Biblía krepputíðar gefin út af L.Í. árið 2003

Nú er að taka fram bókina litlu sem Landsbankinn gaf okkur 

Sparibók Landsbankans var gefin út í janúar 2003, já þeir hafa vitað þetta allan tímann, þetta er eitt stórt samsæri allt saman, eins og Spaugstofumenn sögðu hérna um árið. Mörg eru hollráðin í þessari bók, t.d. 

Nr. 065 Í hvað eyðirðu mestum peningum, hvernig geturðu dregið úr þeim kostnaði, án hvers geturðu komist?

Nr. 063 Taktu vasareikni með þér í búðina. 

005: Oft má drýgja sjampó og sápur um 1/3 án þess að það komi niður á hreinlætinu.

008: Tómar djúsfernur má nota sem sparibauka.

013: Lifðu einföldu lífi. Að hjóla sparar peninga og bensín og er ókeypis líkamsrækt. Lestu bók í stað þess að leigja mynd eða leiktu við börnin.

031: Þótt mjólkin og rjóminn séu rétt skriðin yfir síðasta söludag ma´nota hvort tveggja í súpur án þess að það komi niður á gæðunum.

037: Tættu niður ostaenda og frystu. Notaðu þá síðan í gratín.

038: Notaðu álpappírinn aftur.

046: Vatn er besti svaladrykkurinn.

047: Borgaðu reikningana á réttum tíma og forðastu óþarfa kostnað.

048: Gerðu sparnaðinn að leik. Geturðu komist af með fimm hundruð krónur á dag? Jafnvel ekkert?

055: Notaðu bókasöfnin! Þau lána þér ekki bara bækur, heldur líka geisladiska og tölvuleiki. Þar geturðu líka blaðað frítt í tímaritum og komist á Netið.

063: Taktu með þér vasareikning í búðina.

084: Skipuleggðu útréttingar. Betra er að stoppa nokkrum sinnum í einni ferð en fara margar stuttar ferðir.

127: Það kostar ekkert að senda SMS á netinu.

Nr. 043 Þú getur sparað þér eldhúsrúllukaup ef þú ert með nóg af viskastykkjum og tuskum í eldhúsinu.

Nr. 014 Ekki henda stökum sokkum. Þeir eru ágætir ryk- og afþurrkunarklútar

Nr. 009 Ekki henda gamla sturtuhenginu. Það má nota það sem hlífðarplast næst þegar þú málar.

Nr. 010 Ekki henda dagatali síðasta árs. Þú getur klippt það niður og notað sem merkimiða á pakka eða skrifað aftan á það. stærri dagatöl er hægt að lakka og nota sem glasa- og diskamottur.

Nr. 130 Taktu með þér popp í bíó. Þú getur tekið með þér aukaskammt og reynt að selja næsta manni svolítið af því. GetLost       ó mæ.

Nú verður maður að fara að lesa hana betur, kannski það séu til svona bækur á lager ennþá í einhverjum útibúum ?

Ég geymdi a.m.k. mitt eintak, Landsbankakonan ég Blush

Já nú verður maður bara að fara að lifa eftir þessu öllu saman. Allir að spara Halo. Algjör snilldarbók.

Hluti af þessari færslu er gamall frá því í apríl, en mér fannst alveg tilvalið að  koma með þetta aftur og ég kem svo með fleiri ráð úr bókinni í næsta bloggi.

Lifið heil og munum að vera bjartsýn og spila með, það er ekkert annað í boði.

Spariblómið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir góð ráð kæra vinkona:O) Ég er s.s ekki Landsbankakona og á þar af leiðandi ekki svona flotta bók, en endilega gefðu okkur lesendum fleiri ráð

Bestu kveðjur

Glitniskonan

Hanna M. (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband