Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
29.2.2008 | 17:00
Fæ ekki innblástur í svona kulda
Ég bíð eftir vorinu, í alvöru..........fólk, er ekki nóg komið af þessum vetri, ég hélt í sakleysi mínu að þetta yrði betra hérna sunnar á landinu, nei nei. Ég held því enn og aftur fram að ég sé blóm, og blómin dafna ekki í svona kulda og liggja því dva........la.
Afsakið bloggleysið, en ég hef trúa á að þetta komi með hækkandi sól, og þá er sólin of skær fyrir mig......það er vandlifað í þessum heimi.
Hvar eru bjartsýnisgleraugun mín aftur.. Ég hlýt að fara að finna þau fljótlega.
Blomster
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.2.2008 | 00:49
Eurobandið fer til Serbíu í maí : )
Skipuleggjendur Laugardagslaganna í Sjónvarpinu mega ver stolt af þættinum í kvöld, opnunaratriðið var STÓRKOSTLEGT, ég hélt ég myndi missa húðina, svo mikil var gæsahúðin þegar Páll Óskar og co. komu með lögin okkar í syrpu, vá hvað sviðsmyndin var flott, hreint út sagt æðislegt.
Ég var nú frekar sannspá fyrir úrslitunum í hugleiðingum mínum hér fyrir neðan. Ég er sátt við úrslitin, Eurobandið stóð algjörlega upp úr og gott að náðu sigri, þó fannst mér allir mjög góðir nema Dr. Spock og Merzedes Club, þetta sándaði ekki nógu vel hjá þeim því miður. Ragnheiður Gröndal var æði og líka Davíð Olgeirs. algjört æði, vel flutt hjá þeim.
Algjör veisla fyrir íslenskt söng- og tónlistaráhugafólk.
Takk fyrir mig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.2.2008 | 23:08
Eurovision vangaveltur Arndízar
Ég verð alltaf jafn spennt á hverju ári þegar kemur að því að velja "The song" fyrir okkur Íslendinga, við erum auðvitað alltaf jafn sigurviss. Ég man í fyrra að ég var svo reið og ákvað að hætta að horfa á þetta helv......, ég sagði þá að við ættum að hætta að ausa peningum í þetta, við hefðum engan séns í þessi austantjaldslönd, þeir kjósa bara þá sem eru "nágrannar" þeirra, eins og reyndar okkur hættir til að gera líka, alveg furðulegt og sama hvað söngvararnir eru lélegir. Þetta snýst ekki lengur um sönghæfileika því miður, ég er svo mikill söngfugl og hef svo gaman að þessu. Nú verður þetta með öðru sniði skilst mér, þrjú kvöld 18 eða 19 lög í einu og 10 komast áfram í tveimur undanþáttum (vona að ég fari með rétt), tölfræðilega ættum við að komast upp úr undanúrslitunum, við bara verðum .
Lögin 8 sem hafa verið að koma út úr Laugardagslögunum í vetur eru misjöfn og ólík, en mörg hver af öllum lögunum sem komu fram í þáttunum eru mjög flott.
Þau sem keppa á laugardagskvöldið 23. febrúar 2008, eru:
Gef mér von Flytjandi: Páll Rósinkrans
Höfundur: Guðmundur Jónsson
Hvað finnst mér um: Gef mér von? Ofsalega fallegt og flott lag eins og lagasmíðar Gumma Jóns eru, en þetta lag hentar ekki í þessa keppni.
Núna veit ég Flytjandi: Magni Ásgeirsson
Höfundur: Hafdís Huld Þrastardóttir
Hvað finnst mér um: Núna veit ég? Mmm...Ljúft lag en á ekki heima í svona keppni, held að Magni hafi fengið stigin en ekki lagið.
In your dreams Flytjandi og höfundur: Davíð Þorsteinn Olgeirsson
Hvað finnst mér um: In your dreams? Davíð Olgeirs finnst mér svo mikið krútt, ég heyri mikla Bítlatóna í þessu lagi, mjög gott lag en held að við vinnum ekki út á það.
Hvað var það sem þú sást í honum? Flytjandi: Baggalútur
Höfundur: Magnús Eiríksson
Hvað finnst mér um: Hvað var það sem þú sást í honum? Töff lag en hittir ekki í mark hjá mér, ég er ekki hrifin af svona kántrý lögum.
Fullkomið líf Flytjandi: Eurobandið
Höfundur: Örlygur Smári
Hvað finnst mér um: Fullkomið líf? Vá, hafið þið heyrt byrjunina á laginu, alveg eins og eitthvað rosalega Austur-Evrópulag, ég er bara nýbúin að fatta þetta. Þau ætla að vinna þessa keppni, svo er Palli sæti víst komin í lið með þeim og lagið komið yfir á ensku og búið að bæta meira techno í það. Ég spá alveg eins þessu lagi sigri hér á laugardaginn, Regína Ósk og Friðrik Ómar eru líka með bestu söngvurum landsins, ef það skiptir máli. Glæsilegt lag og verður pottþétt vel flutt.
Hvar ertu nú? Flytjandi: Dr. Spock
Höfundur: Dr. Gunni
Hvað finnst mér um: Hvar ertu nú? Heillar mig alls ekki, en margir gárungar þarna úti eru hrifnir af húmornum, en hey.........þetta er söngvakeppni. Ekki dýragarður.
Ho, ho, ho, we say hey, hey, hey Flytjandi: Merzedes Club
Höfundur: Barði Jóhannsson
Hvað finnst mér um: Ho, ho, ho, we say hey, hey , hey? Töff lag, ég var alveg viss þegar ég heyrði það fyrst í laugardagslögunum að þarna væri komið sigurlagið okkar, en skipti svo snarlega um gír á laugardagskvöldið þegar þau fluttu það aftur, það var komið svo mikið óöryggi í lagið, söngkonan ekki lengur með effect í mike-inum og komin bakrödd, þetta hljómaði ekki alveg nógu vel, því miður. Þau bæta vonandi úr því, því þetta er svaka töff atriði, svo er Barði svo skemmtilega aulalegur. Það gæti unnið.
Don't wake me up Flytjandi: Ragnheiður Gröndal
Höfundur: Margrét Kristín Sigurðardóttir
Hvað finnst mér um: Don´t wake me up? Ofsalega hreint og tært lag og líkt öðrum lögum sem Margrét Kristín hefur samið, ég er ekki að falla fyrir stílnum hennar, og þó að Ragnheiður Gröndal sé æði hér á Íslandi held ég að við gætum ekki sent hana, það er samt eitthvað í þessu lagi og atriði sem er heillandi, og flottustu bakraddir á landinu. Þetta lag gæti komið okkur á óvart.
Spurningin er þá hvaða lag frá okkur fer til Belgrad í Serbíu í maí ?
Koma svo með skoðanir og comment...........og ég vil vita hver þið eruð sem eruð að lesa, ég bít ekki.
Yfir og út
Euro-blómið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.2.2008 | 12:54
Stjörnuspá fyrir mig og hina krabbana í dag
Krabbi: Þú lærir aftur að meta það að njóta verkefnanna. Hamingjan felst í því að hafa meira gaman af hlutunum en sá við hliðina, og fá hann til að taka þátt í því.
Og hana nú
Blomster
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2008 | 10:48
Mikil notkun á bláa pissinu í borginni, og munaðarvaran bensín
Ég var í borginni í gær á námskeiði og fyrir viku síðan líka og ég get svarið að mér finnst umferðin þar algjör steypa, ég skil bara ekki hvernig fólk getur vanist þessu en öllu má líklega venjast, það vakti athygli mína á ferðum mínum undanfarin mánuð þar að fólk er algjörlega háð rúðupissinu á bílnum hjá sér, ef rúðupissið klárast geturðu bara gleymt því að komast eitthvað, án þess að keyra á eða útaf, svo mikið hefur verið saltað greinilega, ég vorkenni fólki að þurfa að hafa bílana sína í þvílíkum saltaustri alla daga, enda eru flest allir bílar grá-svartir. Rúðupissið er jafn nauðsynlegt og bensínið, ég lenti í um daginn að klára pissið í Mosfellsbæ, en á góða að þar og fyllti á pissið. Heyrði í útvarpinu um daginn að Svíar setji sykur saman við saltið á göturnar til að draga úr tæringu á lakkinu á bílunum því salt er nú ekki talið fara vel með lakkið, en það ku vera of dýrt fyrir okkur að blanda sykri saman við hér á Íslandinu.
Bensínverðið er hrikalega dýrt þessa dagana, og held að maður þurfi nú að fara að draga saman skutl hér og skutl þar. Held að fólk ætti bara að fara að sameina ferðir og taka strætó. Íslendingar eiga svo marga bíla þetta verður erfitt.
Annars er allt gott að frétta, ég er að fara upp í hús að einangra nokkra veggi, ætla að vera dugleg um helgina svo þetta klárist einhvern tímann, svo þurfum við að fara að skoða eldhúsinnréttingar og svoleiðis hluti. Er einhver sem veit um flottar innréttingar á viðráðanlegu verði, endilega setjið í comment ef þið hafið reynslu af einhverjum.
Ég er himinlifandi yfir því að það skuli vera hiti úti en ekki frost, það má rigna fyrir mér núna og vera rok, en plís.......ekki snjór og frost. Það fer að vora.
Blómið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.2.2008 | 22:53
Þeir klæddu mig úr kjólnum
Morgunblaðið kom mér skemmtilega á óvart í morgun þegar þeir birtu bloggið mitt "Ég held ég sé blóm" ég fékk hringingu frá systur minni í morgun: ertu búin að sjá moggann? Ég hugsaði hvað getur það nú verið að sé í mogganum, bjóst við að maðurinn hennar væri á forsíðu eða eitthvað. Þetta fannst mér bara reglulega gaman og viðurkenning fyrir mig sem byrjanda í bloggheimum. Mér fannst myndin af mér dáldið öðruvísi þarna í blaðinu, búið að taka nærmynd af myndinni og taka kjólinn minn fína út og ég leit út eins og nakinn með semilíuhálsmen ha ha ha ha..........gaman að þessu.
Foreldrar mínir ráku bæði upp stór augu þegar þau sáu bloggið mitt og nafnið mitt og mynd í mogganum í morgun því þau vissu ekki um þetta blogg mitt (ekki að ég hafi verið að leyna því )og kalla þau mig bæði blómiðhér eftir hehe
Mér þætti nú vænt um að þið sem skoðið síðuna mynduð nú kvitta fyrir innlitið því heimsóknum hefur fjölgað um helming, jibbí jei, gaman að fá fleiri í heimsókn og ennþá meira gaman að vita hver þið eruð.
Ég fór í fermingar fatabúða leiðangur í dag með Fríðu minni, og við eigum eftir að skoða miklu meira erum rétt að byrja og svo fór prinsinn í klippingu til Gísla rakara, alltaf jafn gaman að fara til hans, hann er frábær við börn.
Ég er byrjuð að ráðast á óhreina þvotta hauginn, sem þýðir að það er að létta til, ég þakka það blessaða Herbalife shake-num mínum sem ég er farin að taka aftur tvisvar á dag og ég finn strax mun á skrokknum hvað ég er hressari og betri í liðum. Gott mál.
Bestu kveðjur til ykkar allra
Blómið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
11.2.2008 | 22:56
Myndir af húsinu okkar
Set hér inn nokkrar myndir af húsinu okkar.
Sjá fleiri myndir á www.barnanet.is/baldurfreyr
Það er nóg framundan að gera hjá okkur, ferming 16. mars og svo öll vinnan í húsinu, okkur ætti ekki að leiðast. Stefnum á flutning ekki seinna en 28. maí. Allir eru velkomnir í húsið til að hjálpa.
ÞAÐ HLÝTUR AÐ FARA AÐ LAGAST VEÐRIÐ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2008 | 15:32
Ég held ég sé blóm
Ég held ég sé blóm eða planta, mér líður illa þegar veður er vont og þegar snjórinn kemur leggst yfir mig síþreyta og mig langar að chilla og geri nánast ekki neitt, svoleiðis hafa síðustu dagar verið, úff. Það er helzta ástæða fyrir bloggleysinu, leti og aftur leti, þvotturinn heima hleðst upp nenni engu heima hjá mér. En ég finn um leið og það fer að birta hvað ég lifna við. Nema ég er ekki sátt við það eins og blómin þegar flugurnar fara á kreik. Ég er ekki hrifin af pöddum, þess vegna verða engin tré og engin blóm í garðinum á nýja húsinu mínu, svo ætla ég að fá mér gervi uglu svo fuglarnir komi heldur ekki nálægt mér og skíti ekki á þvottinn minn eins og á Urðarveginum.
Þið haldið örugglega að ég sé að tapa mér, en svona er ég skrítin.
Addý paddý
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.2.2008 | 08:36
Snjór, andleysi og leti
Vildi bara láta ykkur vita að ég er á lífi, fer bráðum að setja inn bloggfærzlu. Svaka snjór sem kom í nótt, nú mega Skagamenn kvarta, en gaman að keyra góða Subaru-inn minn, drífur rosa vel :))
Heyri í ykkur seinna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)