16.5.2008 | 11:29
Söknuður
og heldur ósjálfbjarga, því er verr.
Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður
verða betri en ég er.
Eitt sinn verða allir menn að deyja
eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt ég verð að segja
að sumarið líður allt of fljótt.
Við gætum sungið, gengið um,
gleymt okkur hjá blómunum,
er rökkvar, ráðið stjörnumál,
gengið saman hönd í hönd,
hæglát farið niðrað strönd.
Fundið stað,
sameinað
beggja sál.
Horfið er nú sumarið og sólin
í sálu minni hefur gríma völd.
Í æsku léttu ís og myrkur jólin,
nú einn ég sit um vetrarkvöld.
Því eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt ég verð að segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
Ég gái út um gluggann minn.
hvort gangir þú um hliðið inn.
Mér alltaf sýnist ég sjái þig.
Ég rýni út um rifurnar,
ég reyndar sé þig alls staðar,
þá napurt er.
Það næðir hér
og nístir mig.
Vilhjálmur Vilhjálmsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.5.2008 | 22:44
Dísa ljósálfur fáanleg á ný
Einu sinni þegar skógarhöggsmaður nokkur var á leið heim til sín að loknu dagsverki heyrði hann grát og kveinstafi skammt frá sér. Viti menn, á trjágrein sat lítil stúlka sem var lítið stærri en fingur manns. Dísa ljósálfur hafði villst að heiman og týnt mömmu sinni. Og nú hófst löng og erfið leit fyrir litlu álfastúlkuna.
Eins og öll góð ævintýri endar þetta vel. Um það má lesa í þessari sígildu sögu hollenska listamannsins G.T.Rotmann sem kom fyrst út á íslensku árið 1928.
innbundin, þýdd
Verð: 1499
Sértilboð: 499
Þú sparar: 1000
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.5.2008 | 11:36
Þvottur á snúru í öllu þvottatalinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.5.2008 | 07:26
Snúrustaur réttu nafni
Ég fann út þetta með hringsnúrurnar í morgun með hjálp góðra vina og vinnufélaga. Það er fyrirtæki á Akureyri sem heitir Sandblástur og málmhúðun www.sandblastur.issem framleiðir þær, frétti reyndar líka að það væri fyrirtæki í Hafnarfirði sem annast sölu á vörum fyrir þá, ég googlaði þetta og fann það og það heitir Ferro Zink www.ferro.is. Ég hringdi þangað til að spyrja, af því að ég gæti auðveldað flutning og flutningskostnað með því að sækja til þeirra með kerru, ég kynnti mig: Góðan dag ég heiti Arndís og mig vantar þvottasnúrur, já segir strákurinn, en ég á bara snúrustaur (í eintölu) ég hugsa ó shit, ég er ekki á réttum stað, sá fyrir mér svona T snúrur, og ég fer að reyna að lýsa þessu fyrir honum og hann segir alltaf nei, ég á bara snúrustaur, og ég hélt áfram að spyrja: ertu að meina svona sem þú strengir band á milli tveggja staura ? Hann segir nei, þetta er bara eitt unit og efst á staurnum er króna , ég skildi ekki það sem hann var að lýsa og hann skildi ekki það sem ég var að lýsa, ég sagði, þetta eru svona hringsnúrur, og hann sagði aftur nei, ég er ekki með neinar hringsnúrur. Ok viltu lýsa þessum snúrustaur nánar fyrir mér segi ég og hann segir þetta vera fyrir eina holu en séu samsettir hlutir, já þá förum við að nálgast.......svo segir hann að það séu fjórir armar efst, og ég spyr hvort það séu strengd bönd eða snúrur á milli þeirra á mörgum hæðum og hann segir já og ég segi BINGO, þá eru þetta þessar snúrur sem ég var að leita að, en hjá þeim heitir þetta snúrustaur. Það er ekki til nein mynd af þessu hjá þeim en ég er viss um að þetta sé málið. Kostar 27.000 krónur. Þá vitum við það. Og ég ætla að kaupa eitt stykki snúrustaur seinna í sumar.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.5.2008 | 23:40
Fastir liðir eins og venjulega og umpottun fólksins nálgast
Eða ekki, ég hef nú ekki verið dugleg að blogga undanfarið, ástæðan er líklega bæði andleysi og annir. Ég fæ mörgum sinnum á dag hugmyndir að efni til að setja hér inn til að skemmta mér og öðrum, en svo man ég ekki alveg hvað ég ætlaði að hafa þetta sniðugt þegar ég loksins sest svo við tölvuna, þetta gæti verið gleymska, eða einhvers konar brestur?
Ég er rosalega stolt af manninum mínum, hann er svo mikill dugnaðarforkur, vinnur í húsinu öllum lausum stundum og gerir þetta allt sjálfur, hann er svona þúsundþjalasmiður, ég reyni að hjálpa eftir bestu getu, ásamt því að sinna börnum og heimili. Við vorum að tala um það í dag hvað það verður gaman að komast í sitt eigið húsnæði aftur, þokkalega sitt eigið þar sem við vinnum þetta sjálf flest allt, og ég tala nú ekki um að verða líka í fyrsta skipti í einbýlishúsi, það var gott að búa í raðhúsi, en örugglega ennþá betra að vera í einbýli. Við vorum líka að spá í að það eru 10 mánuðir síðan við fluttum frá firðinum góða og þó að við séum í rosalega fínni íbúð, þá höfum við verið í nokkurs konar útilega þessa mánuði. Við höfum bara tekið upp úr kössum þetta alnauðsynlegasta og ekki viljað hengja myndir á veggi til að þurfa ekki að sparsla mikið í leiguíbúðinni, ég hef t.d. ekki fundið mig hvorki í þessu eldhúsi eða þvottahúsi, við erum svona eins og blóm sem verið er að umpotta, þ.a.e.a.s erum geymd í vatni á meðan verið er að græja pottinn. Eins og ég elska vinnuna í þvottahúsinu, mér finnst það skemmtilegasta húsverkið ef aðstaðan er góð, og það verður hún í nýja húsinu. Veit einhver hverjir selja góðu sterku járn-hringsnúrurnar, eins og margir eru með í garðinum ? Annars sagði sniðugur maður einu sinni við mig að til að láta þvottinn tolla á snúrunum hér í bæ, þá þyrfti að sauma þær fastar við snúrurnar, hehe, ég er líka fín saumakona.
Einkasonurinn er á þvílíku sjálfstæðistímabili og óþekktarskeiði, vá, hvort það er aldurinn eða annríki foreldranna eða spilling í ömmu og afa landi, veit ég ekki, ég vona að þetta sé ekki komið til með að vera, hann sem hefur alltaf verið eins og ljós og verið svo rólegur. En hann er samt dásemd og er ekkert að hafa áhyggjur af því að eiga ennþá rimlarúm inni hjá mömmu og pabba (fær herbergi í nýja húsinu og rúm líka).
Stúlkukindurnar okkar eru í og að klára próf og hefur það allt gengið stórslysalaust fyrir sig vona ég.
Við erum svo oft spurð að því af alls konar fólki, hvernig okkur líki hér á skaganum? Hvort við séum ánægð? Fínt að svara þessu bara hér og nú: Ég segi alltaf við alla, við vorum ánægð í firðinum góða, og erum ánægð hér líka, hér er gott að búa og erum við sérstaklega ánægð núna að vera nálægt foreldrum okkar. Og ég held í alvöru að við yrðum ánægð hvar sem við myndum ákveða að búa. Við erum ekki týpur sem erum að velta okkur upp úr hlutum og ákvörðunum, við lifum fyrir daginn í dag og mín lífsspeki er: Lífið er lotterí, og ég tek þátt í því.
Ég fór með bílinn minn í ungbílaeftirlit í dag hjá www.ih.is bara verið að tékka á hvort hann þroskist ekki eðlilega og gefa honum smá olíur. ég fékk annan bíl í staðinn á meðan http://www.nissan.is/nissan/bilar/x-trail/, maðurinn minn var hrifinn, en ég var ánægðust þegar Super bíllinn minn varð tilbúinn, hann er nefnilega æði.
Við erum búin að ákveða og panta flest inn í húsið, versluðum eldhústækin hjá Rafha, frábær þjónusta hjá þeim, völdum allt í Electrolux sem er sami framleiðandi og AEG, parket og hurðar frá Harðviðarval, mjög góð þjónusta hjá þeim líka, innréttingar og skápa kaupum við hjá Kvik. Gaman gaman.
Þeir sem kíkja inn á þessa síðu eru yfirleitt í kringum svona frá 15 - 18 gestir, sem mér finnst bara fínt, en þið mættuð nú alveg segja hæ eða kvitt, svo ég viti hverjir eru að lesa mínar hugrenningar, ekki vera feimin eða hrædd við mig, ég er svo langt frá því að vera gribba. Er það ekki annars ?
Takk fyrir mig og loksins kom skrifandinn yfir mig
Blómið sem lifir í vatni "ennþá"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
27.4.2008 | 12:59
Sumar og yndislegheit
Gleðilegt sumar
Jæja, loksins hef ég tíma og krafta til að skrifa hér inná. ég er búin að vera nánast alveg uppi í húsi að byggja, hef verið að skrúfa upp gipsplötur og veggi, svaka gaman, svo er komin hiti í húsið, það munar strax sérstaklega núna þegar það hefur kólnað aðeins aftur. Ég er búin að vera dauð í fótunum þegar ég hef skriðið hérna inn á kvöldin, að standa lengi er ekki alveg fyrir mig, ég er vön að nota afturendann í það hlutverk, sérstaklega í vinnunni .
Ég skulda enn ferðasögu frá Köben, hún kemur einhvern tímann, svo erum við búin að fá ælupest í heimsókn inn á heimilið, prinsinn litli byrjaði að æla, húsbóndinn fékk svo leiðindi í magann en ældi ekki, svo er það táningurinn frá Akureyri, hún og kærastinn komu í heimsókn á síðustu helgi, gaman að hafa þau og þau hjálpuðu mikið til í byggingunni, en fóru svo heim með hluta af fjárans ælupestinni, lögðust bæði, þessi grey. Svo byrjaði unglingurinn að æla aðfararnótt föstudagsins, og ég krossa fingur um að ég sleppi, ég skal.
Ég er með svona letidag í dag, en þó með smá tiltektarskömmtum, setja í eina og eina þvottavél og undirbúa unglinginn undir prófaviku. Gott að vera í rólegheitum.
Það eru nýjar myndir af húsinu inni á síðunni sem prinsinn á .
Mér finnst æðislegt að sjá grasið grænka hér í bæ, það er orðið fallega grænt.
Lifið heil, og muna að kvitta fyrir innlit .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
23.4.2008 | 08:42
Ég lofa betrun og bót
Ég skal sjóða saman blogg þegar ég kem heim í dag.
Good day sunshine í dag, og við finnum ilminn af vorinu, þá fara blóm eins og ég að lifna við, kominn tími til. Gengur rosa vel í húsinu okkar þessa dagana og tel ég dagana í blokkinni sem eru einungis 69 eftir. Vá stutt síðan þeir voru 100.
Þetta skal nást, þá flyt ég bara inn í það hálf klárað .
Blómið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.4.2008 | 17:38
Nostalgía, mig langar aftur í tímann
Munið þið eftir Jane Hellen sjampóinu og hárnæringunni? , í þríhyrndum flöskum og hálft andlit á hvoru, málið var að eiga bæði til að leggja þau saman. Við vinkonurnar vorum að reyna að rifja upp nafnið á þessu um daginn og vá hvað þetta vekur upp miklar og góðar minningar, þessi lykt af þessum hárvörum er engri lík, vá hvað ég mundi vilja fara aftur í tímann og fá þessa lykt í hárið. Ég fékk svona saknaðarsting í magann þegar við vorum að rifja þetta upp. Svo sagði Dizzy mér frá hárvörum sem fást í Krónunni sem heita held ég Samy eða eitthvað þannig, það er eina shampóið sem kemst næst þessari lykt. Þetta Jane Hellen shampoo fæst víst í búð í Sverige sem heitir Rusta.
Ég vil verða 15 ára aftur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.4.2008 | 15:34
Danske pigerne
Copenhagen.
Við erum alsælar hérna úti, þessi borg er bara æðisleg, og við fórm sko á milli landa í gær, vorum sem sagt allan daginn í gær í Malmö, gaman að heyra sænskuna, við versluðum aðeins í Sverige þar sem sænska krónan er hagstæðari en sú danska og borðuðum æðislegar pizzur, fórum í strætó og skoðuðum heimaslóðir Heiðu og Írisar, svo fórum við aftur yfir til köben með lestinni yfir Eyrarsundsbrúnna.
Fyrsta daginn var farið í Fields mollið og svo í dag var skundað á Strikið, það er búið að versla vel og vonum við að allt komist í töskurnar.
Det er dejligt.
Venlig hilsen
Danadrottnigarnar sex og sæti strákurinn í Danmark.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 00:18
Ferðalangar
Jibbí........
Við erum að fara í stelpuferð nokkrar vinkonur saman, þetta er samansafn af fyndnum gellum, það eru þrjár yngri gelgjur, þrjár eldri gelgjur og einn sætur brúneygður strákur sem fær að fara með okkur. Við ætlum að yfirgefa landið í nokkra daga og ég get lofað því að það verða harðsperrur í maganum þegar við snúum aftur, alveg klár á því að það verði þokkalega hlegið í þessari ferð. Vona bara að það þekki okkur enginn þarna úti hehe.
Kannski maður bloggi smá í útlandinu, aldrei að vita.
Þangað til næst, verið góð við hvort annað.
Kossar og knús til þeirra sem vilja svoleiðis .
Venlig hilsen.
Pigerne
Ps. ég tók Strumpaprófið
Og ég er víst Hégómastrumpur.
Taktu prófið líka:
http://bluebuddies.com/smurf_fun/smurf_personality_test/smurf_personality_test.htm
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)