Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Mig langar í hlýjan bílskúr

 

Ég hef verið það heppin í gegnum tíðina að ég hef nánast alltaf átt bílskúr, sem ég hef getað sett bílinn minn inn og farið á hlýjum bíl út í kuldann. Þennan vetur reynir á þolinmæði mína, þar sem við búum í blokk og þar er enginn bílskúr og bílskúrinn í nýja húsinu ekki tilbúinn. MÉR ER SVO KALT, hvenær tekur þetta enda þessi snjó-kulda tíð, ég átti satt að segja ekki von á þessu, hélt í sakleysi mínu að það væri mildari vetur hér sunnar á landinu, allavega ekki veturinn 2007/2008, hvað sem verður meira. Veðurfræðingar segja að á sunnudag sjáist koma smá heitara loft í kortin. Ég er greinilega kuldaskræfa þó ég telji mig vera hraustan Vestfirðing. Andrea keyrði vestur í dag með Kára sínum og gekk ferðin vel hjá þeim, veðrið var gott og fallegt. Baldur minn er með kvef, hósta og smá hita. Annars er lítið að frétta héðan frá Suðurpólnum, allt við það sama, við Zíamz systur Dizzy og ég erum að skipuleggja fermingarferðina okkar með fermingarbarnið í skemmtilegu borgina í apríl, erum að reyna að fá vinkonur með okkur í þessa ferð, sjáum hvernig það gengur. En spennandi er það. Ég er svo löt núna, langar mest að skríða undir sæng, kannski maður geri það bara. Góða nótt kæru vinir. 

M.K

garage-toit-2pans-logo


Helgin var góð

Ég var komin með leið á þessu bloggi hér fyrir neðan og ákvað að skella inn einni snöggri færslu.  Helgin var bara mjög skemmtileg og þægileg, fórum á Sólarkaffið á Broadway á föstudag, það var mjög gaman og mörg andlit sem maður kannaðist við. Laugardagurinn var rólegur og góður hjá mér og börnunum en húsbóndinn hamaðist við að setja ull í loftið í húsinu okkar. Svo fékk ég boð um teboð hjá Heiðu og ég skellti mér aftur í borgina á laugardagskvöldið með  Sóley, við fórum til Heiðu og það var svo gaman að hittast loksins, það vantaði reyndar tvær gellur. Sunnudagurinn var svo leti, fór reyndar smá stund upp í hús til að hjálpa húsbóndanum að sópa og taka til.

Nenni ekki meiru í bili.Sick


Nú er frost á Fróni

Hæ hó, holtakex

Gleðilegan bóndadag, þorrinn er mættur í öllu sínu veldiWoundering Og Ísfirðingar til hamingju með Sólarkaffi daginnSmile.

Já í dag vöknuðu íslendingar við það í útvarpinu að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bað fólk að halda sig heima fyrri part dags vegna ófærðar og veðurs, já mér skilst að það sé meiri snjór í Reykjavík heldur en hér, en auðvitað er þetta meiri snjór en oft áður á þessu svæði.  Mér finnst þetta fyndið að sjá alla þessa smábíla (oft illa búna). Þetta er nú ekki svona slæmt eins og fólki hér finnst, allavega finnast okkur Vestfirðingum þetta ekki vera neitt, ég er í vinnunni í dag á mínum Nike íþróttaskóm og ekki þurfti ég að klofa snjóinn, snjórinn nær rétt upp að skóm. Subaru-inn minn stendur sig vel í þessari færð (ekki ófærð) en ég verð að segja að Skagamenn eiga ekki til nein tæki til snjómoksturs, það finnst mér leiðinlegt, því maður þarf að keyra í þessum þæfingi í marga daga og svo hef ég þá grunaða um að salta í súpuna og þá versnar það um helming og verður einhvern veginn erfiðara að stjórna bílunum. Menn segja mér að þetta hafi ekki gerst í 10-15 ár að snjór sé svona mikill og lengi hér á Skaganum. Ég sakna STÓRU snjómoksturstækjanna frá Ísafirði, gæti alveg þegið eitt stykki hingað. En það er ekki á allt kosið í þessari veröld, og bara gaman að þessu öllu saman. Það hlýtur að fara að vora, ég var allavega ekki að panta þennan snjó, mér væri sama þó ég sæi hann aldrei afturWhistling, hann má vera í fjöllum fyrir skíðafólkið en í byggð, NEI TAKK. Úrkomu hlé takk fyrir, nóg komið af því.

Gluggar og hurðir komu í hús á miðvikudag og er verið að undirbúa ísetningu, og þegar veðrið batnar þá verður hafist handa við það. Svo er einangrunin í loftið komin í hús líka og er húsið fullt af ull.  Meee.

Góða helgi

M.K


Nú skal taka upp betri siði

Jæja í gær hófst niðurskurður á mínu óholla fæði, nú skal ég fara að lifa á betra fóðri og ætla að vera dugleg að skrifa hvernig mér gengur og líður, nú þýðir ekki að liggja á meltunni og jórtra allan daginn og öll kvöld.

Ég fékk mér Herbalife shake í morgunmat í gær og svo skyrdrykk með bláberjabragði (án viðbætts sykurs jibbí), appelsínu, kiwi og hrökkbrauð með osti í hádeginu (ég veit að sumir hugsa: vá hvað þetta er mikið) en maður verður nú að jórtra sig niður, grjónagrautur var hafður í kvöldmat ásamt ristuðu brauði. Nartaði smá í gærkvöldi Blush.

Svo er það dagurinn í dag:  Herbalife shake í morgunmat,  og svo skyrdrykk með bláberjabragði, kiwi og  tvær hrökkbrauð með osti í hádeginu, kjúklingaborgara í kvöldmat með léttmajonesi.

Ég verð að viðurkenna að mér líður 100 sinnum betur en fyrir nokkrum dögum síðan. Svo set ég hreyfingu inn í þetta þegar andinn kemur yfir mig (hreyf-andinn)Halo. Svo þetta er alveg ágæt byrjun, sem átti reyndar að byrja fyrir 20 dögum, en betra er seint en aldrei.

Svo nú er bara að halda sig á beinu brautinni og sviga fram hjá sykur-púkanum sem er alltaf að reyna að trufla migBandit

Nýtum litlu verkamennina sem starfa inni í okkur í dagvinnu, látum þá fá rétt hráefniShocking


Nú er úti veður vott

Vá hvað það var hvasst fyrir utan blokkina hjá okkur í morgun, ég hélt ég myndi takast á loft (þá má vindurinn nú vera sterkur) með Baldur í fanginu, svo var líka rigning og hálka.......Gylfi kom og bjargaði okkur og hélt á Baldri. Maður var náttúrulega búin að gera hárið rosa fínt fyrir vinnudaginn, en nei nei....þegar ég kom inní bíl þá stóð hárið allt út í loftið he he bara eins og ég hefði fengið raflost. HairOnEnd

 

 

 

 

En þetta var nú í lagi, ég komst heilu og höldnu í vinnuna og leikskólann og lúkkið er bara glæsilegt, það má segja að hárið sé vel blásið í dag.Joyful

Allt fínt að frétta hjá okkur. Við ætlum á Sólarkaffi Smile Ísfirðingafélagsins á föstudagskvöldið með Sóley og fleira fólki, ég er rosa spennt fyrir því, hef aldrei farið áður, mér hefur skilist að yngra fólkið sé orðið duglegt að mæta, eða er það kannski bara að við tilheyrum ekki lengur "yngra" fólkinu heldur "milli" eða "eldra" fólkinu ha ha ha. Manni finnst maður alltaf vera jafn ungur. Frétti einmitt í fyrra að það hafi verið góð mæting frá model 70.

Bið að heilsa

Lofthæna

 


Laugardagur, mmmm, gott að vera í helgarfríi

IMG_0041

 

 

 

 

 

Set hér inn eina mynd af húsinu okkar sem var tekin 22. desember, þegar búið var að loka húsinu.

Ég er að hugsa um að skella mér í borgina með börnin, kíkja aðeins á ættingja og í búðir, svo ætlum við síams systur Dizzy og ég og mennirnir okkar að elda saman po Skagen. Það verður nú gaman.

Heyrumst, verið góð við hvort annað yfir helgina og munið!  Engar neikvæðar hugsanirGrin.

M.K

 


Gott að hafa að leiðarljósi á hverjum degi

Wink Þegar ég var á Dale Carnegie  námskeiðinu í fyrra fengum við lítið spjald eins og nafnspjald að stærð,  öðru megin eru skilaboð frá bjartsýnisklúbbnum og hinum megin frá svartsýnisklúbbnum. Ég tek upp þetta spjald með gleraugunum mínum á hverjum degi í vinnunni og set fyrir framan mig.

ÞETTA VERÐUR GÓÐUR DAGUR.

MÉR ERU ALLIR VEGIR FÆRIR.

Í DAG ER MITT TÆKIFÆRI.

Mér dettur ekki í hug að lesa skilaboðin frá svartsýnisklúbbnum, enda á ég bara BJARTSÝNISGLERAUGU, ég henti hinum fyrir löngu Joyful.

Ég vildi bara deila þessu með ykkur.flashing-sun-glasses

M.K


Já það er nú það

Sóley spyr hvort ég sé eitthvað að spá í Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins  Smile  http://www.isfirdingafelagid.net/

Svarið er já, eiginlega var ég að fatta að það er sama kvöldið og við ætluðum að hittast gæzkan, hvernig líst þér á það Ísfirðingur?  Svo benti Díza mér á það að við værum nú allar Ísfirðingar kindurnar í Hannó-West-South, en formaðurinn sem er frá Seltjarnarnesi, en er núna Mosó-búi en á föðurætt að vestan, hún verður í sinni fyrstu utanlandsferð  GetLost (á þessu ári hehe) og þær verða fleiri.....og fleiri....meira að segja ég ætla með henni í allavega eina ferð á árinu Cool, sú ferð verður farin í apríl, seinni fermingarferð okkar Zíamz-tvíbba (ásamt fermingarbarni nr. 2 og kannzki fermingarbarni nr. 1).

Þannig að við verðum ekki allar í borginni um helgina sem Sólarkaffið verður haldið.

Við fjölskyldan erum búin að liggja ÖLL í magaflensu fyrir og um helgina síðustu, voða gaman, ég var í því að þrífa upp ælu þrjá daga í röð takk fyrir takk, og vonaði svo heitt og innilega að ég myndi ekki fá þetta eða allavega sleppa við að æla, og hjúkk við Gylfi sluppum við að æla en okkur leið bölvanlega í staðinn, en allt er betra en að æla...oj. Ég var frá vinnu hálfan föstudaginn vegna Baldurs og svo var ég slöpp á mánudag, en þetta er allt að koma og allir að verða mjög sprækir.

En við fengum samt góða gesti um helgina þrátt fyrir flensuna, Hrafnhildur og Gestur komu og gistu hjá okkur  á laugardagskvöldið og það var að sjálfsögðu eldaður góður og flottur matur, humar og svínalund og heimagerður ís í eftirmat, og auðvitað smá rauðvín með matnum. Þetta var æðislegt kvöld þrátt fyrir að sumir voru lasnir. Svo héldu þau heim á Ísafjörðinn á sunnudag um hádegi, elsku vinir  takk fyrir að koma til okkarGrin.

Nú erum við bara að bíða eftir gluggum og hurðum í húsið okkar og þá er hægt að fara að gera eitthvað af alvöru inni eins og að einangra.

Jæja læt hér staðar numið í bili.    

M.K (Mannkindin)


Bloggvinir og lífið

Ég er svona hægt og rólega að eignast bloggvini, takk þið tvö sem eruð orðnir bloggvinir mínir. Annars er lítið að frétta, ég er svo löt þessa dagana, langar að borða bara nammi og halda áfram að vera löt, en veit að það gengur ekki. Ég er búin að kaupa birgðir af ávöxtum og grænmeti bæði hér heima og í vinnuna svo vítamínin fara að virka á mig. Svo verð ég að fara að hreyfa mig Whistling.

Veðrið er bara nokkuð gott þessa dagana hér á Skaganum, hægviðri en frost.

Bið að heilsa í bili.


Þetta söng ég á leiðinni Vestur

Á Heimleið 

Lýsa geislar um grundir,

glóir engi og tún

Unir bærinn sér undir,

ægifagurri brún.

Þar ég ungur að árum,

átti gleðinnar spor.

Hljóp um hagana,

heilu dagana,
bjart er bernskunnar vor.

 

 Æskuvinirnir allir,

unna dalanna kyrrð.

Hulduhamarinn,

hóllinn, tindurinn,

lindin, lækurinn,

litli kofinn minn.

 

Nú er hugurinn heima,

hjartað örara slær

Stríðar minningar streyma,

stöðugt færist ég nær.

Skip mitt líður að landi,

létt ég heimleiðis sný.

Ljúfu leiðina,

litlu heiðina,

glaður geng ég á ný.

Mikið var gaman að koma í heimsókn á Ísafjörð, en það kom mér þægilega á óvart hvað mér fannst gott að koma aftur heim á Akranes, ég fann það að hér á ég heima og ég elska þennan stóra bæ, og ótrúlegt en satt þá hefur ekki verið brjálað rok síðan ég kom heim. 

ÉG ER SÁTT   Cool 

Ég fór ekki í neinar heimsóknir á Ísafirði nema til ættingja, svo heimsæki ég fleiri í næstu ferð. Blush

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband