Meinhorn og Buff

Stöðvið tímann........Sick

Ég skil þetta ekki, klukkan er á hraðspóli alla daga, sérstaklega klukkan í vinnunni, ég vann aðeins lengur í dag og fór svo aftur að vinna í tvo tíma í kvöld, til að ná upp tíma.

Ég er ekkert sérstaklega mikil Pollýanna í dag, frekar í meinhorni Matthildar eða eitthvað svoleiðis.

Ég er svartsýn á að við náum langt inn í hús næstu 44 dagana.

Ég er ógeðslega svekkt út í stjórnendur landsins okkar, getum við ekki sett þessa stjórn af ?Crying , ég sé ekki að þeir hafi staðið við neitt af því sem þeir lofuðu þann 6. okt. Undecided Allt er þetta eitt stórt samsæri og allir búnir að kúka upp á bak.

Nei nú ætla ég að hætta, nenni ekki að vera svartsýn.

Eins og segir í laginu með Buff:

Hættu að væla reyndu að herða upp þinn hug

Vísa skaltu biturð og bölsýn á bug

Engan trega þú munt ná alla leið

því að fara Þrengslin ef að heiðin er greið

Hættu að vaska upp og gráta um leið

sérðu ekki að þetta er breytingarskeið

Engan trega þú munt ná alla leið

því að fara Þrengslin ef að heiðin er greið

Ég skal reyna....Pouty

Amen


Bloggleti í nóvember byrjun

Takk fyrir að kvitta hjá mér, alltaf gaman að fá smá hint um hver er að lesa. Ég hvet ykkur til að halda áfram að kvitta því þá fáið þið löngu bulluræðurnar frá mér.

Héðan er allt fínt að frétta allir ferskir og mér sýnist að þessi mánuður ætli að hlaupa hratt eins og hinn á undan, skil þetta ekki, það er nóg að gera í vinnunni og heima og mér finnst ég vera í endalausu  kappi við klukkuna, hún gengur alltof hratt. Bara 49 dagar til jóla og pressan eykst,  ég ætla ekki að vera með neinar yfirlýsingar um hvenær við náum að klára húsið að innan, við erum að vinna bæði inni og úti og reyna að klára bæði,  það er nefnilega líka pressa úti,  því fokheldisvottorð fæst ekki fyrr en allar flísar eru komnar á, ég er búin að læra það að það er ekki hægt að setja tíma á svona byggingaferil, ég hef náð þroskanum sem húsbyggjandi eða einyrki eins og við erum með okkar fjórar hendur við hjón.

Mig dreymir um að baka og elda, ég sem hef alltaf fullyrt að ég eigi bara heima í þvottahúsinu ekki eldhúsinu, að nú verð ég að éta það ofan í mig að ég sakna eldhússins, hugsa um þvílíka rétti og kökur sem ég þykist ætla að elda og baka eftir að við fáum eldhús. Sideways

Sonurinn og dóttirin hafa verið dugleg að heimsækja fína bókasafnið sem er hér í bæ og er Fríða örugglega langt komin með að lesa allann bókaflokkinn sem hún les og Baldur tekur líka bækur með heim og við lesum á hverju kvöldi allavega eina bók, mér finnst það yndisleg stund að lesa fyrir hann, það er sko beðið eftir því að hann fái loksins alvöru rúm og stóra sæng, barnið sem er orðið 4ra og hálfs árs gamalt, ekkert grín að búa í bílskúr Woundering, hann sefur sjaldan í litla rimlarúminu sem hann á að sofa í, heldur er betra pláss í mömmu og pabba rúmi InLove. Þetta styttist allt saman.

Við erum að sparsla loftin og pússa í herbergjum og þvottahúsi og svo fer málun í gang vonandi fljótlega. Ég þarf að setja inn myndir fljótlega.

Þetta er allt saman æðislegt Cool, á maður ekki að vera bjartsýnn á þessum síðustu og verstu tímum, munum líka að það eru allir á lífi þ.e.a.s. eftir kreppu og við eigum að vera þakklát fyrir það sem við höfum, sérstaklega heilsu og fólk, hitt eru eins og ein fyrrverandi samstarfskona mín sagði alltaf: GERVIÞARFIR.

Munið þetta Wink

Ég hef ekki enn fundið fyrir blómaeinkennunum en þau koma kannski þegar snjórinn kemur Sick, ef hann vogar sér að láta sjá sig á mínu svæði.

Græna þruman


Aftur helgarlok

Nei hættu nú, tíminn líður of hratt núna, aðeins að hægja ferðina takk.

Ég fer í blogg frí ef ég fæ ekki kvitt frá þér Shocking

Mig dreymdi að tennurnar mínar væru allar að brotna upp, ekki í stórum heldur smáum brotum hægt og hægt. Hvað getur það merkt ??? Er ekki einhver draumaráðningarséní sem les ?

Var á frábærri árshátíð um helgina, og ætla að fara snemma að sofa.

Blómið


Helgarlok

Þessi helgi var bara fín, frumburðurinn okkar kom fljúgandi á miðvikudag og fer vestur á morgun, gaman að hafa hana í heimsókn. Við vorum rosalega dugleg um helgina, settum upp í loftin á tveimur herbergjum, og þá er hægt að klára að sparsla og svo er það málning og svo parket og skápar, svo ráðumst við inn. Við erum að gera þetta allt sjálf og berjum okkur á brjóst í tíma og ótíma og segjum: Við getum þetta Happy.

Við prófuðum að halda smá jól í bílskúrnum í kvöld,  húsbóndinn eldaði jólamat fyrir frumburðinn og okkur hin, en mikið sakna ég uppþvottavélarinnar, vá hvað var mikið að vaska upp eftir 5 manns og potta og pönnur eftir jólamatseldina. Við vonum að við verðum komin í stærra rými þegar alvöru jólin skella á. Ég er mikið jólabarn og finnst aðventan og allt það yndislegur tími. Spurning hvenær maður nái að skrifa á jólakortin, þarf að fara að gefa því tíma á milli málningarumferða.

santa

Heyrumzt síðar.

Bjartsýna blómið


Andleysi

Andinn er ekki yfir mér þessa dagana, en það eru 64 dagar til jóla Blush, nú verðum við að fara að bretta upp handleggina og skíta verulega í lófana fyrir lokasprettinn:  Í kofann fyrir jólin

Vinnan hefst í kvöld.

Sjálfboðaliðar velkomnir, við borgum í matarboðum og skemmtilegheitum eftir að innflutningi lýkur.

Það var gott að pústa aðeins um helgina.

 


Nú passar allt

Ég sem hélt ég væri í álögum
bölva og ragna mínum örlögum
aldrei mun ég efast um það framar
Augnablik ég hélt að væru gleymd
Spegilbrotin mynda eina heild
Allt sem var í sundur fer nú saman

Allt sem var í fyrstu á móti mér
Allt sem var svo flókið fyrir mér

Nú passar það
allt sem að
ég taldi vera tilviljanir einar
small saman
leysti gátuna

Nú passar það
allt saman
og ég varð að ganga í gegnum það
til að enda hér
hér á þessum stað

Texti af plötunni Allt fyrir ástina með Páli Óskari


Tegunda-árátta

Ég fattaði í dag hvernig ég get verið skrítin, ég geng framhjá raftækja og gjafavörubúð þegar ég fer úr vinnunni og út í bíl á daginn. Stundum standa raftæki í umbúðum fyrir utan þessa búð. Ég stóð mig að því að byrja strax að leita að nafni eða merki, það stóð eitthvað AV-040 eða eitthvað svoleiðis, og hugsaði: þetta hlýtur að vera AEG, svo leit ég nánar á umbúðirnar og þá sé ég að þetta er eitthvað annað merki, mig minnir að það hafi verið Indesit eða eitthvað svoleiðis, þetta sá ég á minni hraðferð frá vinnu út í bíl og ég stoppaði ekki við. Ég tek það fram að ég er ekki merkja-snobbari fyrir fimm aura, en ég verð alltaf að vita hvaða tegund þetta er, hvort sem um er að ræða heimilistæki, bíla, kerrur og barnavagnar eða bara fólk, ég hef rosa gaman að því að spá í hvernig tegund af fólki þessi og hinn er og er flink í að greina það oftast. Ég man eftir því að mamma og systir mín voru alltaf að segja við mig þegar ég var yngri að ég ætti að hætta að glápa svona á fólk, þær skömmuðust sín stundum fyrir mig hvað ég mændi á fólk. Ég er bara mjög fróðleiksfús á þetta allt saman og hef gaman að.

Ég bíð spennt eftir því að geta rifið utan af heimilistækjunum mínum öllum og byrjað að skoða og fikta.

Ótilgreind tegund af blómiJoyful


Bleikur dagur

Það er bleikur dagur hjá mér í dag, ég fletti í gegnum 24 stundir í morgun og sá auglýsingu,  bleiki Toppurinn (sódavatn), með hindberjabragðinu, vá hvað hann er flottur svona bleikur og þessi bleiki litur er svo yndislega fallegur. Ég hef alltaf verið svakalega bleik manneskja, ég fór aðeins út í gærkvöldi og fór þá í bleiku flíspeysuna mína. Svo í morgun eftir sturtuna setti ég smá skvett að bleika ilmvatninu Pink Sugar, namm....hún er svo góð fyrir svona bleikar stelpur. Október fer bara að verða uppáhalds mánuðurinn minn.

Ég kom sem sagt við í sjoppu í morgun og keypti mér tvo bleika Toppa með hindberjabragði.

Þó að maður sé ennþá sem betur fer of ungur til að fara í brjóstakrabbameinsleit (myndatöku) tvö ár í það Whistling, ég finn til með þeim konum sem hafa þurft að ganga í gegnum það að fá krabbamein og fólki yfirleitt.

Ég keypti líka bleiku slaufuna, voða flott.

pink_ribbon_gs

Nóg komið að bleiku bulli.

Bleika blómið


Biblía krepputíðar gefin út af L.Í. árið 2003

Nú er að taka fram bókina litlu sem Landsbankinn gaf okkur 

Sparibók Landsbankans var gefin út í janúar 2003, já þeir hafa vitað þetta allan tímann, þetta er eitt stórt samsæri allt saman, eins og Spaugstofumenn sögðu hérna um árið. Mörg eru hollráðin í þessari bók, t.d. 

Nr. 065 Í hvað eyðirðu mestum peningum, hvernig geturðu dregið úr þeim kostnaði, án hvers geturðu komist?

Nr. 063 Taktu vasareikni með þér í búðina. 

005: Oft má drýgja sjampó og sápur um 1/3 án þess að það komi niður á hreinlætinu.

008: Tómar djúsfernur má nota sem sparibauka.

013: Lifðu einföldu lífi. Að hjóla sparar peninga og bensín og er ókeypis líkamsrækt. Lestu bók í stað þess að leigja mynd eða leiktu við börnin.

031: Þótt mjólkin og rjóminn séu rétt skriðin yfir síðasta söludag ma´nota hvort tveggja í súpur án þess að það komi niður á gæðunum.

037: Tættu niður ostaenda og frystu. Notaðu þá síðan í gratín.

038: Notaðu álpappírinn aftur.

046: Vatn er besti svaladrykkurinn.

047: Borgaðu reikningana á réttum tíma og forðastu óþarfa kostnað.

048: Gerðu sparnaðinn að leik. Geturðu komist af með fimm hundruð krónur á dag? Jafnvel ekkert?

055: Notaðu bókasöfnin! Þau lána þér ekki bara bækur, heldur líka geisladiska og tölvuleiki. Þar geturðu líka blaðað frítt í tímaritum og komist á Netið.

063: Taktu með þér vasareikning í búðina.

084: Skipuleggðu útréttingar. Betra er að stoppa nokkrum sinnum í einni ferð en fara margar stuttar ferðir.

127: Það kostar ekkert að senda SMS á netinu.

Nr. 043 Þú getur sparað þér eldhúsrúllukaup ef þú ert með nóg af viskastykkjum og tuskum í eldhúsinu.

Nr. 014 Ekki henda stökum sokkum. Þeir eru ágætir ryk- og afþurrkunarklútar

Nr. 009 Ekki henda gamla sturtuhenginu. Það má nota það sem hlífðarplast næst þegar þú málar.

Nr. 010 Ekki henda dagatali síðasta árs. Þú getur klippt það niður og notað sem merkimiða á pakka eða skrifað aftan á það. stærri dagatöl er hægt að lakka og nota sem glasa- og diskamottur.

Nr. 130 Taktu með þér popp í bíó. Þú getur tekið með þér aukaskammt og reynt að selja næsta manni svolítið af því. GetLost       ó mæ.

Nú verður maður að fara að lesa hana betur, kannski það séu til svona bækur á lager ennþá í einhverjum útibúum ?

Ég geymdi a.m.k. mitt eintak, Landsbankakonan ég Blush

Já nú verður maður bara að fara að lifa eftir þessu öllu saman. Allir að spara Halo. Algjör snilldarbók.

Hluti af þessari færslu er gamall frá því í apríl, en mér fannst alveg tilvalið að  koma með þetta aftur og ég kem svo með fleiri ráð úr bókinni í næsta bloggi.

Lifið heil og munum að vera bjartsýn og spila með, það er ekkert annað í boði.

Spariblómið


Vinsældarlisti Rásar 2, árið 1986

Ég á gamla stílabók sem ég skrifaði vinsældarlista Rásar 2,   frá janúar 1986, og lista yfir vinsælustu lög ársins 1985, svo hélt ég áfram að skrifa ekki alveg allt árið en nokkuð mikið og svo vinsælustu lög ársins 1986.

Ég hef leitað á netinu að þessum vinsældarlista og ekki fundið, en hér koma vinsælustu lög á Rás 2 árið 1986.

30. King for a day/Thompson Twins

29. The sun always shine on TV/ A-ha

28. Lessons in love/Level 42

27. Allur lurkum laminn/Bubbi Morthens

26. Önnur sjónarmið/ Edda Heiðrún Bachman

25. Absolut Beginners/David Bowie

24. Waiting for the morning/Bobby Socks

23. Live to tell/Madonna

22.  When the going gets tough.../Billy Ocean

21. Þrisvar í viku/Bítlavinafélagið

20. How will i know/Whitney Houston

19. Living doll/Cliff Richards and the young....

18. Hunting high and low/Aha

17. You can call me Al/Paul Simon

16.  System Addict/Five star

15. Papa don´t preach/Madonna

14. Braggablús/Bubbi Mortens

13. True blue/Madonna

12. Lady in red/Chris De burgh

11. Glory of love/Peter Cetera

Topp tíu

10. Götustelpan/Pálmi Gunnarsson

9. I just died in your arms/Cutting Crew

8. Gull/Eiríkur Hauksson

7. Ég vil fá hana strax/Greifarnir

6. Little girl/Sandra

5. La líf/Smartbandið

4. Gleðibankinn/Icy tríóið

3. La isla bonita/Madonna

2. Hesturinn/Skriðjöklar

1. Gaggó Vest/Eiríkur Hauksson

 

Svona var það 1986......

Takk fyrir mig.

Eighties blómið

 

 

                                                                                   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband