16.5.2008 | 18:24
Og svo er hljótt
Yndislegur texti tileinkaður pabba mínum, fjölskyldu og vinum mínum sem hafa verið í þessum sporum. Takk fyrir fallegar kveðjur blóm og hugsanir elsku vinir.
Hvernig stóð á því
Að loginn slokknaði svo fljótt
Og kólguský dró fyrir sól?
Stórt er spurt, en svarafátt
Stundum virðist allt svo kalt og grátt.
Þá er gott að ylja sér við minninganna glóð,
Lofa allt sem ljúfast var meðan á því stóð
En það er ótrúlegt
Hve vindur getur snúist alveg ofurskjótt.
Og svo er hljótt.
Allt sem var og allt sem er.
Eftirleiðis annar heimur hér.
Það er sagt að tíminn muni græða hjartasár
En sársaukinn þó hverfur tæpast alveg næstu ár
Ó, þau sakna þín.
En þau þakka fyrir það að hafa fengið að
Eiga með þér þetta líf
Því fær enginn breytt sem orðið er.
Og öll við verðum yfirleitt að taka því
Sem að ber að höndum hér.
Sama lögmálið hjá mér og þér
En það er gott að ylja sér við minninganna glóð
Lofa allt sem ljúfast var meðan á því stóð
Ó, þau sakna þín.
En þau þakka fyrir það að hafa fengið að
Eiga með þér þetta líf
(Lag: D.Gates, texti: S. Hilmarsson)
Athugasemdir
Elsku Addý mín og fjölskylda.
Sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur á þessari sorgarstundu. Minningin um góðan mann lifir áfram.
Kveðjur
Þórdís
Þórdís Einarsdóttir, 17.5.2008 kl. 10:28
Elsku Addý og fjölskylda
Sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Kveðja að vestan Helga Aðalsteins
Helga Aðalsteinsdóttir, 17.5.2008 kl. 13:34
Elsku Addý og fjölskylda
Sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Kær kveðja
Lína
Sigurlína Jónasdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 15:57
Takk elsku Þórdís, Helga og Lína, það er svo gott að fá svona kveðjur, gott að eiga góða að.
Arndís Baldursdóttir, 18.5.2008 kl. 00:15
Elsku Addý mín fallegar tvær síðustu færslur hjá þér. Ég votta ykkur öllum samúð mína og hugsa mikið til þín og þinna. Veistu ég man að ég hlustaði mikið á söknuð með Vilhjálmi fyrir 19 árum, svo rosalega fallegt, en minning um góðann mann mun lifa áfram í ykkur öllum. Knúsaðu alla frá mér og svo má Gylfi knúsa þig fyrir mig elsku besta vinkona. kveðja Hanna Mjöll
Hanna Mjöll (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 21:55
Elsku fjölskylda.
Ég er mikið búin að reyna að finna eitthvað frábært til að skrifa hér en ekkert dottið í hug fyrr en ég mundi alltíeinu speki sem ég las einu sinni í Spámanninum ,, Þegar þú ert sorgmæddur Skoðaðu þá aftur huga þinn Og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín." Samúðarkveðjur og knús
Tinna (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 22:45
Elsku Addý mín, Gylfi, Andrea, Fríða Rún og litli prins Baldur Freyr. Ég er búin að hugsa svo mikið til ykkar eftir að ég fékk þessar sorgarfréttir. Við Bikki vottum ykkur öllum dýpstu samúðar.
Ég hringi í þig elsku vinkona,
Saknaðarkveðja
Gabríela
Gabríela (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 22:55
Elsku fjölskylda ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðar kveðjur
Indíana
Indíana (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 00:52
Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum,
hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta.
Ég er svo nærri, að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn þið mig haldið.
En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug,
sál mín lyftist upp í mót til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur
og ég, þó látinn sé, tek þátt í gleði ykkar
yfir lífinu.
Hugsa til ykkar elsku Addý mín, Gylfi, Andrea,
Fríða Rún og Baldur Freyr.
Kveðja Heiða og fjölskylda.
Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 19.5.2008 kl. 15:38
Elsku Addy min
Eg sendi ykkur minar innilegustu samudarkvedjur. Gud veri med ykkur og gefi ykkur styrk.
Kaer kvedja
Gudrun Anna
Gudrun Anna (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 08:58
Elsku Addý,
Ég rakst á síðuna þína og þá sé ég þessar sorgarfréttir.
Sendi þér og þínum mínar innilegustu samúðarkveðjur kæra skólasystir.
Kær kveðja, Anna Málfríður.
Anna Málfríður (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 11:49
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir,
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
Erum með hugann hjá ykkur öllum, kæru vinir.
Gréta og co (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 14:00
Elsku Addý.
Ég sit hér heima og er með hugann hjá ykkur. Ég veit að það er erfitt að horfa fram á við því nú er allt svo breytt. En þið eruð svo rík að eiga góðar minningar um ljúfar stundir með frábærum pabba og afa og það verður aldrei frá ykkur tekið. Hugsaðu um ykkar dýrmætu samveru síðustu misseri og þann viðbótartíma sem þið fenguð saman af því að þú fluttir suður.
Ég sendi mínar bestu kveðjur til ykkar allra og ég lofa því að taka vel á móti henni Andreu minni þegar hún kemur aftur á Eyrarskjól.
Vonandi get ég aðeins fengið að hitta þig þegar ég kem suður á næstu helgi.
Þín Sóley
Sóley Vet (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 15:22
Elsku Addý mín og fjölskylda. Hugur minn er búinn að vera hjá ykkur í dag. Ég finn ekki nógu góð orð til að hughreysta þig eða sýna samúð mína. Þetta er ólýsanleg tilfinning að missa einhvern nákominn sér. Það er ekkert sem fyllir það tómarúm sem myndast. Sagt er að tíminn lækni öll sár, en þau gróa aldrei. Maður lærir bara að lifa með þeim. Þessi texti í laginu sem Stefán Hilmarson samdi þegar vinafólk hans missti litla dóttur sína segir allt sem segja þarf. Hér kemur smá texti út því lagi sem er svo fallegur.
Því fær enginn breytt sem orðið er.
Og öll við verðum yfirleitt að taka því
Sem að ber að höndum hér.
Sama lögmálið hjá mér og þér
En það er gott að ylja sér við minninganna glóð
Lofa allt sem ljúfast var meðan á því stóð
Ó, þau sakna þín.
En þau þakka fyrir það að hafa fengið að
Eiga með þér þetta líf
Þín vinkona Gabríela
Gabríela (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 23:33
Elsku Addý, Gylfi, Andrea, Fríða Rún og Baldur Freyr
Við sendum ykkur okkar innilegust samúðarkveðjur, megi drottinn blessa ykkur og styrkja í sorginni.
Bestu kveðjur
Magga, Halli, Marta Kristín og Stefán Óli
Magga Óla (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.