspár, þetta er eingöngu mitt álit :)

 

 1. Run Away - Moldova 2010 - SunStroke Project & Olia Tira -

Já já, ágætur hittari, trúi að þetta komist áfram      og það var rétt hjá mér

2. Lost and Forgotten Russia -  Peter Nalitch Band

Hjálpi mér hamingjan, hef ekki smekk fyrir þessu, ekki alveg öruggur á tónunum söngvarinn en Rússland kemst örugglega áfram þrátt fyrir skrítið lag.

og það var rétt hjá mér

3. Siren -  Estonia - Malcolm Lincoln

Veit ekki......hmmmm.....mjög spes lag, held að þetta komist ekki áfram 

og það var ekki rétt hjá mér Blush það komst áfram


4. Horehronie - Slovakia -  Kristina Pelakova

Það er eitthvað við þetta lag, vel flutt held að það komist áfram.

og það var ekki rétt hjá mér Blush það komst ekki áfram

5. Työlki Ellää- Finland - Kuunkuiskaajat

Of tilgerðarlegt, samt hresst lag og fínar stelpur, held að þetta fari ekki áfram

og það var rétt hjá mér

6. What For?- Latvia - Aisha

Já þetta er ágætur smellur, og nútímalegur,  þetta kemst áfram

og það var ekki rétt hjá mér Blush það komst ekki áfram


7. Ovo Je Balkan- Serbia - Milan Stanković

Nei nei nei, er ekki hrifin, vill ekki að þetta fari áfram

og það var ekki rétt hjá mér Blush það komst áfram

8. Thunder And Lightning - Bosnia and Herzegovina - Vukašin Brajić

Rokk og ról,  mmmmmm.....ágætlega flott lag og góður kraftur, ég segi já...að þetta fari áfram           og það var rétt hjá mér


9. Legenda- Poland - Marcin Mroziński -

Undarleg lagasmíð, drama drama, hef ekki trú á þessu.  og það var rétt hjá mér

10. Me And My Guitar- Belgium - Tom Dice

Já, einlægt og fallegt lag, veit ekki, þetta er alveg á miðlínunni :) bæði mínus og plús

og það var rétt hjá mér

 11. My Dream - Malta - Thea Garrett

Mér finnst þetta ágætt, hef á tilfinningunni að hún sé dáldið stressuð og nær ekki að túlka nóg, held að þetta skili sér ekki

og það var rétt hjá mér

12. It's All About You - Albania - Juliana Pasha

Júhú...geggjað stuð í þessu lagi, vá, minnir á lagið okkar, í krafti og nútíma, já áfram...

og það var rétt hjá mér

13. OPA - Greece -  Giorgos Alkaios & Friends

Harðir naglar, vekur athygli, gengur ekki Grikklandi alltaf vel ?   Ekki samt að mínu skapi.

og það var rétt hjá mér

14. Há Dias Assim- Portugal - Filipa Azevedo

Hvert fór píanóleikarinn ?  Þokkaleg ballaða, vel flutt, alveg á miðlínunni, bæði mínus og plús

og það var rétt hjá mér

15. Jas Ja Imam Silata- F.Y.R. Macedonia - Gjoko Taneski

Æji, týpísk júróvision uppskrift  frá Makedóníu, og þó þegar kemur inn í lagið byrja þeir að rappa og þá skánar lagið mikið, er ekki rapp í tísku ???  Jú svei mér þá, þetta lag vinnur á, jú jú það fer áfram.

og það var ekki rétt hjá mér það komst ekki áfram Blush


16. Butterflies - Belarius - 3+2 

Fallegt lag, átta mig ekki alveg á þessu, jú flott held ég, áfram já...

og það var rétt hjá mér

17. Je Ne Sais Quoi- Iceland - Hera Björk

Okkar lag, jú alveg rosalegur kraftur í þessu miðað við mörg hin, áfram Ísland Smile

og það var rétt hjá mér

Þessi færsla er gerð á hálftíma, korter í Eurovision undankeppni 25. maí 2010, en lagið sem ég held mest með í þessari keppni er Danska lagið, vá þvílík útgeislun og frábært lag, vona að þau vinni, ef við vinnum ekki (sem við gerum ekki).  

Er farin að horfa, yfir og út....           

Euro blómið


 


 

 

 


Ekki alveg dauð

Ég ákvað að setja hér inn nokkrar línur til að halda lífi í blogginu mínu, ég er ekki alveg í stuði til að skrifa, en læt vaða hér inn fljótlega fleiri línur.

Kveðja blómið


Dýrtíðin á Íslandi

Góðan daginn ef það er einhver eftir sem les þetta Cool

Sparnaðarráð sem ég sá á er.is veit ekki hver er höfundurinn en sumt af þessu ætti maður að fara að prófa held ég.

-Þegar maður ferðast með strætó og á hvorki strætómiða né kort er ágætt ráð að borga farið með tíköllum. Þá tekur bílstjórinn ekki eftir því þó að það vanti tvo eða þrjá tíkalla upp í rétt fargjald. Þannig er hægt að spara allt að 30 krónur í hverri ferð - og safnast þegar saman kemur!


-Baka brauð.
Nýta afganga.

Ef þú ert reglulega að henda einhverju t.d. áleggi, skipta pakkanum upp í smærri einingar og setja eitthvað í frystin. Eins með ost, kaupa stór stykki og skipta upp, hafa eitt stk í notkun og restina í vel lokuðum pokum í ísskápnum, þá verður osturinn síður gamall... Ef þú átt lítinn ostbita eftir sem er farin að eldast, skerðu hann í teninga og settu í frystinn, getur notað í ostasósur eða sett í muolinexið og búið til rifin ost ofan á pizzu og eða ofnrétti.

Nýta tilboðin.

Kaupa skvísu (flösku með röri) í apótekinu fyrir barnið/börnin þá er maður alltaf með eitthvað fyrir þau að drekka og getur fyllt á með vatni, og losnar við að kaupa svala eða slíkt í bæjarferðum (safnast þegar saman kemur :) ).

versla á föstudögum því þá eru flestar búðir með helgaraflætti.
og hægt að gera góð kaup.

frysta afgangshafragraut og þegar þú ert komin með smá slatta, nota í muffins; var að prófa þetta fyrir nokkrum dögum og heppnaðist mjög vel.

-Skera appelsínubörk í ræmum og búa til sælgæti.

-Búa til sína eigin jógúrt úr nýmjólk eða léttmjólk; hef gert þetta og jógúrtin er mjög góð.

-Þær sem nota moppu (til að sópa). Í stað þess að kaupa alltaf bláu klútana, þá er hægt að sauma einn (eða fleiri) úr óbleiktu lérefti ( eða bara hvaða efni sem maður á).

-Sauma náttföt á börnin úr gömlum bolum.

-Breyta buxum í pils


-Skera kremtúpur og flöskur í tvennt til að ná afganginum út. Spurning líka um að þynna sjampó með vatni, hef ekki enn prófað það.

-Nota ólífuolíu sem body lotion (ég læt uppáhaldslyktina úr Body Shop út í til að fá smá ilm af olíunni, en það þarf ekki)

-Rífa bleyjur niður til að þvo barnarassa eftir bleyjuskipti

-Sjóða niður mikið af spagetti/pizzusósu í einu til að eiga. Þetta sparar aðallega tíma, sérstaklega ef maður á birgðir af (heimatilbúnum) pizzum í frysti.

-Nota ónýta jógúrt og súrmjólk í brauð.

-Ef ostur er á tilboði. Birgja sig upp og rífa niður og frysta. Smjörstykki má líka frysta ef þau eru á tilboði.

-Þegar smjörið er búið, geyma bréfið og nota þegar þarf að smyrja form.

-Nota gluggaumslög sem risspappír. Endilega endurnýta önnur umslög, það má vel líma yfir nafnið framaná.

-Klippa sjálf hárið á börnunum.

-Fara í gönguferðir eða sund sem líkamsrækt.

-Útbúa klaka fyrir börnin annaðhvort úr safa(kannski þynntum) eða djúsi.

-Morgunkorn er dýrt. Nota frekar hafragraut og bragðbæta með kanil, rúsínum, eplabitum, sólblómafræum, möguleikarnir eru endalausir.

Þynna uppþvottalöginn með vatni, eiga tvo brúsa og nota annan sem áfyllingu á hinn og bæta vatni við.
- Kaupa áfyllingu á mýkingarefnið og fylla x2 -x3 á brúsann með því.
- Aldrei að henda matarafgöngum, alltaf hægt að búa til ofnrétti eða eggjakökur úr þeim, bæta bara við sósum/osti.

-geri matseðla fyrir mánuðinn og geri ein STÓR innkaup í byrjun mánaðar; sæki svo bara mjólk, grænmeti og ávexti þess á milli
-baka allt brauð sem er borðað á heimilinu

Ég finn alveg svakalega fyrir því hvað allt hefur hækkað, hlutir eins og shampoo og dömubindi fara að verða munaðarvörur og margar aðrar vörur. Þetta er ekki gott.

Allt í góðu annars hér, við erum orðin 5 í heimili aftur, svaka góð tilfinning að hafa alla ungana undir sama þaki.

Ég fer alveg að byrja í söngnáminu og hlakka mikið til að gera eitthvað fyrir sjálfa mig.

Kveðja

Blomst


Sumarfrí og fleira

Hér hefur allt verið steindautt eins og mörgum öðrum bloggsíðum síðan Fésbókin hóf að tröllríða landanum. En það gengur ekki.

Sumarfríið mitt hófst 6. júlí og alla dagana er búið að vera frábært veður, eiginlega of heitt að mínu mati, ég pantaði ekki spánarfrí frekar en venjulega af því að ég er ekki hrifin af miklum hita, maður er sveittur daga og nætur, ég er ekki að fíla það, en sumir elska þetta og ber ég virðingu fyrir því og reyni að þegja. Ég fór keyrandi með soninn og yngri dótturina á Ísafjörð 8. júlí og heim aftur 10. júlí, heimsóttum við eldri dóttur í þennan stutta tíma, sú eldri fékk svo far með mér í Búðardal til að fara með kærastanum á ættarmót, en sú yngri varð eftir á Ísó til að hjálpa til við barnapössun hjá bróður mínum. Það var fínt að koma heim aftur þó stutt væri. Mér finnst æðislegt að dúllast með einkasyninum í fríi, við sofum út og tökum tarnir í dugnaði t.d. gerðum slátur, sultu ofl.

Þetta er ljúft, heimilið okkar er alltaf að taka á sig meira heimilisbrag og er blómið að róta sig vel hér í þessu húsi, á þessum stað Smile.

Ég elska að vera svona heima og þurfa ekki að hugsa um vinnuna, fer að vinna aftur 4. ágúst Angry, er ekki að nenna því.

Kveðja

Blómið í blóma


Ný færsla

Ég var komin með samviskubit yfir færsluleysinu og ákvað að skella í eins og eina færslu, en hún verður nú ekki löng, því andleysið er algjört þessa dagana, er að stíga upp úr flensu og þrekið ekki komið alveg.

Mæðradagur í dag, til hamingju mamma og allar mömmur.

Allt fínt að frétta annars, nú er maður farin að telja niður í sumarfrí, mikið verð ég glöð þegar sá tími kemur, ég ætla svo sem ekkert sérstakt að fara,  því það er svo gott að vera heima.

Smá viðbót, nú er Eurovision tíminn hjá Eurovision aðdáendum, ég er ein af þeim, ég les Eurovision fréttir og fylgist með.

Þvílíkt stuð hjá Íslenska hópnum, ég væri sko til í að vera í þeirra hópi, sjá þetta myndband, algjört æði: http://www.youtube.com/watch?v=CW7SVsOwDio&eurl=http%3A%2F%2Fwww%2Edv%2Eis%2Ffrettir%2F2009%2F5%2F9%2Fsong%2Dit%2Dtrue%2Drussnesku%2Dmyndbond%2F&feature=player_embedded

svooooo gaman að syngja þessi lög. Ég var nú ekkert sérstaklega ánægð með að senda Is it true, og er því ekki með miklar væntingar, en ég hef gaman að því að fylgjast með Jóhönnu og dáist að henni og óska henni góðs gengis. Ótrúlega stór hópur sem fer fyrir Íslands hönd,  Kræst hvað ætli þetta kosti?, snuff....allt of miklum peningum varið í þetta.

Íslenska bjartsýnin borgar sig, við erum að fara að vinna þetta eins og alltaf ha ha ha.

Blomst


Ákveðinn ungur drengur

Smá saga um minn sjálfstæða 5 ára dreng

Við fórum saman í Bónus áðan og ég fór til að finna eitthvað í matinn og kaupa mjólk í kælirinn og hann ætlaði að skoða í einhverja hillu nálægt. Svo þegar ég kem út úr kælinum þá finn ég stráksa hvergi, ég leitaði eins og geðsjúklingur og var farin að hugsa ýmislegt skrítið og fannst á tímabili að ég hefði bara haldið að hann hefði verið með mér. Ég skildi kerruna eftir og kíkti út að bíl og inn á klósett en hann gufaði upp. Ég þorði ekki að fara heim, því ef hann væri fastur eða hefði falið sig. Svo ég beið og hélt áfram að rúnta um og þá kemur hann inn með pabba sínum, þá hafði hann bara hlaupið heim því hann fann ekki mömmu. Mamman var ekki með gsm símann sinn.  Það er svaka hvasst hérna og ég í raun hissa að hann hefði þorað.  Hann sagði við pabba sinn: mamma var að kaupa mjólk og ég fann hana ekki, en hann var ekki grátandi eða hræddur. ég hef ekki taugar í svona drengi....úff, ég er enn að jafna mig.

Mamma Emils í Kattholti


Ef þú ert súr, vertu þá sætur

Mér hefur aldrei líkað við skápa þar sem eldhúss ruslið er geymt og ég lærð það á minni dvöl í bílskúrnum þar sem engir voru skáparnir að lífið er fínt án ruslaskápa, ég keypti stóra fötu/tunnu sem er bleik úr plasti, og reyndist svona líka vel, keypti poka á rúllu í Rekstrarvörum og var laus við að passa upp á fullar litlar ruslatunnur og skápa sem verða skítugir. Nú erum við með í nýja eldhúsinu tvær litlar tunnur og finnst mér þær alltaf vera fullar. Er að spá í að reyna að fá mér

poubelle-brabantia-design-touch-bin-50-450Svona Brabantia tunnu, en læt örugglega þessa bleiku duga að sinni.

Ýmislegt hefur drifið á daga okkar m.a. tannlæknaferðir og bæði sonur og yngri dóttir fengu bólusetningu 14 ára og 5 ára, drengurinn verður 5 ára á morgun 7. apríl og er það mikil tilhlökkun. Við héldum veislu fyrir fjölskyldu og vini hans sem eru ekki á deildinni hans á leikskólanum, svo er afmæli fyrir 12 krakka af deildinni á morgun, það verður stuð.

 

Annars er verið að plana ýmislegt skemmtilegt um Pauskana.

 Annars heyrði ég lag í útvarpinu áðan, gamalt lag með Olgu Guðrúnu Árnadóttur, frábær texti sem á vel við í okkar þjóðfélagi í dag, við megum ekki gleyma okkur og verðum að hugsa jákvætt.

Ef þú ert súr
vertu þá sætur
sjáðu í speglinum hvernig þú lætur
ekkert er varið í sút eða seyru
teygðu á þér munnvikin út undir eyru

Galdurinn er að geta brosað
geta í hláturböndin tosað
geta hoppað hlegið sungið
endalaust

Ef þú ert fýldur þá líkistu apa
eða krókódíl sem er af fúll til að gapa
ekkert er varið í sút eða seyru
teygðu á þér munnvikin út undir eyru

Galdurinn er að geta brosað
geta í hláturböndin tosað
geta hoppað hlegið sungið
endalaust

Lag: Ólafur Haukur Símonarson
Texti: Ólafur Haukur Símonarson

Hláturblómið


Fésbókarskömmin og meðíferð

Gott kvöld góðir gestir, ef það eru einhverjir sem kíkja á þetta tómlega blogg, sem er bara skrifað inná um Jól, Eurovision og Páska, skamm skamm, ég fékk smá kinnroða þegar góð vinkona mín talaði  til mín á msn eitt kvöldið um miðnætti í síðustu viku, ég sat við tölvuna og var að gera eitthvað allt annað en að fara bloggrúntinn gamla góða, hún sagði:  er mín að læðast á fésbókina í skjóli nætur og það var nú ekki hægt að segja nei við þessari spurningu, þessi vinkona er ekki á fésinu og þess vegna hefur maður alveg dottið úr sambandi við hana eftir að maður hætti að blogga og að skoða blogg hjá vinum. Mér fannst rosalega gaman á fésinu fyrstu mánuðina, en æji svo þegar flestir sem maður þekkir eru komnir inn sem vinir hættir þetta að vera eins spennandi, eiginlega sem betur fer því þetta er ljótur tímaþjófur. Ég ákvað sem sagt að koma með eitt stykki blogg.

Þegar þessi orð eru skrifuð þá er ég búin að afreka margt seinni partinn í dag, búin að elda góðan mat, taka úr uppþvottavél og setja í aftur einkasonurinn sofnaður, setja í þvottavél og ryksuga hljóðlaust um húsið sem er svo mikil snilld, með 9 metra langan barka. Nú er spurning hvað á að gera næst, bóndinn er á fundi og unglingurinn úti svo það er annaðhvort að slaka á eða fara að baka eitthvað. Veit ekki alveg hvort ég nenni, því ég er svoldið lúin eftir helgina, við fórum í smá ferð ekki samt í -meðíferð eins og Salomon, við skruppum vestur í fjörðinn góða á fimmtudag og komum heim í gær, vorum þar í góðu yfirlæti hjá vinafólki og sátum og kjöftuðum langt fram á nótt öll kvöldin, samt var þetta stíft prógramm og fórum m.a að heimsækja bræður okkar og fjölskyldur sem var æðislegt því við sjáumst nú ekki oft eftir að við fluttum, svo var verið mikið með Andreu okkar og svo var fína ballið á laugardagskvöldið, hrikalega gaman í góðra vina hópi og vorum svo heppin að ná balli með BG og Margréti sem verður ekki hægt hér eftir því þau eru hætt. Ég drakk mikið af hvítvíni og skemmti mér vel. (þarf samt ekki að fara í meðíferð)

Við erum flutt inn í eldhús og stofu og er það bara dýrðin ein, mikil hamingja hér á bæ eftir 9 mánaða dvöl í bílskúrnum.

Nóg komið í bili og ætla ég að standa mig betur hér.

Blómið sem fer brátt að skjóta rótum og blómstra með hækkandi sól.

 


Eurovision vangaveltur Arndízar

Árviss færsla hjá mér fyrir íslenska Eurovision þáttinn, ég er svo mikill aðdáandi svona söngvakeppna.

Nú er alveg að koma að því að við veljum "The song"  fyrir okkur Íslendinga, við erum alltaf minna og minna sigurviss finnst mér, og margir hafa talað um að lögin hafi verið eitthvað óspennandi í ár. Þau eru reyndar bara ferlega flott nokkur, allavega þegar maður hefur heyrt þau tvisvar. Mér finnst þetta allavega spennandi, þó ég sé nú á því að við ættum að spara frekar heldur en að eyða í þetta, en þetta var undirbúið fyrir löngu og ekkert hægt að hætta við.

Þau sem keppa á laugardagskvöldið 14. febrúar 2009, eru:

Got no love Flytjendur: Elektra,  Höfundur lags: Örlygur Smári

Hvað finnst mér um: Got no love?    Grípandi og nýtískulegt lag með flottri tónlist, en æji ég veit ekki með þær Hara systur, þó væri ég alveg sátt við að senda þær út, það er stemming í kringum þær, gætu alveg unnið.Smile

Is it true Flytjandi: Jóhanna Guðrún Jónsdóttir
Höfundur: Óskar Páll Sveinsson

Hvað finnst mér um: Is it true?    Já þetta er ofsalega mikið heimsklassalag og Jóhanna Guðrún alveg hrikalega flott sönkona, samt spurning um hvort það sé of rólegt, en ég er hrædd um að það fái mörg stig, ég yrði alveg sátt við  að senda hana.Cool

 Easy to fool Flytjendur: Arnar, Edgar, Sverrir og Ólafur  Höfundur: Torfi Ólafsson

Hvað finnst mér um:  Easy to fool?    Mjög grípandi og sígilt lag, vel flutt hjá þeim, ég er alveg til í að senda þá í keppnina.


Vornótt  Flytjandi: Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm  Höfundur: Erla Gígja Þorvaldsdóttir

Hvað finnst mér um: Vornótt?   Vá hvað er mikil rómantík og gamalt yfirbragð á þessu lagi, fallegt lag en þetta er ekki það sem við erum að leita að í keppnina.

Lygin ein Flytjandi: Kaja Halldórsdóttir Höfundur: Albert G. Jónsson

Hvað finnst mér um: Lygin ein?    Töff atriði, og töff söngkona og dansarar, en æji, lagið er....töff tónar í því en textinn er fokk, algjörlega passar ekki við lagið. Þetta mundi vekja athygli sem atriði en ekki sem eitthvað gott lag. Ég verð svekkt ef þetta lag fer út.


I think the world of you Flytjandi: Jógvan Hansen  Höfundur: Hallgrímur Óskarsson

Hvað finnst mér um: I think the world of you?    Heillar mig alls ekki, alltof stolið, vekur litla athygli, sorry því miður

Undir regnbogann Flytjandi: Ingó   Höfundur: Hallgrímur Óskarsson

Hvað finnst mér um: Undir regnbogann   Ég var alveg ferlega neikvæð yfir þessu lagi og fannst það lummó og svo fannst mér Ingó ekki ná að klára tónana nógu vel, en svo breyttist það við frekari hlustun. Það er svona danskur bragur yfir flytjendunum sem er svona afslappað og heillandi og ég er nú bara komin á þá skoðun að ég ætla að kjósa þetta lag, ef það verður vel flutt á laugardaginn. Sjá hér frábæra æfingu hjá þeim: http://www.youtube.com/watch?v=bVaPiQSNL04


The kiss we never kissed Flytjandi: Edgar Smári     Höfundur: Heimir Sindrason

Hvað finnst mér um: The kiss we never kissed?    Ofsalega hrein og tær ballaða, vel flutt, en þetta er eina lagið í úrslitunum sem hefur ekki vakið athygli mína, ég var eiginlega hissa að þetta hefði verið kosið áfram, því ég sá ekki þáttinn þegar þetta var sýnt. En ég held að það verði ekki í toppbaráttunni.

Spurningin er þá hvaða lag frá okkur fer til Moskvu í maí ?

Koma svo með skoðanir og comment...........og ég vil vita hver þið eruð sem eruð að lesaBandit, ég bít ekki.

Yfir og út

Euro-blómið


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband