Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
30.9.2008 | 23:12
Símenntun, elskaðu sjálfan þig
Ég er komin með Facebook síðu, alveg ótrúlega gaman að sjá hvað það eru margir á mínum aldri þarna, ég kann svo sem ekki mikið á þetta en það lærist. Og á einni viku hef ég eignast 60 vini, meirihlutinn af þeim er frá sama stað af landinu og ég.
Margt hefur verið í gangi hjá mér og mínum síðan síðast, ég fór t.d. á fund eða námskeið hjá Begga og Pacasi á fimmtudagskvöldið, þeir eru svo miklar dúllur, það var alveg ferlega gaman, þetta var hluti af viku símenntunar og þeir töluðu um lífið og tilveruna og lögðu sérstaka áherslu á að maður ætti að horfa í spegilinn, hafa alls staðar spegla og dást að sjálfum sér og finnast maður vera flottastur alveg sama hvernig maður lítur út, ég verð að viðurkenna að ég er oftast haldin þessari áráttu og ekki að ástæðulausu sem ég var Hégómastrumpur (þessi með spegilinn) í strumpaprófinu..
Beggi mundi eftir mér, frá því ég var lítil því við bjuggum hlið við hlið og ég lék mér við litlu systur hans til margra ára. Mér fannst fyndið að hann þekkti mig aðallega á svipnum frá mömmu, við erum greinilega býsna líkar mæðgurnar og er ég stolt af því að líkast henni. En hann mundi nafnið mitt líka.
Jæja nenni ekki meiru í bili, og já allir að kvitta hér fyrir neðan, bara kvitt kvitt og nafn.
Ps. herðapúðapopparinn frestast enn um einn dag enn .
Blómið sem leggst brátt í dvala. Og hvað eru margir dagar til jóla ? Sjá talningu á síðunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.9.2008 | 14:02
Flísar
Við vorum rosalega dugleg um helgina, flísalögðum nærri stærstu hliðina á húsinu.
Svo meiddi vinur hans Baldurs sig og ég hljóp af stað og datt kylliflöt, þegar ég felldi mig á bandi á leiðinni. Svo ég er með bólginn ökkla í dag og er heima í fríi því það er starfsdagur í leikskólanum hjá Baldri. Maður raðar bara í sig bólgueyðandi töflum og fer út að flísaleggja á eftir. Nota veðrið . Langt síðan maður sá þessa gulu síðast.
Svo fer næsti herðapúðapoppari að detta inn, líklega í kvöld barasta.
Blomst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.9.2008 | 22:18
Vindpappi ofl.
Set inn hér nýjustu myndir af slotinu, verið er að klæða það svo koma flísar utan á það.
Kemur vel út svona svart með hvítum gluggum og hurðum.
Svarta blómið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2008 | 12:42
Hafa skal það sem hendi er næst....
......Og hugsa ekki um það sem ekki fæst.
Mig langar samt að geta bakað köku, ég er búin að hugsa um það að í dáldið langan tíma að það eru forréttindi að geta eldað og bakað og að geta hent í uppþvottavélina. Ég er búin að vera núna án þessara hluta í 89 daga. Ég er ekki að kvarta eða vorkenna mér yfir þessu því þetta er sjálfvalið, en þetta átti að vísu ekki að vera svona langur tími.
Ég er að vonast til að geta bakað jólasmákökurnar "heima".
Ég bakaði reyndar pönnukökur í gær fyrir heimilisfólkið mitt, þær eru alltaf fínar, upprúllaðar með sykri, og rjómapönnukökur líka meira að segja.
Við höfum lifað á of miklu skyndifæði á þessum tíma, ég ætla ekki einu sinni að reikna út hvað þetta hefur kostað að vera svona án eldhúss .
Í bökunarham
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.9.2008 | 15:45
Meira...........um mig
Aðalnafn og miðnafn: Arndís, það þarf ekkert ekkert með því, en ég var oft fúl af því að systkini mín hétu bæði tveimur nöfnum (þegar ég var yngri)
Ertu skírður í höfuðið á einhverjum? Já, móðurömmu minni.
Hvenær gréstu síðast? Mjög stutt síðan, hef aðeins verið í þeirri iðju sl. mánuði
Myndir þú vera vinur sjálfs þíns? Jahá, ég held að það sé gott og gaman að vera vinur minn
Áttu dagbók? nei
Beitirðu oft kaldhæðni? Það hefur komið fyrir, en ég er að venja mig af öllum svona vitlausum hegðunum
Færir þú í teygjustökk? Aldrei fyrir mitt litla...ekki einu sinni þó ég fengi borgað
Uppáhalds morgunkorn: Jarðarberja Herbalife shake
Losar þú reimarnar áður en þú ferð úr skónum? Nei, ekki heldur þegar ég fer í, nota skójárn
Finnst þér þú sterk? Já ég er bæði nautsterk líkamlega og svo er ég rosalega sterk andlega þegar ég þarf á því að halda.
Hver er uppáhalds ísinn þinn? Emmess ís er góður, en bleikur í dollu með heitri karamellusósu
Skóstærð? 41
Rautt eða bleikt? Bleikt auðvitað, þeir sem þekkja mig vita að það er dagsatt
Hvað kanntu síst að meta í fari þínu? Hvað ég er feimin og ómannblendin
Hvað kanntu mest að meta í fari þínu? Innæið, ég er rosalega næm. Svo er ég fjallmyndarleg
Hvers saknar þú mest? Dánir: Pabba míns og ömmu Rögnu. Lifandi: Andreu og vinanna minna á Ísafirði
Hvernig eru buxur þínar og skór á litinn? Svart.........kemur það á óvart ?
Hvað borðaðir þú síðast? Bland í poka
Á hvað ertu að hlusta núna? Pál Óskar
Ef þú værir vaxlitur, hvernig værir þú á litinn? Bleikur með jarðarberjalykt ef það væri hægt
Uppáhaldslykt? Pink sugar
Hver síðasta manneskjan sem þú talaðir við í síma? Andrea
Hvað er það fyrsta sem þú tekur eftir hjá manneskju sem þú laðast að? Tennur, hárlitur
Eftirlætisdrykkur? Egils appelsín
Eftirlætisíþrótt? Ha ha......íþróttir og ég, nei
Hryllingsmyndir eða "happy ending"? Algjörlega Happy ending, ég er svo væmin.
Hvernig er skyrtan þín á litinn? Oft hvít, en stundum svört.
Faðmlög eða kossar? Fer eftir aðstæðum
Hvernig vaknaðiru í morgun? Við faðmlag frá einum sætum fjögurra ára
Eftirlætis eftirréttur? Frönsk súkkulaðikaka með rjóma og jarðarberjum
Hvaða bók ertu að lesa? Bíbí
Hvað horfðiru á í sjónvarpinu í gær? Singing Bee, á Skjá einum, mjög skemmtielgur þáttur
Uppáhalds hljóð? Rigningarhljóð í logni í tjaldi eða húsi
Rolling Stones eða Bítlarnir? Bítlarnir
Hvert er það lengsta sem þú hefur farið frá heimilinu? St. John´s í Canada
Átt þú sérstakan hæfileika? Já hugsanir mínar eru sterkar og ég get dregið að mér hluti og aðstæður, og svo get ég sungið
Trúiru á ást við fyrstu sýn? Já, hef trú á að hugurinn sé þar að verki frekar en einhver sýn
Hvenær roðnaðiru síðast? Man það ekki
Bloggar | Breytt 22.9.2008 kl. 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.9.2008 | 22:31
Smá upplýsingar
Klukkið frá Mörtu
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
- Fiskverkunarstúlka í Sund sf. í gamla daga hjá Dóra Hermanns, það var gaman
- Á leikskólanum Hlíðarskjóli áður en ég átti börnin
- Þjónustufulltrúi í banka 2006-2007
- Ríkisstarfsmaður á skrifstofu 1996-2006 og frá 2007
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
- Mary Poppins
- Sound of music
- Stella í orlofi
- Sleeping with the enemy (langar alltaf að horfa á hana aftur, en verð alltaf dauðskelkuð
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
- Ísafjörður (fimm hús frá fæðingu)
- Reykjavík (eitt ár) (þrjú hús)
- Akranes (eitt ár)(tvö hús)
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
- Anna Phil
- Nágrannar
- Íslenskir þættir með tónlist
- Horfi mjög sjaldan á sjónvarp, hangi frekar á netinu
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
- Kapmannahöfn 4 sinnum frá því árið 2000, þá fór ég fyrst út fyrir landssteinana
- Spánn golf ferð 2002
- Malmö, Svíþjóð 2008
- Canada (Nýfundnaland) St. John´s 2006
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
Fernt sem ég held upp á matarkyns:
- Heimagerð pizza
- Píta með kjúklingastrimlum og grænmeti
- Heitfeng matarsúpa
- Soðin fiskur með rúgbrauði
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
- Ævintýrabækurnar þegar ég var barn
- Unglingabækurnar eftir Eðvarð Ingólfsson, hann er sóknarprestur hér, frábær.
- Depill fer á grímuball (lesið oft í viku)
- Karíus og Baktus gamla góða bókin (skemmtilegasta bók sonarins)
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Vill ekki klukka neinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2008 | 23:35
Is there something i should know ?
Ó man, nú fæ ég flashback...... eða plastbak eins og einhverjum misheyrðist einhvern tímann.
Please please tell me now
Is there something I should know
Is there something I should say
That would make you come my way
Do you feel the same 'cos you don't let it show
Sætu sætu
Ég hélt mikið upp á þá og ég keypti Bravo blöð og safnaði svona plakatbútum af allri hljómsveitinni í fullri stærð, vá hvað það var flott, ég á allar úrklippurnar mínar og plakötin ennþá í möppu einhvers staðar. Ég hélt mest upp á Andy Taylor.
Góð plata.
Dætrum mínum báðum finnst ótrúlega fúlt að vera ekki af Eighties kynslóðinni, þær eru sko að fíla þetta allt saman í botn. Það var svo flott hárgreiðslan og fötin, af hverju eru ekki til tímavélar á hverju heimili??
Addie´s
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.9.2008 | 22:55
Life on Mars
David Bowie er flottur tónlistarmaður þó ég hafi aldrei haldið neitt sérstaklega upp á hann, þá komst ég ekki hjá því að hlusta á hann því mjög góð vinkona mín hún Sóley var og er mikill aðdáandi. Smá umfjöllun um hann:
David Robert Jones, fæddur 8. janúar 1947 pælið í því
David Bowie vakti fyrst athygli á sér haustið 1969 þegar hann gaf út smáskífuna Space Oddity, epískt rokklag sem fjallar um ævintýri Toms major í geimnum. Hann gaf svo út skífurnar The Man Who Sold The World 1970 sem var undir áhrifum metalrokks og svo popp/rokk skífuna Hunky Dory 1971. Þó að Hunky Dory hafi ekki vakið víðtæka athygli er hún oft talin með bestu skífum Bowie en á henni eru m.a. hin vinsælu lög Changes og Life on Mars. Árið 1972 gaf hann svo út The Rise and Fall of Ziggy Stardust and the Spiders from Mars, sem hann tók upp ásamt hljómsveit sinni The Spiders From Mars Sú plata vakti mikla athygli í Bretlandi. Auk þess vakti sviðsframkoma hans, klæðaburður og andlitsmálning líka mikla athygli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.9.2008 | 15:40
Tónlist í blóðinu
Hjá mér er tónlist lífið, ég þrífst ekki nema hafa tónlist, ég er með sérvalda tónlist í bílnum, í vinnunni hlusta ég á www.tonlist.is vel mér lagalista og spila öll uppáhalds íslensku lögin mín samhliða vinnunni og ef það er álag í tölvuskráningu hjá mér vinn ég best við ákveðin lagalista. Heima reyni ég svo að hlusta á tónlist eins oft og færi gefst og þegar ég fer út í göngutúr er það tónlistin sem keyrir mig áfram. Ég verð bensínlaus ef ég hef ekki tónlist. Svo hef ég auðvitað verið að syngja, en ekki mikið undanfarið.
Mig hefur lengi dreymt um að vera með svona umfjöllun um lög hér á bloggsíðunni minni eins og t.d. lag dagsins eða vikunnar, eða texti, eða flytjandi. Ég spái í þetta og á örugglega eftir að drífa í því fljótlega.
Man einhver eftir þessum goðum sem ég dýrkaði?
Modern Talking þessar elskur Thomas Anders, Dieter Bohlen.
Og svona breyttust þeir og litu út 2003:
Sætir samt.
Tónlistarfíflið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.9.2008 | 12:04
Á hjólum
Barnavagnatíska er eitthvað sem mér finnst gaman að fylgjast með, ef ég væri með nýfætt barn og væri hrikalega efnuð (glætan spætan) þá mundi ég örugglega eiga svona fjóra vagna og fjórar kerrur. Þessi áhugi minn á þessum farartækjum er held ég meðfæddur, ég t.a.m. settist fyrst undir stýri og ók nærri því niður litlu bröttu Urðarvegsbrekkuna á milli tveggja og þriggja ára aldurs. Svo þegar mamma fór að kaupa stundum pöntunarlistana eins og Quelle og Freemans þá voru einu síðurnar sem ég lá í að skoða voru síðurnar með barnavögnunum og kerrunum. Þannig að snemma beygist krókurinn og ég elska bíla og barnavagna. Skrítin skrúfa ég.
Ég á núna einn vagn sem er orðinn bráðum 18 ára gamall og er hann í upprunalegum kassa og er tekinn upp og bónaður reglulega. Þetta er hann:
Svo á ég þessa kerru líka:
Og líka þessa:
Ég ætla að geyma þetta allt saman á meðan ég hef pláss.
Skrítna skagastúlkan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)