Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
28.5.2008 | 23:58
Alltaf er leið
Þessi texti hefur hjálpað mér í lífinu, ég er svo hrifin af honum, þetta er svo satt , og þetta er samið fyrir börn en ég tek þetta mikið til mín. Ég er svo mikið fyrir að tjá mig í gegnum texta og tónlist.
Ef eitthvað reynist ómögulegt
fyrst um sinn
aftur skaltu reyna
kæri vinur minn
Ei þýðir að gráta,
þú verður að játa
að með því að halda áfram
þú alltaf finnur
einhverja leið,
já treystu því að þú finnir
alltaf einhverja leið,
trúðu á þinn eigin mátt
ef vopnið er vilji,
þá ég vil að þú skiljir
á endanum
finnur þú farsæla leið
Texti: Máni SvavarssonErtu ekki sammála mér ? Og veistu hvaðan þessi texti kemur ?
Blómið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.5.2008 | 10:40
Stjörnuspá
Ég hef alltaf verið hrifin af stjörnuspám, og oft virðist það eiga við mann en svo þekkir maður fólk sem er í sama merki og finnst að það geti nú ekki passað fyrir það líka
.
Svona er það fyrir krabbann í dag 28. maí 2008

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.5.2008 | 19:18
Systurnar sorg og gleði
Elsku vinir, ekki hafði ég hugmynd um hvað er mikið til af samúð og fallegum kveðjum, ég hef sem betur fer ekki oft þurft að kveðja mitt nánasta fólk en nú þurfti ég að taka það próf í lífinu, ég veit ekki alveg hvar ég stend í ferlinu, hef dáldið verið á fullu við að framkvæma og skipuleggja og svo að huga að ástvinum, það mun þá bara koma í ljós.
Já takk fyrir allar fallegu kveðjurnar ykkar og knúsin frá þeim sem ég hef hitt og sms-in, útförin fór fram á föstudag og var falleg.
Við höfum nú verið minnt á það að við ráðum engu í þessu lífi og um að gera að njóta hverrar mínútu, við skulum vera góð við hvort annað og ekki eyða mínútu í það að pirrast yfir smámunum eða dauðum hlutum. Ég hélt að ég væri nokkuð vel að mér í því að vita hvað lífið er dýrmætt, en svo mætir maður þessu einn daginn öllum að óvörum, þá er um að gera að halda vel utan um hvort annað og fara vel með sig.
Þetta er rosalega skrítinn tími núna frá 16. maí, við vorum á fullu að hugsa um innréttingar og hluti í nýja húsið og unnum öllum stundum þar, svo var eins og maður keyrði á vegg og allt í einu skiptir það ekki neinu máli svona hlutir eins og hús og innréttingar. En staðreyndin er samt sú að eftir 36 daga verðum við að vera búin að skila leiguíbúðinni og verðum því að "skíta í lófana" (eins og Heiða greiða segir) og bretta upp ermar og vera rosalega dugleg að vinna í húsinu. Þetta líf er endalaust af áskorunum og verkefnum sem við verðum að leysa, og guð gefi okkur styrk og þrek til að takast á við það sem framundan er.........úfff. Við getum þetta með hjálp jákvæðni og æðruleysi, ég hef komist að því í þessu stóra verkefni sem lífið færði mér fyrir rúmri viku að ég hef erft æðruleysið frá mínum elskulega föður, það er stór gjöf.
Frumburðurinn okkar flaug vestur í gær, og fannst okkur mjög tómlegt í kotinu, en æðislegt að fá að hafa hana hjá okkur.
Takk enn og aftur, knús og kossar og munið að halda vel í fólkið ykkar og vera góð við allt og alla.
Afskorna blómið sem festir brátt rætur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.5.2008 | 18:24
Og svo er hljótt
Yndislegur texti tileinkaður pabba mínum, fjölskyldu og vinum mínum sem hafa verið í þessum sporum. Takk fyrir fallegar kveðjur blóm og hugsanir elsku vinir.
Hvernig stóð á því
Að loginn slokknaði svo fljótt
Og kólguský dró fyrir sól?
Stórt er spurt, en svarafátt
Stundum virðist allt svo kalt og grátt.
Þá er gott að ylja sér við minninganna glóð,
Lofa allt sem ljúfast var meðan á því stóð
En það er ótrúlegt
Hve vindur getur snúist alveg ofurskjótt.
Og svo er hljótt.
Allt sem var og allt sem er.
Eftirleiðis annar heimur hér.
Það er sagt að tíminn muni græða hjartasár
En sársaukinn þó hverfur tæpast alveg næstu ár
Ó, þau sakna þín.
En þau þakka fyrir það að hafa fengið að
Eiga með þér þetta líf
Því fær enginn breytt sem orðið er.
Og öll við verðum yfirleitt að taka því
Sem að ber að höndum hér.
Sama lögmálið hjá mér og þér
En það er gott að ylja sér við minninganna glóð
Lofa allt sem ljúfast var meðan á því stóð
Ó, þau sakna þín.
En þau þakka fyrir það að hafa fengið að
Eiga með þér þetta líf
(Lag: D.Gates, texti: S. Hilmarsson)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
16.5.2008 | 11:29
Söknuður
og heldur ósjálfbjarga, því er verr.
Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður
verða betri en ég er.
Eitt sinn verða allir menn að deyja
eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt ég verð að segja
að sumarið líður allt of fljótt.
Við gætum sungið, gengið um,
gleymt okkur hjá blómunum,
er rökkvar, ráðið stjörnumál,
gengið saman hönd í hönd,
hæglát farið niðrað strönd.
Fundið stað,
sameinað
beggja sál.
Horfið er nú sumarið og sólin
í sálu minni hefur gríma völd.
Í æsku léttu ís og myrkur jólin,
nú einn ég sit um vetrarkvöld.
Því eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt ég verð að segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
Ég gái út um gluggann minn.
hvort gangir þú um hliðið inn.
Mér alltaf sýnist ég sjái þig.
Ég rýni út um rifurnar,
ég reyndar sé þig alls staðar,
þá napurt er.
Það næðir hér
og nístir mig.
Vilhjálmur Vilhjálmsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.5.2008 | 22:44
Dísa ljósálfur fáanleg á ný
Einu sinni þegar skógarhöggsmaður nokkur var á leið heim til sín að loknu dagsverki heyrði hann grát og kveinstafi skammt frá sér. Viti menn, á trjágrein sat lítil stúlka sem var lítið stærri en fingur manns. Dísa ljósálfur hafði villst að heiman og týnt mömmu sinni. Og nú hófst löng og erfið leit fyrir litlu álfastúlkuna.
Eins og öll góð ævintýri endar þetta vel. Um það má lesa í þessari sígildu sögu hollenska listamannsins G.T.Rotmann sem kom fyrst út á íslensku árið 1928.
innbundin, þýdd
Verð: 1499
Sértilboð: 499
Þú sparar: 1000
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.5.2008 | 11:36
Þvottur á snúru í öllu þvottatalinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.5.2008 | 07:26
Snúrustaur réttu nafni
Ég fann út þetta með hringsnúrurnar í morgun með hjálp góðra vina og vinnufélaga. Það er fyrirtæki á Akureyri sem heitir Sandblástur og málmhúðun www.sandblastur.issem framleiðir þær, frétti reyndar líka að það væri fyrirtæki í Hafnarfirði sem annast sölu á vörum fyrir þá, ég googlaði þetta og fann það og það heitir Ferro Zink www.ferro.is. Ég hringdi þangað til að spyrja, af því að ég gæti auðveldað flutning og flutningskostnað með því að sækja til þeirra með kerru, ég kynnti mig: Góðan dag ég heiti Arndís og mig vantar þvottasnúrur, já segir strákurinn, en ég á bara snúrustaur (í eintölu) ég hugsa ó shit, ég er ekki á réttum stað, sá fyrir mér svona T snúrur, og ég fer að reyna að lýsa þessu fyrir honum og hann segir alltaf nei, ég á bara snúrustaur, og ég hélt áfram að spyrja: ertu að meina svona sem þú strengir band á milli tveggja staura ? Hann segir nei, þetta er bara eitt unit og efst á staurnum er króna , ég skildi ekki það sem hann var að lýsa og hann skildi ekki það sem ég var að lýsa, ég sagði, þetta eru svona hringsnúrur, og hann sagði aftur nei, ég er ekki með neinar hringsnúrur. Ok viltu lýsa þessum snúrustaur nánar fyrir mér segi ég og hann segir þetta vera fyrir eina holu en séu samsettir hlutir, já þá förum við að nálgast.......svo segir hann að það séu fjórir armar efst, og ég spyr hvort það séu strengd bönd eða snúrur á milli þeirra á mörgum hæðum og hann segir já og ég segi BINGO, þá eru þetta þessar snúrur sem ég var að leita að, en hjá þeim heitir þetta snúrustaur
. Það er ekki til nein mynd af þessu hjá þeim en ég er viss um að þetta sé málið. Kostar 27.000 krónur. Þá vitum við það
. Og ég ætla að kaupa eitt stykki snúrustaur seinna í sumar.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.5.2008 | 23:40
Fastir liðir eins og venjulega og umpottun fólksins nálgast
Eða ekki, ég hef nú ekki verið dugleg að blogga undanfarið, ástæðan er líklega bæði andleysi og annir. Ég fæ mörgum sinnum á dag hugmyndir að efni til að setja hér inn til að skemmta mér og öðrum, en svo man ég ekki alveg hvað ég ætlaði að hafa þetta sniðugt þegar ég loksins sest svo við tölvuna, þetta gæti verið gleymska, eða einhvers konar brestur?
Ég er rosalega stolt af manninum mínum, hann er svo mikill dugnaðarforkur, vinnur í húsinu öllum lausum stundum og gerir þetta allt sjálfur, hann er svona þúsundþjalasmiður, ég reyni að hjálpa eftir bestu getu, ásamt því að sinna börnum og heimili. Við vorum að tala um það í dag hvað það verður gaman að komast í sitt eigið húsnæði aftur, þokkalega sitt eigið þar sem við vinnum þetta sjálf flest allt, og ég tala nú ekki um að verða líka í fyrsta skipti í einbýlishúsi, það var gott að búa í raðhúsi, en örugglega ennþá betra að vera í einbýli. Við vorum líka að spá í að það eru 10 mánuðir síðan við fluttum frá firðinum góða og þó að við séum í rosalega fínni íbúð, þá höfum við verið í nokkurs konar útilega þessa mánuði. Við höfum bara tekið upp úr kössum þetta alnauðsynlegasta og ekki viljað hengja myndir á veggi til að þurfa ekki að sparsla mikið í leiguíbúðinni, ég hef t.d. ekki fundið mig hvorki í þessu eldhúsi eða þvottahúsi, við erum svona eins og blóm sem verið er að umpotta, þ.a.e.a.s erum geymd í vatni á meðan verið er að græja pottinn. Eins og ég elska vinnuna í þvottahúsinu, mér finnst það skemmtilegasta húsverkið ef aðstaðan er góð, og það verður hún í nýja húsinu. Veit einhver hverjir selja góðu sterku járn-hringsnúrurnar, eins og margir eru með í garðinum ? Annars sagði sniðugur maður einu sinni við mig að til að láta þvottinn tolla á snúrunum hér í bæ, þá þyrfti að sauma þær fastar við snúrurnar, hehe, ég er líka fín saumakona.
Einkasonurinn er á þvílíku sjálfstæðistímabili og óþekktarskeiði, vá, hvort það er aldurinn eða annríki foreldranna eða spilling í ömmu og afa landi, veit ég ekki, ég vona að þetta sé ekki komið til með að vera, hann sem hefur alltaf verið eins og ljós og verið svo rólegur. En hann er samt dásemd og er ekkert að hafa áhyggjur af því að eiga ennþá rimlarúm inni hjá mömmu og pabba (fær herbergi í nýja húsinu og rúm líka).
Stúlkukindurnar okkar eru í og að klára próf og hefur það allt gengið stórslysalaust fyrir sig vona ég.
Við erum svo oft spurð að því af alls konar fólki, hvernig okkur líki hér á skaganum? Hvort við séum ánægð? Fínt að svara þessu bara hér og nú: Ég segi alltaf við alla, við vorum ánægð í firðinum góða, og erum ánægð hér líka, hér er gott að búa og erum við sérstaklega ánægð núna að vera nálægt foreldrum okkar. Og ég held í alvöru að við yrðum ánægð hvar sem við myndum ákveða að búa. Við erum ekki týpur sem erum að velta okkur upp úr hlutum og ákvörðunum, við lifum fyrir daginn í dag og mín lífsspeki er: Lífið er lotterí, og ég tek þátt í því.
Ég fór með bílinn minn í ungbílaeftirlit í dag hjá www.ih.is bara verið að tékka á hvort hann þroskist ekki eðlilega og gefa honum smá olíur. ég fékk annan bíl í staðinn á meðan http://www.nissan.is/nissan/bilar/x-trail/, maðurinn minn var hrifinn, en ég var ánægðust þegar Super bíllinn minn varð tilbúinn, hann er nefnilega æði.
Við erum búin að ákveða og panta flest inn í húsið, versluðum eldhústækin hjá Rafha, frábær þjónusta hjá þeim, völdum allt í Electrolux sem er sami framleiðandi og AEG, parket og hurðar frá Harðviðarval, mjög góð þjónusta hjá þeim líka, innréttingar og skápa kaupum við hjá Kvik. Gaman gaman.
Þeir sem kíkja inn á þessa síðu eru yfirleitt í kringum svona frá 15 - 18 gestir, sem mér finnst bara fínt, en þið mættuð nú alveg segja hæ eða kvitt, svo ég viti hverjir eru að lesa mínar hugrenningar, ekki vera feimin eða hrædd við mig, ég er svo langt frá því að vera gribba. Er það ekki annars ?
Takk fyrir mig og loksins kom skrifandinn yfir mig
Blómið sem lifir í vatni "ennþá"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)