Símenntun, elskaðu sjálfan þig

Ég er komin með Facebook síðu, alveg ótrúlega gaman að sjá hvað það eru margir á mínum aldri þarna, ég kann svo sem ekki mikið á þetta en það lærist. Og á einni viku hef ég eignast 60 vini, meirihlutinn af þeim er frá sama stað af landinu og ég.

Margt hefur verið í gangi hjá mér og mínum síðan síðast, ég fór t.d. á fund eða námskeið hjá Begga og Pacasi á fimmtudagskvöldið, þeir eru svo miklar dúllur, það var alveg ferlega gaman, þetta var hluti af viku símenntunar og þeir töluðu um lífið og tilveruna og lögðu sérstaka áherslu á að maður ætti að horfa í spegilinn, hafa alls staðar spegla og dást að sjálfum sér og finnast maður vera flottastur alveg sama hvernig maður lítur út, ég verð að viðurkenna að ég er oftast haldin þessari áráttu og ekki að ástæðulausu sem ég var Hégómastrumpur (þessi með spegilinn) í strumpaprófinu.Blush.

Beggi mundi eftir mér, frá því ég var lítil því við bjuggum hlið við hlið og ég lék mér við litlu systur hans til margra ára. Mér fannst fyndið að hann þekkti mig aðallega á svipnum frá mömmu, við erum greinilega býsna líkar mæðgurnar og er ég stolt af því að líkast henni. En hann mundi nafnið mitt líka.

Jæja nenni ekki meiru í bili, og já allir að kvitta hér fyrir neðan, bara kvitt kvitt og nafn.Whistling

Ps. herðapúðapopparinn frestast enn um einn dag enn Shocking.  

Blómið sem leggst brátt í dvala. Og hvað eru margir dagar til jóla ? Sjá talningu á síðunniSideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er ágætt innlegg í símenntun - muna eftir að elska sjálfan sig. Ég er líka alveg sammála Begga, þú ert lík mömmu þinni :)

Það eru 84 dagar til jóla, of snemmt til að byrja að telja.

Marta (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 11:17

2 identicon

Jóla hvað!!!! Ég ætla nú fyrst að byrja á að telja hvað er langt í St. John's ferðina.... 28 dagar, tel náttúrlega ekki daginn í dag með, svo getur maður líka sleppt sjálfum brottfarardeginum.... 27 dagar..... svo tekur því nú varla að telja helgar með því þá er maður bara í fríi og gaman....... 19 dagar......... sko, bara örstutt þangað til. Dollarinn hefur sem sagt tíma til að lækka fyrir mig takk fyrir takk. Hann var í 83 fyrir ekki svo löngu síðan en er búinn að hoppa opp og ned í allan dag, fór í 105,50 áðan.........mamamaður bara áttar sig ekki á þessu!!!

Það fá bara allir jólagjafir úr dollarabúðinni .

Hilsen

Dizzy

Dizzy (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 13:51

3 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Ja hérna, já ég ætla nú að mæla með því að allir afnemi hér með jólagjafir yfir 1.000 kr.  Þær eiga bara að vera heimatilbúnar eins og döðlukonfektið  holla holla sem Beggi og Pacas kenndu okkur að búa til. Það er rugl að vera að gefa jólagjafir þegar allir eru komnir  í bullandi mínus út af blessaðri krónunni sem er liggur á gjörgæslu og er vart hugað líf . Nú er bara að fara að taka slátur, vefa efni og sauma föt heima og lifa spart. Segir aumur húsbyggjandinn.

Arndís Baldursdóttir, 1.10.2008 kl. 15:20

4 Smámynd: Ísbjörn

Kvitt, kvitt kæra  vinkona.

Það er alltaf jafn gaman að lesa færslunar þínar. Vildi að ég væri svona andrík. Greinilega gaman hjá þér, hehe, eins og alltaf. Bíð spennt eftir að sjá næsta herðapúðapoppara

KV Sóley

Ísbjörn, 1.10.2008 kl. 15:39

5 identicon

Kvitt, kvitt kæra vinkona,

kveðja

Hanna M.

Hanna Mjöll (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 19:53

6 identicon

Hæ frænka

Alltaf gaman að lesa bloggið þitt :)

Var að reyna að finna þig á facebook en ekkert gekk :(

 Kveðja Unnur

Unnur (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 22:34

7 identicon

Hæ skvís

Gaman að lesa bloggið þitt og heyr heyr fyrir hugmyndum um jólagjafirnar :) ég er svo sammála þessu    

Over and Out

Linda Lúní 

Linda Lúní (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 09:38

8 identicon

Til lukku með bóndann.......

Stakkanesgengið (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband