Fólk er fífl, og vor í lofti

Ég var að tala við Andreu mína í síma áðan og við vorum að tala um lífið í blokkinni, búum báðar í blokk þessa dagana. Ég verð að viðurkenna að mér finnst blokkarlífið ekkert spes, ég er svo mikil prímadonna, auðvitað er til fullt af "góðum" blokkum en alltaf er einhver slúbbert sem hugsar ekki út fyrir hausinn á sér,  fólk er svo tillitslaust í dag, er einhvern veginn skítsama um allt og alla. Það er t.d. verið að bora með höggborvélum kl. 21:30 og líka 22:30, mér finnst það tillitsleysi sérstaklega þar sem fólk veit að það eru fullt af börnum farin að sofa í húsinu. Ég tel dagana þangað ég verð minn eigin herra á ný Grin og þeir eru 111 eða vonandi færri.

Þegar ég rölti frá bílastæðinu í vinnunni minni í morgun með gullmolann á leikskólann (sem er nánast í bakgarðinum í vinnunni minni) þá heyrði ég dásamlegt hljóð Whistling......fuglasöng, ef þetta er ekki vorboði þá má ég hundur heita W00t. Mér hefur liðið dásamlega í dag, það er svo bjart úti og það er ekki kalt úti, og ég fæ svona eins og vítamín í skrokkinn, mig langar að fara að gera svo margt, mig langar svo að þvo bílinn minn, en ég hef enga aðstöðu í dag, og ekki fer ég með kúst á hann. ég plata  út úr tengdapabba  mínum aðstöðu fyrir utan hans bílskúr ef þetta heldur áfram að vera gott.

ÞETTA ER YNDISLEGT LÍF

Allt undir control varðandi fermingarveisluna, vonandi erum við ekki að gleyma neinu sem skiptir máli. GetLost

Ég held að ég hafi fundið bjartsýnisgleraugun mín aftur í dag jibbí. Þau voru ekki langt undan.Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ég skil þig vel með blokkarlífið. Þó að nágrannar mínir á Austurströndinni hafi verið fínasta fólk þá er svo gott að vera í sérbýli. Ætli þetta sé af því að maður vill ekki hafa ókunnugt fólk svona "ofan í sér", vill hafa það í ákveðinni fjarlægð. Kannski er maður bara skrýtinn .

En ég mæli með barnaplötunni Fólkið í blokkinni, svona þangað til þið flytjið   http://www.tonlist.is/Music/Album/2176/ymsir/folkid_i_blokkinni/#0

Þú ert alltaf velkomin í bílskúrinn okkar, kannski aðeins lengra að fara en til tengdó:) en bara smá.

Lag dagsins, Vorið er komið..... af plötunni Algjör sveppur..... http://www.tonlist.is/Music/Album/1856/gisli_runar_jonsson/algjor_sveppur/#0

Hilsen

Dæs

Dizzy (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 09:26

2 identicon

Fuglagargið er búið að vera viðvarandi í mínu húsi í allan vetur, sko enginn vorboði þar á ferð ef þú spyrð mig!
Ætla nú samt ekki að skemma fyrir þér vorfílinginn, mig er næstum farið að langa í labbitúr, það er sko merki um vorkomu hjá mér... (mig langar hins vegar mjög sjaldan að þrífa bílinn minn )

Marta (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 12:59

3 Smámynd: Heiðrún Björk Jóhannsdóttir

Já það getur svo sannarlega verið flókið að vera í sambúð með "fólki út í bæ", það þekki ég af eigin raun. Ég bjó nú á sínum tíma með miðbænum eins og hann leggur sig! Skinkan í samlokunni Barinn/Oliver. Vaknaði um miðjar nætur við dúffið á skemmtistöðunum. Og þegar ég heyrði í götusópurunum um kl 6 að morgni vissi ég að vorið var komið. Ég á varla orð yfir hversu fegin ég er að vera flutt úr skarkalanum í hlíðarnar, þó það hafi verið þægilegt og stundum rómantískt , á sinn hátt að búa í 101. Nú nýt ég þess að heyra fuglana syngja við píanó undirleik af efri hæðinni og rölta í bæinn og heimsækja fyrrum sambýlingana, miðbæjar rotturnar....      Heiða fyrrum rotta.

Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 12.3.2008 kl. 17:49

4 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Já fólkið í blokkinni Dæs, ég þarf að hluzta á hana.

Marta mín, já mikið skil ég þig vel, þessi sníkjudýr sem garga í þínu húsi eru ekki skemmtileg, ég væri búin að missa vitið það get ég sagt þér. Allt í lagi ef þeir tísta fallega á næsta húsi.

Heiða mín fyrrum rotta eð Píla Pína, já það er nú gott að þú sért sátt í hlíðunum, þetta er voða kósý hverfi, Marta er örugglega sammála okkur um það.

Þetta líf,  þetta líf.

Arndís Baldursdóttir, 13.3.2008 kl. 08:44

5 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Tilheyra Hlíðarnar ekki miðbænum?

Ég bý sko uppi á heiði, laangt frá miðbænum. Og ég hef aldrei búið í blokk (telst Engjavegur 21 nokkuð blokk?) nema nokkra mánuði á stúdentagörðunum. Þar reyndar heyrði ég þegar nágranninn á efri hæðinni prumpaði og sá á neðri hæðinni saug í nefið. Og allt þar á milli.

En 110 dagar eru fljótir að líða. Nema kannski þegar maður er að byggja.

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 14.3.2008 kl. 12:04

6 identicon

Ég held að Engjavegur 21 teljist ekki blokk, ekki nema 2 íbúðir. Ég var að flytja þaðan eftir átta og hálft ár. Gott að búa á Engjaveginum.

p.s. Fríða Rún, til hamingju með daginn. Það er kannski eins gott að ég var búin að ákveða að koma ekki. Margrét Inga er búin að vera lasin síðan á miðvikudag, var svo lögð inn á spítalann á föstudagsmorgun og vorum við að koma heim núna rétt áðan.

Kveðja til allra.

Sóley

Sóley Vet (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband