Færsluflokkur: Bloggar
1.2.2009 | 23:11
Bjór eða bakkelsi - Hendur óskast
Þá er að koma að því að lokaspretturinn á ferðalagi okkar um húsið fari að hefjast, þ.e.a.s við erum að verða tilbúin til að setja kerfi og gipsplötur í loftið í stofunni og eldhúsinu, þetta eru stórir fletir en bara venjuleg lofthæð (niðurtekið). Þó við Gylfi séum rosalega dugleg og vinnum vel saman þá er það ekki nóg til þess að þetta gangi sem hraðast. Við þurfum því að biðja um hjálp frá þér kæri vinur eða ættingi. Við þurfum að fá hendur til að stilla, mæla, handlanga og skrúfa og halda við plötur (verðum með plötulyftu). Í verðlaun verða: bakkelsi eða bjór eftir óskum sjálfboðaliða, auk þess matarboðs-loforð hjá okkur sem gildir út lífið og boð í innflutningspartýið sem verður með vorinu. Vonandi ekki slæmt það. Líklegt að þetta verði um næstu helgi.
Hver er til ? Svara með commenti (athugasemd) eða á Facebook
Allir á Skagann sem eiga hendur , það verður stuð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.1.2009 | 00:25
Önnur verk og annir, allt og ekkert
Já ég er hér enn.
Fyrirgefið hvað ég er óvirk þessa dagana, nýtt ár og mikil bloggleti hefur geysað hér um slóðir. Það er allt fínt að frétta, allir þræl hressir og kátir. Við erum byrjuð að vinna í húsinu aftur eftir smá jólafrí, sem var alveg nauðsynlegt og gott. Við erum að taka restina af húsinu þ.e.a.s. aðal salina, eldhúsið og stofuna, þegar þessi orð eru skrifuð er búið að klæða restina af veggjum þar og þá er eftir loftið. Við mæðgur erum orðnar þreyttar á eldhúsleysinu og langar okkur svo að geta bakað kökur, það þokast.
Sonurinn er komin á kúk og piss aldurinn, ó mæ hvað orðaforðinn verður skrítinn, þið vitið vonandi hvaða aldur ég er að tala um.
Ég var að leika mér að skoða raftækjasíður um daginn og komst þá að því að raftækin í eldhúsið hafa síðan í mars-apríl 2008, hækkað um nærri helming (heildarpakkinn) frá því verði sem við keyptum það á þá. Vaaá ísskápurinn og frystiskápurinn fóru úr 116.000 kr. og kosta núna 299.900 stykkið, mikið sem við erum fegin að hafa keypt flest af þessu öllu inn í húsið í fyrra. Þetta verðlag er bara bilun.
Ég er farin að hvíla mig á þessu mánudagskvöldi, hafið það gott.
Blómið í skammdeginu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2009 | 19:03
Nýtt ár
Gleðilegt ár kæru vinir.
Nú er komið árið 2009, hver hefði trúað að þetta hafi liðið svona hratt, mjög stutt síðan árið 1987 var.
Það er einhver þoka í hausnum á mér þessa dagana og vildi ég bara henda inn einni stuttri færslu, til að láta vita að ég sé enn hér, hinum megin við tölvuna og dvelst ég eins og svo margir íslendingar á Facebook langtímum saman þegar ég er löt og nenni ekki að smíða á kvöldin.
Á morgun 6. janúar er merkisdagur hjá okkur, frumburðurinn verður 18 ára, hver hefði svo sem trúað því, að ég gæti átt svona aldrað barn . Pabbi sagði þegar við eignuðumst hana að hún væri þrettánda barnið okkar og það er hún. Ég get ekki kysst hana og knúsað því hún býr nærri 500 km. frá mér eða ég henni. Til hamingju með afmælið stóra ofurskutlan mín á morgun, hringi í þig kl. 7 í fyrramálið .
Falleg stúlka í fallegum eldgömlum peysufötum í fallegum firði.
Takk
Blómið sem er í þokusúld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.12.2008 | 13:02
Gleðileg jól allir saman, það er komin jólastund
Jæja þá er jólahátíðin alveg að ganga í garð, bara einn jólasveinn eftir að koma til byggða. Nú er tíminn til að njóta þess sem eftir er af aðventunni og ljósanna og friðarins á jólunum. Það þýðir ekkert að vera með stress yfir þessum stutta en góða tíma, það koma jól þrátt fyrir allt, hvort sem árinu hjá okkur var sorg eða gleði, eða hvort sem við náðum þeim árangri sem við ætluðum eða hvort sem við náðum að þrífa eða baka eins mikið og okkar mæður og ömmur sem töldu það vera nauðsyn að það yrði allt að vera tandurhreint og nánast fullkomið fyrir jólin. Ekki er það alveg það sem gildir, heldur frekar hvernig manni líður og að maður nái að hvíla sig og slaka á og eiga góðar stundir með fjölskyldunni. Allt þetta stress fyrir jólin er í raun bara óþarfa álag sem tekur svo enda á aðfangadagskvöld og þá er fólk oft svo þreytt að það nær ekki að njóta. Það var ekkert bakað á mínu heimili núna, og ekki er mikið þrifið, reyndar er allt nýtt en það er töluvert smíðaryk svífandi yfir ennþá og það er bara allt í góðu. Frumburðurinn komst fljúgandi til okkar í gær og fórum við mæðgur í jólaverslunarleiðangur í borginni í gær, svaka gaman, en hamingjan hjálpi mér hvað umferðin var þung, ég gæti ekki búið við þetta. Nú eru bara nokkrar jólagjafir eftir, ég er að vinna í dag Þorláksmessu og líka á morgun aðfangadag til hádegis svo er það jólafríið. Dejligt.
Jólakveðjurnar farnar að hljóma í útvarpinu og skötufnykurinn fer um allt þangað til hangikjetið tekur yfir og jólatréð verður skreytt og jólaísinn búinn til .......... nammm.
Njótið kæru vinir.
Kæru vinir, ég og fjölskylda mín óskum ykkur gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs og þakka ykkur fyrir að lesa bloggið mitt og vona að þið haldið því áfram og hafið það gott.
Jólablómið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.12.2008 | 23:42
Ekki fólkið á bak við tjöldin
Nýjustu fréttir úr svarta húsinu á horninu sem átti að vera hvítt
Við erum ekki lengur fólkið á bak við tjöldin, við erum FLUTT í næstu álmu, sem sagt eigum svefnherbergi núna, við erum búin að sofa í þrjár nætur, prinsinn okkar sefur eins og hetja í sínu herbergi í nýja rúminu, loksins laus við þessa truflandi foreldra, mér leið eins og ég væri á fínu hóteli fyrstu nóttina sem við sváfum í okkar herbergi, jiii hvað þetta var allt flott og fínt, ég skellti í gardínur og alles á no time, nú er svaka spenningur hjá prinsinum að vita hvað jólasveinninn setur í skóinn, vaknar eldsnemma og er svo hissa á þessum sveinum hvað þeir eru nú góðir. Við vorum í dag að klára smá í unglingsins herbergi og fer hún fljótlega að flytja í sitt endanlega herbergi, því Gullrassinn okkar fer að koma "heim" í jólafrí og fær þá sitt nýja herbergi sem hefur verið notað sl. mánuði, það verður gaman að fá hana og hafa alla fjölskylduna samankomna undir sama þaki, mér líður alltaf svo vel í hjartanu þegar allir ungarnir mínir eru í hreiðrinu.
Ég fór í Laugardalshöllina í gær með "fína fólkinu" að sjá og hlusta á Frostrósir, það var æðislegt að heyra goðið mitt hana Margréti Eir syngja með sinni kraftmiklu og hrífandi rödd, vá hvað hún er langbest af þeim sem voru þarna, ég bý til sér færslu um þetta kvöld, ég skal ekki gleyma því.
Styttist í jólin og ég er ekki búin að baka eitt korn, vegna þess að ég á ekki (jú ég á en hann er ennþá í umbúðunum) bakaraofn, og ég á eftir að skrifa á öll jólakortin líka, vona að ég neyðist ekki til að sleppa þeim í ár. Þetta reddast allt saman. Koma tímar, koma ráð.
Gullrassinn okkar náði öllum prófunum í skólanum og er laus við stærðfræði að mér skilst, vá hvað það hlýtur að vera mikill léttir.
Jæja best að fara að halla sér á Hótel Klöpp hehe .
Knús til þín frá mér.
Blomst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.12.2008 | 23:54
Allt að koma
Prinsinn minn á leið í afmæli
Herbergi okkar hjóna í dag
Vantar hjónarúmið
Ég fann fínar gardínustangir í RL, kostuðu 3.990 kr. stykkið, skítt með það.
Ég nennti ekki að skrifa núna í kvöld, setti myndir í staðinn, og þið sem hafið aðgang að síðu prinsins þar eru fleiri nýjar myndir.
Þreytta blómið sem er alveg að fara í varanlega næringu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.12.2008 | 23:15
Veljum íslenskt við getum ekki annað
Jerimías og jólaskór hvað allt er orðið dýrt í dag, ég var að fletta í gegnum jólagjafa handbækur Kringlunnar og Smáralindar og guð minn hjálpi mér, er ég orðin svona mikil nánös eða eru þetta bækur "ríka" fólksins, allavega er það stefnan hjá mér og minni fjölskyldu að kaupa litlar jólagjafir þessi jólin (ennþá minni en venjulega) vegna þess hve allt hefur hækkað. Tökum dæmi sem var reyndar ekki í þessum bókum: af hverju eru ekki framleidd íslensk dömubindi ? Ég þurfti að kaupa svoleiðis í gær og fór í Samkaup Strax, mjög fín hverfisbúð hér, því klukkan var orðin átta, vitið þið hvað einn venjulega einfaldur pakki af dömubindum með vængjum kostaði ? 650 - 700 kr. kostaði áður innan við 500 kr. Svo var ein vinkona að segja mér frá því að verkjatöflur svona venjulegar Panodil eru núna helmingi dýrari en Paratabs sem eru framleiddar hér á Íslandi, svo ef þið þurfið verkjalyf, veljið Paratabs. Svona mætti lengi telja, mér finnst sorglegt hvað við erum háð innfluttu vörunum og í raun svo fátt sem við framleiðum sjálf.
Það komu hérna skilaboð um daginn, Gilmar takk fyrir skilaboðin, gaman að þú skildir snusast hérna inn á, það var nú oft gaman hjá ykkur Hylfa og mér hérna í gamla daga, og hann þakkar fyrir myndbandið, hafðu endilega samband næst þegar þú ert að snusast á Skaganum .
Ég hef verið löt að blogga vegna anna, þetta er rosalega gaman að sjá húsið verða húslegra, búið að mála og parketleggja öll herbergin komin svaka skápur í hjónaherbergið og skápurinn hjá einkasyninum er að koma líka, svo vantar dósir og innstungur og ljós, svo er það sjónvarpsholið, á leiðinni í að parketleggja það, þetta kemur allt saman.
En ég er í vandræðum með gardínustangir, var búin að ákveða að kaupa ódýrar í Ikea en vegna þess að þær eru innfluttar þá eru engar stangir til í Ikea, hvar á ég að kaupa þær ? Ég tími ekki að kaupa dýrar þetta eru svo margir gluggar. Einhverjar hugmyndir og reynslusögur??
Blómið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.11.2008 | 15:20
Reykskynjarar ekki á öllum heimilum :(
Mér finnst þetta sorglegt, að fólk skuli ekki huga betur að sér og sínum, allavega hef ég þá reglu að leita að reykskynjara á heimili áður en ég fer að sofa ef ég er gestkomandi þar á bæ. Þetta var eitt af því sem pabbi lagði mikla áherslu á, á mínum uppvaxtarárum. Hjá mér er, og verður reykskynjari í hverju herbergi.
Reyklausa blómið
Brunavörnum verulega áfátt á heimilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.11.2008 | 22:02
Mini pops og aftur til fortíðar
Herðapúðapopparar enn á ný
Ég fór allt í einu að hugsa um þessa plötu í dag, vá hvað maður hlustaði á hana.
Sjá hér Abba Medley syrpu af plötunni http://www.youtube.com/watch?v=JE_b5YQ-u1A&feature=related
OG
Michael Jackson fallegi
Smá í viðbót, munið þið eftir þessum ? The Art Company. Þeir áttu frábærlega vinsælt lag í kringum fermingu minnir mig. Hvaðan voru þessir gaurar ? Ég held frá Hollandi.
Lagið er hér http://www.youtube.com/watch?v=PMmwJr9ghZY&feature=related
Af hverju eru ekki til tímavélar ?
Og eitt enn, ég er á flippi hérna, fæ fiðring í magann og allt, minningar eru frábærar tilfinningar.
Cutting Crew- (I Just) Died In Your Arms
http://www.youtube.com/watch?v=7iWIITLKEMM
Og eitt eitt enn:
Eurythmics-Sex Crime (1984)
http://www.youtube.com/watch?v=zT1H9gafkfE
Fermingarbarnið 1984
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.11.2008 | 01:09
T & T = Törn & Takk
Jæja það kom að því að gamla konan ég hrykki í gírinn eins og gömul Lada. Núna sl. þrjá daga hefur verður rótgangur á Klöpp. Svefnherbergin þrjú sem eftir eru eru óðum að taka á sig mynd, og er vonandi bara eftir síðasta umferðin á þau, búin að mála loftin og þá er hægt að fara að leggja parket og svo fataskápar góðan daginn .
Loksins gat ég skitið í lófana eftir langa tregðu , ha ha ha ha ha.
Nú er það bjartsýnis blómið sem skrifar hér inn.
Það sem er hægt að gera á nokkrum dögum er ótrúlegt, en þetta er allt mínum laghenta og þúsundþjala eiginmanni mínum að þakka, þvílíkur dugnaður og agi á einum gaur .
Á meðan við erum í stuði þá situr annað á hakanum eins og t.d. þvottur og uppvask ofl á heimilinu, það reddast.
Nú verð ég að fara að sofa kl. er 01:04 og vinna í fyrramálið, vonandi vakna ég .
TAKK fyrir allt sem ég hef og á, verum þakklát og bjartsýn og þá gengur allt betur, ég er að reyna að venja mig á að segja takk út í loftið oft á dag, því það er svo margt sem við getum þakkað fyrir.
Hégómastrumpur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)