Færsluflokkur: Bloggar

Ég er frjáls eins og fuglinn

Ég er búin að bíða í heilt ár eftir þessum degi Cool, ég er ekki lengur leigjandi í blokk hinna agalausu, ó mæ, lífið hefst í dag. Við fengum heilan her ættingja á fimmtudaginn og skófluðum út úr íbúðinni, allt nema rúm og nokkra stóla. Svo komu vinir okkar Gestur og Hrafnhildur í gær og það var vaknað fyrir kl. 9 í morgun og stein-rúmin flutt með pompi og prakt með góðri hjálp flutningabíls frá nágrönnunum sem eru líka að flytja í dag úr blokk hinna agalausu eða agalegu Blush. Þegar klukkan var orðin 15:15, var gengið út út blokkinni með aulaglott á vörum, við Hrafnhildur þrifum okkur hægt og bítandi út úr íbúðinni með hjálp á lokasprettinum frá Árna og Hrefnu. Undraefnið Cif (gamla góða Jif) var komið vel niður í hálfan brúsa, búið að þrífa vel og vandlega eins og okkar er von og vísa, og það væri verra ef það væri betra, svo vel var skilið við íbúðina, bæði með þrifum og málningu, takk allir sem hjálpuðu okkur með einhverjum hætti með þrifum eða barnapössun, þið eruð yndisleg.

Við vorum akkúrat í ár í blokkinni, fínasta ár þannig séð, fínar íbúðir. En nú er búið að hreiðra um sig í bílskúrnum fína, búið að stúka af svefnherbergi, sjónvarpskrók og borðstofu, flott og fínt.

Takk fyrir öll kommentin, gaman að heyra frá ykkur.

Við erum ekki með net, táningnum til mikillar armæðu, en það kemur seinna.

Það byrjaði ekki vel:  Við flutningana braut ég húsið hans Majasar og fengum við lánað bráðabirgðaskál hjá Herdísi, hjúkk að Majas var ekki í húsinu þá. ég fer eftir helgi í leit að nýrri skál.

Skál fyrir því Grin.

Yfir og út.

Blómið sem stökk upp úr vatninu í dag og er að róta sig í nýjum jarðvegi.


Alveg að klárast

Verkin hér í íbúðinni eru senn að klárast, en verkin í nýja húsinu eru ekki að klárast, orkan fer bráðum að klárast hjá okkur, en þetta hlýtur að hafast fyrir rest. Allir kassar farnir upp í hús og flestir litlir hlutir líka, ég og Herdís erum búnar að fara örugglega 6 ferðir í gær og fyrradag, svo vorum við Dizzy búnar að fara með eitthvað líka. Fólk er farið að spyrja mig:  hvar er maðurinn  þinn ?  Af því að það sér hann ekkert í þessum pakka að bera út dótið, það heldur örugglega að við séum skilin eða eitthvað ........ha ha ha,  á meðan hann er í púlar og púlar í húsinu.

Við áttum sko 8 ára brúðkaupsafmæli í gær, Herdís átti afmæli í fyrradag og ég átti afmæli daginn þar á undan. svo eigum við G----, 20 ára kærustuparaafmæli 5. ágúst n.k. Heart Við sem erum svo kornung.

Staðan er þannig að við ætlum að flytja í bílskúr, herbergi forstofu og baðherbergi, en það á eftir að setja í loftin, og flísaleggja baðið og forstofuna, bílskúrinn er eins og flottasta stofa, málaður og flísalagður. 42-15555837

Stefnt er að því að ljúka flutningum á laugardaginn og mála þá leiguíbúðina, úfffff hvað verður gott þegar það er búið.

Þetta er gaman.

Blómið sem fer í umpottun um helgina.LoL


Bráðum kemur ekki betri tíð, því betri getur tíðin ekki orðið

Ég er að fyllast af orku og nota aðdráttaraflið mikið þessa dagana, sé fyrir mér flutning sem gengur hratt og vel, eins og framkvæmdir í húsinu,  kassarnir fyllast og raðast upp heima hjá mér, vá hvað þetta gengur allt í einu vel. Áfram svona takk,  11 dagar eftir í blokkinni og allt að verða tómt jibbí.

Og stjörnuspáin eftir því : 

Þú ert að skipuleggja þig. Þú ert nú þegar meira tilbúinn en flestur annar til að takast á við óvæntar uppákomur í lífi þínu. Hjálpaðu nú öðrum við að ná stjórn.
Hæ hó jibbí jei og jibbí jei,  frí á morgun. (til að nota í að skipuleggja og  framkvæma meira)
Takk Heiða og Lúther fyrir að koma í gær og hjálpa okkur, sannir vinir, sjáumst vonandi aftur á morgun.
Blomst ........sem er í framkvæmda skapi þessa dagana

Allt í himnalagi

Ég  hef ákveðið að lífið sé yndislegt, allt verður í himnalagi, ég er hætt að stressa mig á þessu öllu saman,  ég ætla að njóta lífsins þó að það sé strembið og mikið að gera framundan. Hættum þessu kjaftæði og ..............................

Og botnið þið nú LoL......

Blómið sem ætlar að fá sér áburð og skíta í lófana Devil,og hleypa krafti í sig.


"Helgarfríið" búið

Helgin var góð,  fjölskyldu- og vina verðlauninþessa helgi hlýtur ein manneskja:  Herdís, hún var mætt snemma á laugardaginn tilbúin í að lyfta og plötum með okkur í bílskúrsloftið, sem við hjónakornin kláruðum svo í gær.  Bílskúrinn er orðin tómur og tilbúinn til spörslunar og málunar og flísalagningar

Meira seinna í dag, vonandi Smile

Blómið 3771171-sm


Og þá er að bretta upp handleggina

Nú er lag................eitthvað æðislegt lag, við höfum sko sannarlega fundið fyrir því að við eigum fullt af vinum og góðu fólki í kringum okkur, takk elsku vinirnir okkar fyrir stuðninginn og allar kveðjurnar kortin og skeytin Heart.

Við auglýsum hér með eftir vinum og kunningjum sem vilja hjálpa okkur að komast nær markmiði mánaðarins, þ. e. að ná að klára sem mest í húsinu fyrir lok þessa mánaðar, einhverju sinni sagði maður að maður ætti fáa vini þegar maður er að byggja og eins þegar maður flytur, nú látum við reyna á þetta. Vegna alls konar atvika bæði erfiðum og ekki,  höfum við ekki náð að vera komin eins langt í húsinu og við vonuðumst til, staðreyndin blasir við............við verðum nánast á götunni 4ra manna fjölskylda og búslóð í lok þessa mánaðar, við getum ekki framlengt leigunni meir og höfum í raun ekki áhuga á því vegna mikillar hækkunar, við þurfum að vera búin að pakka og mála eftir c.a 26 daga Blush.

Elsku vinir ef þið sjáið lausa stund til að koma látið okkur endilega vita fyrirfram svo við getum verið undirbúin með efni ofl.

Brettum upp handleggina og skítum í lófana he he Tounge. Ég lofa ykkur stóru og flottu innflutningspartýi Halo.

invite

 

Jæja ég ætla að fara að lesa meira í bókinni góðu, The Secret og vita hvernig ég get dregið að mér orku og alls konar hjálp.

Blómið

 


Alltaf er leið

Þessi texti hefur hjálpað mér  í lífinu, ég er svo hrifin af honum, þetta er svo satt Grin, og þetta er samið fyrir börn en ég tek þetta mikið til mín.  Ég er svo mikið fyrir að tjá mig í gegnum texta og tónlist.

Ef eitthvað reynist ómögulegt

fyrst um sinn

aftur skaltu reyna

kæri vinur minn

Ei þýðir að gráta,

þú verður að játa

að með því að halda áfram

þú alltaf finnur

einhverja leið,

já treystu því að þú finnir

alltaf einhverja leið,

trúðu á þinn eigin mátt

ef vopnið er vilji,

þá ég vil að þú skiljir

á endanum

finnur þú farsæla leið

 Texti: Máni Svavarsson

Ertu ekki sammála mér ?   Og veistu hvaðan þessi texti kemur ? Cool

Blómið


Stjörnuspá

Ég hef alltaf verið hrifin af stjörnuspám, og oft virðist það eiga við mann en svo þekkir maður fólk sem er í sama merki og finnst að það geti nú ekki passað fyrir það líka Errm.

Svona er það fyrir krabbann í dag 28. maí 2008

KrabbiKrabbi: Þú þarft ekki fara á námskeið til að að læra heilan helling. Þú sogar í þig umhverfið, og áður en þú veist ertu orðinn einn af þeim sem vita og kunna allt.
Litla krúttið hann Guðjón Ólafur er 9 mánaða í dag, til hamingju, og Alexander dúlla er 17. mánaða, til hamingju líka,  flottir litlir frændur.

Systurnar sorg og gleði

Elsku vinir, ekki hafði ég hugmynd um hvað er mikið til af samúð og fallegum kveðjum, ég hef sem betur fer ekki oft þurft að kveðja mitt nánasta fólk en nú þurfti ég að taka það próf í lífinu, ég veit ekki alveg hvar ég stend í ferlinu, hef dáldið verið á fullu við að framkvæma og skipuleggja og svo að huga að ástvinum, það mun þá bara koma í ljós.

Já takk fyrir allar fallegu kveðjurnar ykkar og knúsin frá þeim sem ég hef hitt og sms-in, útförin fór fram á föstudag og var falleg.

Við höfum nú verið minnt á það að við ráðum engu í þessu lífi og um að gera að njóta hverrar mínútu, við skulum vera góð við hvort annað og ekki eyða mínútu í það að pirrast yfir smámunum eða dauðum hlutum. Ég hélt að ég væri nokkuð vel að mér í því að vita hvað lífið er dýrmætt, en svo mætir maður þessu einn daginn öllum að óvörum,  þá er um að gera að halda vel utan um hvort annað og fara vel með sig.

Þetta er rosalega skrítinn tími núna frá 16. maí, við vorum á fullu að hugsa um innréttingar og hluti í nýja húsið og unnum öllum stundum þar, svo var eins og maður keyrði á vegg Undecided og allt í einu skiptir það ekki neinu máli svona hlutir eins og hús og innréttingar. En staðreyndin er samt sú að eftir 36 daga verðum við að vera búin að skila leiguíbúðinni og verðum því að "skíta í lófana" (eins og Heiða greiða segir) og bretta upp ermar og vera rosalega dugleg að vinna í húsinu.  Þetta líf er endalaust af áskorunum og verkefnum sem við verðum að leysa, og guð gefi okkur styrk og þrek til að takast á við það sem framundan er.........úfff.        Við getum þetta með hjálp jákvæðni og æðruleysi,  ég hef komist að því í þessu stóra verkefni sem lífið færði mér fyrir rúmri viku að ég hef erft æðruleysið frá mínum elskulega föður, það er stór gjöf.

Frumburðurinn okkar flaug vestur í gær, og fannst okkur mjög tómlegt í kotinu, en æðislegt að fá að hafa hana hjá okkur.

Takk enn og aftur, knús og kossar og munið að halda vel í fólkið ykkar og vera góð við allt og allaHeart.

Afskorna blómið sem festir brátt rætur.


Og svo er hljótt

Yndislegur texti tileinkaður pabba mínum, fjölskyldu og vinum mínum sem hafa verið í þessum sporum. Takk fyrir fallegar kveðjur blóm og hugsanir elsku vinir.

Hvernig stóð á því

Að loginn slokknaði svo fljótt

Og kólguský dró fyrir sól?

Stórt er spurt, en svarafátt

Stundum virðist allt svo kalt og grátt.

Þá er gott að ylja sér við minninganna glóð,

Lofa allt sem ljúfast var meðan á því stóð

 

En það er ótrúlegt

Hve vindur getur snúist alveg ofurskjótt.

Og svo er hljótt.

Allt sem var og allt sem er.

Eftirleiðis annar heimur hér.

Það er sagt að tíminn muni græða hjartasár

En sársaukinn þó hverfur tæpast alveg næstu ár

 

Ó, þau sakna þín.

En þau þakka fyrir það að hafa fengið að

Eiga með þér þetta líf

 

Því fær enginn breytt sem orðið er.

Og öll við verðum yfirleitt að taka því

Sem að ber að höndum hér.

Sama lögmálið hjá mér og þér

En það er gott að ylja sér við minninganna glóð

Lofa allt sem ljúfast var meðan á því stóð

 

Ó, þau sakna þín.

En þau þakka fyrir það að hafa fengið að

Eiga með þér þetta líf

 

(Lag: D.Gates, texti: S. Hilmarsson)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband