Tegunda-árátta

Ég fattaði í dag hvernig ég get verið skrítin, ég geng framhjá raftækja og gjafavörubúð þegar ég fer úr vinnunni og út í bíl á daginn. Stundum standa raftæki í umbúðum fyrir utan þessa búð. Ég stóð mig að því að byrja strax að leita að nafni eða merki, það stóð eitthvað AV-040 eða eitthvað svoleiðis, og hugsaði: þetta hlýtur að vera AEG, svo leit ég nánar á umbúðirnar og þá sé ég að þetta er eitthvað annað merki, mig minnir að það hafi verið Indesit eða eitthvað svoleiðis, þetta sá ég á minni hraðferð frá vinnu út í bíl og ég stoppaði ekki við. Ég tek það fram að ég er ekki merkja-snobbari fyrir fimm aura, en ég verð alltaf að vita hvaða tegund þetta er, hvort sem um er að ræða heimilistæki, bíla, kerrur og barnavagnar eða bara fólk, ég hef rosa gaman að því að spá í hvernig tegund af fólki þessi og hinn er og er flink í að greina það oftast. Ég man eftir því að mamma og systir mín voru alltaf að segja við mig þegar ég var yngri að ég ætti að hætta að glápa svona á fólk, þær skömmuðust sín stundum fyrir mig hvað ég mændi á fólk. Ég er bara mjög fróðleiksfús á þetta allt saman og hef gaman að.

Ég bíð spennt eftir því að geta rifið utan af heimilistækjunum mínum öllum og byrjað að skoða og fikta.

Ótilgreind tegund af blómiJoyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú værir þvotttavél, hvaða tegund værir þú?

Heiða (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 21:02

2 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Ég væri pottþétt Bloomberg, ef það er til .

Arndís Baldursdóttir, 26.10.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband