Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Sparibók Landsbankans 2003 biblía kreppuársins 2008

Bloggleysi, þoka og valkvíði ekki dugir það, spark í rassinn kona. Já ég hef ekki haft neitt að segja hér á mínu bloggi síðustu daga, hef liðið um í þoku og ekki fengið rétta andann yfir mig.  En það gengur ekki lengur, í dag hefst lífið, það er komin 8 stiga hiti úti, allar götur hér snjólausar og þurrar.

Valkvíðinn stafaði af því að við erum að falla á tíma með að svara tilboði vegna innréttinga í húsið og svo er allt að hækka og maður verður að hafa hraðar hendur ef við ætlum að reyna að ná þessu öllu á gamla genginu, en ég rauk í gang í dag og sendi breytingar á eldhúsinu til teiknarans og svo sendi ég líka tölvupóst á www.ormsson.is  og www.sminor.is  ofl. til að sjá hvað þeir vilja selja okkur á fínu verði, veggofn, helluborð, kæliskáp og eyjuháf. Sem sagt nóg að gera, þannig að ég náði að fresta valkvíðanum aðeins lengur en hef þó stigið skrefinu lengra en í gær.

Ég var að finna Vegabréfið mitt áðan vegna Pige-rejse sem ég er að fara í í næstu viku, gvöð það verður gaman, þá rakst ég á í gömlu dóti, Sparibók Landsbankans sem var gefin út í janúar 2003, já þeir hafa vitað þetta allan tímann, þetta er eitt stórt samsæri allt saman, eins og Spaugstofumenn sögðu hérna um árið. Mörg eru hollráðin í þessari bók, t.d. 

Nr. 065 Í hvað eyðirðu mestum peningum, hvernig geturðu dregið úr þeimkostnaði, án hvers geturðu komist?

Nr. 063 Taktu vasareikni með þér í búðina. 

Nr. 043 Þú getur sparað þér eldhúsrúllukaup ef þú ert með nóg af viskastykkjum og tuskum í eldhúsinu.

Nr. 014 Ekki henda stökum sokkum. Þeir eru ágætir ryk- og afþurrkunarklútar

Nr. 009 Ekki henda gamla sturtuhenginu. Það má nota það sem hlífðarplast næst þegar þú málar.

Nr. 010 Ekki henda dagatali síðasta árs. Þú getur klippt það niður og notað sem merkimiða á pakka eða skrifað aftan á það. stærri dagatöl er hægt að lakka og nota sem glasa- og diskamottur.

Nr. 130 Taktu með þér popp í bíó. Þú getur tekið með þér aukaskammt og reynt að selja næsta manni svolítið af því. GetLost       ó mæ.

Já nú verður maður bara að fara að lifa eftir þessu öllu saman. Allir að spara Halo. Algjör snilldarbók.

Hvaða heimilistækjamerki eru best, en svona venjulegt fólk ræður við að kaupa?

Yfir og út.


Hæðin og birtan

Ég horfði á Hæðina á stöð 2, fyrsta þáttinn á Skírdag og svo annan þáttinn í kvöld, mér fannst eftir fyrsta þáttinn, hvað voru þeir að velja Begga og Pacas í þennan þátt?, þvílík athyglisýki ó mæ, ég þekkti nú Begga hérna í gamla daga þegar ég var að alast upp þá bjó hann í húsinu við hliðina á okkur og við vorum vinkonur systir hans og ég, ég tek það fram að ég hef ekkert á móti samkynhneigðum í þessu tilfelli og ekkert sérstaklega á móti þeim Begga og Pacas, en ég held að þessi þáttur hefði verið meira svona "ekta"  ef það hefði verið bara svona normal íslendingar í öllum tilfellum, því hin eru ósköp fín. Reyndar mega þeir eiga það að svefnherbergið hjá þeim var stílhreint og flott og þeir eru greinilega smekkmenn, en að mínu mati alltof ýktir, svo var í fyrsta þættinum verið að blanda því inn í að þeir hafi verið látnir fara úr vinnunni sem þeir unnu saman hjá. Það fannst mér líka svo ó-ekta eitthvað, en þetta verður gaman að fylgjast með þessu næstu vikurnar, sérstaklega af því að maður er nú að byggja, gaman að sjá hvað er í gangi við val á öllu inn í húsin.

Það er svo frábært hvað það er farið að vera bjart á morgnana þegar maður fer í vinnuna, og eins langt fram yfir kvöldmat. Það er að vora elskurnar, þó að það snjói akkúrat núna. Smile


Páskarnir góðu

Á föstudaginn langa hefur verið sú hefð hjá okkur að halda matarboð með tilheyrandi páskamat (alltaf sömu réttirnir), í fjöldamörg ár voru þetta mjög fjölmenn matarboð og partý, allt upp í 15-20 manns, heilu hljómsveitirnar hafa verið í mat hjá okkur þegar við bjuggum í Pólgötunni. Eftir því sem við verðum eldri og settlegri, þá hefur þetta verið að breytast, fórum m.a. út að borða á föstudaginn langa í hitti fyrra, en í fyrra lá hluti af fjölskyldunni í ælupest þannig að ekki var hægt að fara. Í ár erum við á nýjum stað með nýju fólki, og vorum við í allan gærdag að vinna í byggingunni okkar og ætluðum ekki að gera neitt sérstakt, en það finnst "aðdráttaraflinu ekki ganga"  það æxlaðist þannig að til okkar kíktu kunningjafólk í bygginguna í gær og svo þurfti maðurinn að hringja í Gylfa seinna um daginn, og þá var ákveðið að þau kæmu í mat til okkar, sem var frábær hugmynd, Gylfi setti upp kokkahúfuna og töfraði fram karrý-rækju-hörpudiska réttinn góða sem öllum finnst svo góður, þannig að kvöldið endaði óvænt með góðu fólki á spjalli við kertaljós og hvítvín, alveg meiriháttar að breyta aðeins til, flest öll kvöldin í vikunni höfum við verið dauðþreytt og hálf sofandi á kvöldin.

Við hugsum mikið til allra vinanna okkar fyrir vestan þessa dagana og sendum ykkur knús, taki til sín sem vilja Kissing.

Að lokum ætla ég að játa ást mína á Páli Óskari Hjálmtýssyni bæði honum og tónlistinni hans, gvöð hvað hann er fokking gordjöss, fullkominn náungi, algjör snilli. Hann átti afmæli 16. mars sl. þessi elska, er fæddur sama ár og ég Joyful. Hann var vel að verðlaununum kominn sem hann fékk á Íslensku tónlistarverðlaununum. Hann syngur líka á íslensku, i love it.Cool

 getImg


Sakna Ísafjarðar og þín

Nú fer í hönd mikil veisla á Ísafirði á morgun þegar Skíðavikan verður sett, þetta er án efa skemmtilegasti árstíminn fyrir vestan, og eftir að Aldrei fór ég suður hátíðin bættist við þá er þetta þvílíkt gaman. Það er á svona tímum sem hugurinn reikar "heim" og maður finnur smá saknaðarsting í maganum, ekki það að ég sé ósátt við lífið hér á Vesturlandinu,  þetta er bara einstök upplifun að taka þátt í þessu, þó við höfum nú ekki verið á skíðum fjölskyldan þá er stemmingin bara slík að horfa á allt mannlífið. Flest allir á Ísafirði fá gesti um páskana, það er svo gaman. Við komumst því miður ekki sem gestir þetta árið því við verðum að vinna í húsinu næstu mánuði í frítíma. En við látum okkur ekki vanta á næsta ári ég lofa því hér og nú og bið ég fyrir kveðju til fjarðarins Ísa þessa páska. Reyndar er stóra stelpan okkar fyrir vestan og ætlar sko að njóta þess í botn.

Fermingin hennar Fríðu gekk alveg æðislega vel, þetta var svo skemmtilegur dagur, við tókum daginn snemma við stelpurnar sú fyrsta vaknaði kl. 06:00 og svo koll af kolli, þannig að þegar klukkan var orðin hálfníu vorum við allar tilbúnar, komnar í sparifötin og svo sykursætar mæðgur, fermingarbarnið fór í greiðslu og Baldur fór í pössun, svo fórum við fjögur í kirkjuna og vorum þar með ömmum og öfum. Fríða var svo glæsileg, hárið á henni  svo gullfallegt, glæsileg greiðsla hjá henni Marín hjá Hárhúsi Kötlu. Þetta gekk allt upp, veislan var svo vel heppnuð þó fólk hafi mætt misjafnlega stundvíslega Errm. Maturinn var æðislegur og líka kökurnar á eftir Tounge. Mestu þakkirnar fær Gestur VINUR okkar sem fórnaði sér algjörlega fyrir okkur og bjó hjá okkur í tvær vikur og milli þess sem hann vann í húsinu með Gylfa og sveiflaði hamri eða sög þá sat hann og föndraði með mér bæði skraut og kökur, algjör gullmoli þessi drengur. Takk Hrafnhildur fyrir lánið á honum.Smile Svo fá ættingjarnir okkar líka þakkir fyrir hjálpina, Andrea, Pabbi og Herdís, Árni og Hrefna, Dísa og Ingimar mamma og Gunnar og Gunni, Geiri og Bóel. Og svo auðvitað fermingarbarnið, við töldum nöfnin í gestabókinni áðan og með þeim sem gleymdu að skrifa vorum við með veislu fyrir 77 manns, við erum rosalega ánægð með hvað var góð mæting.  Og kærar þakkir fyrir góðan dag og þakkir frá fermingarbarninu fyrir fallegar og rausnarlegar gjafir og óskir.

Annars er allt bara frábært að frétta af okkur, við verðum með einn gest um páskana, eina 13 ára vinkonu að vestan, gaman fyrir Fríðu.

Maður er hættur að þora að skoða fjölmiðla, það eru eintómar fréttir af hækkunum á eldsneyti og krepputalið alltaf að verða meira, shitt........   og við sem erum að byggja.....hvar endar þetta?

KnúsCool


Fólk er fífl, og vor í lofti

Ég var að tala við Andreu mína í síma áðan og við vorum að tala um lífið í blokkinni, búum báðar í blokk þessa dagana. Ég verð að viðurkenna að mér finnst blokkarlífið ekkert spes, ég er svo mikil prímadonna, auðvitað er til fullt af "góðum" blokkum en alltaf er einhver slúbbert sem hugsar ekki út fyrir hausinn á sér,  fólk er svo tillitslaust í dag, er einhvern veginn skítsama um allt og alla. Það er t.d. verið að bora með höggborvélum kl. 21:30 og líka 22:30, mér finnst það tillitsleysi sérstaklega þar sem fólk veit að það eru fullt af börnum farin að sofa í húsinu. Ég tel dagana þangað ég verð minn eigin herra á ný Grin og þeir eru 111 eða vonandi færri.

Þegar ég rölti frá bílastæðinu í vinnunni minni í morgun með gullmolann á leikskólann (sem er nánast í bakgarðinum í vinnunni minni) þá heyrði ég dásamlegt hljóð Whistling......fuglasöng, ef þetta er ekki vorboði þá má ég hundur heita W00t. Mér hefur liðið dásamlega í dag, það er svo bjart úti og það er ekki kalt úti, og ég fæ svona eins og vítamín í skrokkinn, mig langar að fara að gera svo margt, mig langar svo að þvo bílinn minn, en ég hef enga aðstöðu í dag, og ekki fer ég með kúst á hann. ég plata  út úr tengdapabba  mínum aðstöðu fyrir utan hans bílskúr ef þetta heldur áfram að vera gott.

ÞETTA ER YNDISLEGT LÍF

Allt undir control varðandi fermingarveisluna, vonandi erum við ekki að gleyma neinu sem skiptir máli. GetLost

Ég held að ég hafi fundið bjartsýnisgleraugun mín aftur í dag jibbí. Þau voru ekki langt undan.Cool


Mikið að gera framundan

Ég á örugglega ekki eftir að láta í mér heyra mikið fyrr en eftir 16. mars, nú er allt á fullu fyrir ferminguna hjá henni Fríðu. Þetta er rosalega gaman, var að föndra í gær borðskraut ofl. þetta verður æði. Hrikalega gaman allt saman, þrátt fyrir smá flensuskít, allt að smella.

Sjáumst bara í veislunni elzkurnar Cool.

Ps. Dásamlegt veðrið í dag,  maður verður bara:  maður lifandi Joyful 

B


Hvíta leiðinda efnið

Afsakið hvað ég hef verið leiðinlegur og latur bloggariBlush, ég ætla að bæta aðeins úr því 

Jæja þá er hvíta leiðinda efnið sem heitir snjór að mestu farið og ég vona svo sannarlega að ég sjái það ekki aftur í bráð og væri mér algjörlega sama þó ég sæi það aldrei aftur. Ég  er svo hrifin af því þegar það fer að birta og vora, þá byrja ég að rétta úr stiklinum og blómstra eins og páskalilja hehe.

Ég er þessa stundina að kafna úr kvefi, en ég vona að það verði nú ekki meira úr því, enga flensu takk.  Nú fer fermingaundirbúningur að komast á lokasprettinn 10 dagar í dag.

Sem sagt, vonandi betri tíð framundan og allt að komast í blóma,  svo eftir fermingu koma svo dagar þar sem unnið verður í byggingunni í öllum frítíma, gaman að því, ég er hrikalega spennt fyrir sumrinu margt skemmtilegt framundan. Ég var ekki búin að segja ykkur frá því að í húsinu okkar verður aldrei hávaði þegar við ryksugum, því það verður ryksugukerfi í því, bara að stinga barka í op sem er eins og innstunga og þá fer kerfið í gang, þetta er ekta fyrir okkur, við erum svo mikil tækniljón. 

vara4446c7a529738

Snilld Joyful

Páskaliljan


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband